Feykir - 28.10.1992, Síða 2
2 FEYKIR 37/1992
IFEYKIIR
. Óháö fréttabtaö á Noröurlandi vestra
Kemur út á miövikudögum vikulega.
Útgefandi: Feykir hf. Skrifstofa: Aöalgata 2,
Sauöárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550
Sauöárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703
Fax 95-36162. Ritstjóri: Þórhallur Ásmunds-
son. Fréttaritarar: Magnús Ólafsson A,-
Flúnavatnssýslu og Eggert Antonsson V-
Flúnavatnssýslu. Auglýsingastjóri: Flólmfríöur
Fljaltadóttir. Blaöstjórn: Jón F. Hjartarson, sr.
Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson,
Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason.
Áskriftarverö 110 krónur hvert tölublaö.
^Lausasöluverö 120 krónur. Umbrot Feykir.
'Setning og prentun: Sást sf. Feykir á aöild aö
Samtökum bæja- og héraösfréttablaða.
Á hverjum
miðvikudegi...
Sameining sveitafélaga á næsta leyti
Nokkuð ljóst er að sameiningarmál
sveitarfélaga verða í brennidepli á
næstu misserum og árum, og sýnt að
sveitarfélögum mun fækka talsvert og
þau stækka, aðeins er spurning hversu
stór skref verða tekin í þessari
sameiningu til að byrja með.
Stjórnvöld liafa lagt all nokkra
áherslu á sameiningarmálin á undan-
förnum árum, og trúlega hefur verið
stór þáttur i þeim aðgerðum, verka-
skiptingarlög ríkis og sveitarfélaga sem
tóku gildi um næstsíðustu áramót. Með
þeim og enn nýrri lögum, svo sem
lögum um þjónustu við fatlaða, eru
lagðar auknar skyldur á sveitarfélögin,
skyldur sem mörgum minni hreppanna
er fjárhagslega gjörsamlega ómögulegt
að standa undir.
Sveitarfélög hafa á seinni árum átt
með sér aukna samvinnu um ýmsa
málaflokka í gegnum héraðsnefndir. Þá
hefur komið til tals að stofna
byggðasamlög um stærri mál. Nærri lá
að stofnað yrði byggðasamlag um
sorphirðu um allt Norðurland vestra
fyrir nokkrum árum, og nú hefur verið
nefnt að nauðsynlegt sé að stofna
byggðasamlög í kringum þjónustu við
fatlaða. Hvort samkomulag tækist um
slíkt byggðasamlag skal ósagt látið,
hinsvegar liggur nokkuð ljóst fyrir að
litlu sveitarfélögunum verður engan
veginn kleift að veita þá þjónustu sem
krafist er í dag. Sameining og stækkun
sveitarfélaga verður eflaust til þess að
unnt er að veita íbúunum aukna og
bætta þjónustu.
Bættar samgöngur hafa orðið til þess
að færa sveitasamfélög nær hver öðru.
Við lagningu bundins slitlags er t.d.
þjóðvegurinn í gegnum Húnaþing
meira en helmingi fljótfarnari en hann
var fyrr á öldinni. í Skagafirði eiga sér
einnig stað stöðugar vegabætur sem
flýta fyrir umferð. Þannig stefnir í að
leiðin frá Sauðárkróki til Hofsóss verði
aðeins 20 mínútna akstur eftir 2-3 ár.
Við það ættu möguleikar Hofsósinga á
nýtingu fasteigna sinna í framtíðinni að
aukast, að ekki sé talað um ef
Skagafjörður verður orðið eitt sveitar-
félag áður en mjög langt líður, og
Húnavatnssýslur annað.
Flugeldasýning í Síkinu
Sigur á lokasekúndu gegn
Kindur langt að komnar
Ahorfcndur sem troðfylltu Síkið í
gærkvcldi, urðu gjörsamlega
trylltir að lcik loknum.þustu inn á
viillinn og hylltu Tindastólsmcnn
cftir frxkilcgan og sætan sigur
þeirra á Skallagrími. Valur
Ingimundarson þjálfari Tinda-
stóls var hctja liðsins, cn hann
skoraði sigurstigið með þriggja
stiga körfu langt fyrir utan
punktalinu cr lokaflautið gall.
Úrslit lciksins eru hrcint ótrúleg
miðað við það að Tindastólsmenn
voru 12 stigum undir þcgartæpar
tvær mínútur voru til lciksloka.
Heimamenn byrjuðu leikinn
nijög vel dyggilega studdir af
áhorfendum og skoruðu fjórar
fyrstu körfurnar. Síðan mátti sjá
tölur eins og 15:7, 21:12. 31:23.
35:26 og staðan í leikhléi var
43:31 fyrir Tindatól. Barátta
heimamanna vargeysigóð í fyrri
hálfleiknum, vörnin sterk og til
marks uni það hirtu þeir 14
varnarfráköst á móti 4gestanna.
Skallagrímsmenn komu grimmir
til seinni hálfleiks og sýndu að
það var engin tilviljun að þeir
unnu þrjá fyrstu leikina i
deildinni. Nú snérist dæmið við
og gestirnir voru sterkari á
vörninni. Þannig breyttist staðan
við gífurlega baráttu þeirra úr
37:51 í 64:64 og síðan í 78:66
Skallagrítni í vil þegarkomið var
aðeins fram yfir miðjan seinni
hálfleik. Gestirnir virtust hafa
leikinn í hendi sér og það var
sama hvað Tindastólsmenn
reyndu, þeir komust lítið áleiðis
gegn sterkri vörn Skallagríms
með Alexander Ermolinskij i
banastuði.
