Feykir - 28.10.1992, Síða 3
37/1992 FEYKIR3
Svört skýrsla
Hun þótti ekki fögur
skýrslan sem stjórnendur
skólagarða Sauðárkróksbæjar
sepdu frá sér í lok starfsárs.
„Ég verð að segja að þetta er
með þeim svörtustu skýrslum
sem ég hef séð”, sagði
Knútur Aadnegaard forseti
bæjarstjórnar þegar fundar-
gerð félagsmálaráðs kom til
umræðu í bæjarstjórn. Það
gekk sem sagt allt á
afturfótunum hjá þeim í
skólagörðunum síðasta sumar.
Ekki var beint hægt að tala
um gróðratíð, tíðarfar leiðin-
legt, spretta léleg, og stór
hluti þeirra aldina, sem uxu
þokkalega sprungu. En von-
andi kemur betri tíð með
blóm í haga hjá krökkum í
skólagörðum næsta ár.
Báðum megin
við borðið
Það er alvanalegt víða um
land, sérstaklega á smærri
stöðum, að sömu menn sitji í
stjórnum stærri fyrirtækja á
staðnum. Þetta fyrirkomulag
getur óhjákvæmilega orðið
til þess að upp komi
sérkennileg staða, og svo
mun hafa orðið á aðalfundi
Hólaness á Skagaströnd í
síðustu viku.
Höfðahreppur er stærsti
eigandi Hólaness, og svo vill
til að hreppsnefndarmenn
eiga einnig sæti í stjórn
Skagstrendings. Þannigtóku
hreppsnefndarmennirnir t.d.
þátt í atkvæðagreiðslu um
það hvort að skora ætti á þá
sem stjórnarmenn í Skag-
strendingi að fresta ákvörð-
un um sölu Arnars. Ef þetta
er ekki sérkennileg staða,
hvað þá?
Midsa ráðinn
Ungmennafélagið Neisti
hefur endurráðið Hasseda
Miralem sem knattspyrnu-
þjálfara fyrir næsta keppnis-
tímabil. Midsa eins og
Bosníumaðurinn er kallaður
leikur einnig með Neista og
þykir mjög sterkur leikmaður.
Neistamenn reikna með að
sami mannskapur verði hjá
félaginu og var síðasta
sumar, en þá hafnaði liðið í
þriðja sæti Norðurlandsriðils
4. deildarkeppninnar, með
betra markahlutfall en HSÞ
Þvottavél til sölu!
Til sölu lítiö notuð þvottavél af
VIAKTA-gerö. Nánari upp-
lýsingar hjá Bjarna I síma 95-
36012, eftir klukkan 18.
Kiiluukórasambandið fundar á Hvammstanga
Laugardaginn 24. október sl.
var haldinn aðalfundur Kirkju-
kórasambands Islands á
Hvammstanga. Er það í
fyrsta sinn sem aðalfundur
þess er haldinn utan höfuð-
borgarsvæðisins á Ijörutíu ára
starfstíma sambandsins, en
það er nú að hefja sitt 41.
starfsár.
I tilefni 40 ára starfs var
gefin út á vegum sambandsins
þýsk messa eftir Franz
Schubert í íslenskri þýðingu
Sverris Pálssonar, en frum-
texta gerði Johan Philipp
Neumann. Þetta rit hefur
farið víða um land og m.a.
fengu þeir er sóttu organista-
námskeið í Skálholti siðla
sumars það að gjöf frá
Kirkjukórasambandinu.
Fram kom á fundinum að
gott samstarf væri við
embætti söngmálastjóra þjóð-
kirkjunnar. I lögum sambands-
ins kemur fram að hlutverk
þess sé meðal annars að
göfga kirkjusöng í landinu.
Stjórn sambandsins var
endurkjörin en hana skipa:
form. Guðmundur O. Guð-
mundsson, gjaldkeri Guðrún
Sigurðardóttir, ritari Heiðmar
Jónsson og meðstjórnendur
Sigurbjörg Helgadóttir og
Ragnheiður Bjarnadóttir. Vara-
maður er Kristrún L.
Gísladóttir og endurskoðandi
Þorvaldur Friðriksson.
Meðal þess sem ákveðið
var á fundinum var að
endurvekja skyldi Kirkju-
kórasamband Húnavatns-
prófastsdæmis og kosin var
nefnd til að vinna að því máli.
Eftir fundinn var helgistund í
Hvammstangakirkju og spiluðu
Haukur Guðlaugsson söng-
Gísli á Hofi gefur út bók um hrossaræktendur
Gísli Pálsson á Hofi lætur
ekki staðar numið í bókaút-
gáfunni, frekar en öðrum
hlutum sem hann hefur tekið
sér fyrir hendur. Fyrir jólin er
væntanleg frá bókaútgáfunni
á Hofi bók sem allir
hestaunnendur hljóta að fagna.