Þegar tæpar tvær mínútur
voru til leiksloka var staðan
87:75 fyrir Skallagrím, en þá
gerðist það að Tindastólsmenn
stálu boltanum i tvígang,
röðuðu tveim þriggja stiga
skotum ofan í og skorðu tvö stig
að auki. Staðan var allt í cinu
orðin 83:87 og leikurinn galop-
inn að nýju. En gestirnir svöruðu
með þriggja stiga körfu og
virtust ætla að klára leikinn.
Þegar 8 sekúntur voru til
leiksloka var staðan 94:89 fyrir
Skallagrím og þeir misstu
boltann. Valur Ingimundarson
var fljótur að nýta sér það. fór í
þriggja stiga skot og hitti. Aftur
settu Tindastólsmenn upp pressu-
vörn og náðu boltanum þegar
þrjár sekúntur voru eftir. Staðan
92:94 og Tindastólsmenn tóku
leikhlé. Innkastið var tekið langt
fyrir aftan miðju og menn
ætluðu að aðeins í NBA væri
hægt að færa sér svo skamman
tíma í nyt. Valur fékk boltann óð
I skyndi fram yfir miðju og
skoraði er lokaflautið gaII. 95:94
fyrir Tindastól og áhorfendur
hafa örugglega aldrei upplifað
æðislegri lokamínútur i Síkinu.
Valur Ingimundar vareins og
áður segir hetja liðsins og Kris
Moore átti sinn langbesta leik á
heimavelli i vetur. Aðrir stóðu
einnig vel vel l'yrir sínu: Ingvar
Skallagrími
og Páll héldu spilinu vel
gangandi og Karl og Haraldur
sýndu mikla baráttu. ekki síst
undir lokin. Valur og Kris
Skoruðu 29 stig hvor, Kalli 10.
Hinni og Halli 7. Pallió. Ingvar
5 og Ingi'Þór 2. Hjá Skallagrími
var Ermolinskij stigahæstur með
29 og Birgir og Henning
skoruðu 13 hvor.
Tindatóll liefur nú sex stig
eftir fimm leiki. Sigraði Breiða-
blik 93:86 fyrir viku. Næsti
leikur verður í Stykkishólmi nk.
sunnudag. Kellavík sigraði Val i
gærkvcldi og er nú eina taplausa
liðið i deildinni.
Við smölun í Lýtingsstaða-
hreppi í haust reyndust fimm
kindur langt að komnar. Voru
þær úr Þingeyjarsýslum og frá
Eyrarbakka. Stöku sinnum
liafa kindur úr Arnessýslu
fundist í Lýtingsstaðahreppi,
en ntjög sjaldgæft er að fé úr
Þingeyjarsýslunt kottti fram á
þessum slóðum.
Ær úr Fnjóskadal í S,-
Þing. kom af Hofsafrétti í
fyrstu göngum. Lamb undan
henni kom síðan á annan bæ í
sveitinni og þá fannst einnig
ær frá Eyrarbakka í Árnes-
sýslu og tvö lömb hennar
komu fram á öðrum stað í
Lýtingsstaðahreppi.
Kindur þessar höfðu þvælst
yfir hálendið í sumar og varð
það þeim að aldurtila því allt
fé sem farið hefur yfir
vamalínur Sauðfjárveikivama
er umsvifalaust sent í
sláturhús.
OÞ.
Ljós punktur
t tilverunni
Penninn
Sigurður Egilsson á Stekkjar-
fiötum dó 19. ágúst 1975 og
var jarðaður að Goðdölunt
28. sama mánaðar. Veður var
gott þennan dag og margt
fólk við jarðarförina.
Ég sá um þessa samkomu
og þegar kistan var komin
ofan í gröfina stóð ég á
grafarbarminum eins og
foldgnátt fjall var sagt. Þá
vildi svo til, ég veit ekki
hvernig á því stóð, að penni
dróst upp úr vestisvasa
mínum og datt ofan í
gröfina. Þessi penni var
sjálfblekungur og ég sætti
mig við að missa hann ofan í
gröf bróður míns. En sagan
er ekki öll.
Þarna rétt hjá var Borgar
Símonarson kirkjubóndi á
Goðdölum og sonur hans 10
ára gamall, Guðmundur
Símon. Það voru engin orð
töluð, en Borgar og annar
maður tóku Guðmund Símon,
létu hann síga ofan í gröfina
og héldu í fætur hans. Og
Guðmundur Símon kom
með pennann upp úr gröfinni.
Þessi saga sýnir vel að
Vestdælingar verða ekki
ráðalausir þó eitthvað óvænt
komi fyrir.
Hin síðari ár hefur Guð-
mundur Símon verið búsettur í
Reykjavík. Hann var nýlega
hér á ferð og ég spurði hann
um grafarferðina. Hann
mundi vel eftirhenni og sagði
að penninn hafi legið öðru
megin við kistuna.
Hvort ég átti þennan
penna lengur eða skemur
man ég ekki, en gallinn er sá
að það sem ég hef skrifað nteð
mínum pennum, hefur verið
misjafnt álitið.
Skrifað 26. september 1992
Bjöm Egilsson frá Sveinsstöðunt.