Fjallar hún um 73 hrossarækt-
endur í Skagafirði og Húna-
þingi. Að sjálfsögðu hafa allir
þessir ræktendur komið kyn-
bótahrossum í ættbók.
Frásögn verður um hrossa-
ræktina hjá hverjum og
einum, og einnig er stefnt að
því að hafa þrjár myndir af
hrossum frá hverju búi, þar
af eina litmynd. Ritstjóri
bókarinnar er Ingimar Ingi-
marsson á Ytra-Skörðugili.
Bókin sem prentuð verður á
Akureyri, verður einnig gefin
út á ensku og þýsku.
Eiðfaxi, hestafréttir, greinir
einnig frá því að fyrir jólin
komi út bókin „Merar-
kóngar”, sem Jónas Kristjáns-
son gefur út. Þarverður skrá
yfir um 5500 eigendur
ættbókarfærðra hrossa frá
aldamótum. Tveir Skagfirð-
ingar eru meðal þeirra
Qögurra sem flest hross eiga
skráð í ættbók: Einar E.
Gíslason og Sveinn Guð-
mundsson.
Helgi Ólafsson organisti í
Hvammstangakirkju nokkur
verk á orgelið auk þess sem
kór með söngfólki frá
flestum kirkjukórum í V,-
Hún. söng nokkur lög.
Stjórn sambandsins lýsti
yfir ánægju sinni með
fundarstaðinn og reiknar
með að framhald geti orðið á
þeirri stefnu að halda
aðalfundi sambandsins sem
víðast um landið.
EA.
Fullt hús hjá Pálu á Hofsósi
„Þetta var yndælt og d<emmtilegt.
Það var spilað á orgel, sungið
og skrafað og lesin upp Ijóð.
Það var ákaflega gaman að
hitta allt etta fólk og
náttúrlega ánægjulegast að
sjá öll börnin sín þarna saman,
það er svo sjaldan sem það
gerist núorðið”, sagði Pála
Pálsdóttir fyrrum skólastjóri
á Hofsósi, en hún varð áttræð
sl. sunnudag og hélt upp á
afmælið í Félagsheimilinu
Höfðaborg ásamt börnunum
sínuni níu og ijölda gesta.
Að sögn Pálu voru þeir 112
sem drukku kaffi í Höfða-
borginni á sunnudaginn. „Ég
fékk þarna ákaflega fallega
kveðju í ljóðaformi frá Hjalta
mínum Gísla. Hann var að
beita og gat ekki komið en
bað Mæju fyrir þetta til míri.
Og gjafirnar sem ég fékk. Ég
var alveg bit, og sumar voru
svo dýrar að maður skammast
sín alveg fyrir að taka við
þeim. Og svo blómin, þau
voru svo mörg að þetta er
eins og blómabúð hjá mér.
En ég er nú búin að losa út
svolítið af þeim, kom dálítlu
upp á sjúkrahúsið”, sagði
Pála þegar slegið var á
þráðinn til hennar í tilefni
afmælisins.
Pála segist vera nokkuð
hress ennþá, þó það sé farið
að koma henni í koll að hafa
unnið full mikið. „Maður var
stundum fram á nótt að gefa
forskriftir og stundum fannst
mér þegar ég var að fá
jólakortin að ég hefði skrifað
á þau sjáll'. En það var
ákaflega gaman að þessari
stund fyrir handan. Ég er
ekki frá því að það sé að lifna
yfir Hofsósi aftur. Ég vona
það minnsta kosti og ég segi
það satt, að í kvöldbæninni:
blessaðu drottinn bæ og líf,
þá leitar hugurinn ósjálfrátt
yfir fjörðinn”, sagði Pála að
endingu.
ALMENNAR KAUPLEIGUIBUÐIR
TIL SÖLU ERU EFTIRTALDAR ALMENNAR KAUPLEIGUÍBÚÐIR
Á SAUÐÁRKRÓKI:
FREYJUGATA 30 EFRI HÆÐ 3JA HERBERGJA
ÁÆTLAÐ VERÐ KR. 8.200.000.00 - AFHENDING 15. JÚNÍ1993
JÖKLATÚN 8 RAÐHÚS 4RA HERBERGJA
ÁÆTLAÐ VERÐ KR. 8.300.000,00 - LAUS TIL AFHENDINGAR NÚ ÞEGAR
LÁNAKJÖR:
70% LÁN ÚR BYGGINGARSJÓÐI VERKAMANNA TIL 43 ÁRA
20% SÉRSTAKT LÁN TIL 5 ÁRA - ÚTBORGUN 10% EÐA 30%
IJMSÓKNARFRESTUR ER TIL 23. NÓVEMBER 1992
ALLAR UPPLÝSINGAR Á BÆJARSKRIFSTOFUNNI
MILLI KL. 9 OG 11 MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA
Húsnæðisnefnd Sauöárkróks