Feykir - 04.11.1992, Qupperneq 2
2 FEYKIR 38/1992
FEYKIR
- Óháö fréttablaö á Noröurlandi vestra
Kemur út á miövikudögum vikulega.
Útgefandi: Feykir hf. Skrifstofa: Aöalgata 2,
Sauöárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550
Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703
Fax 95-36162. Ritstjóri: Þórhaliur Ásmunds-
son. Fréttaritarar: Magnús Ólafsson A,-
Húnavatnssýslu og Eggerí Antonsson V-
Húnavatnssýslu. Auglýsingastjóri: Hólmfríöur
Hjaltadóttir. Blaöstjórn: Jón F. Hjartarson, sr.
Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson,
Siguröur Ágústsson og Stefán Árnason.
Áskriftarverö 110 krónur hvert tölublað.
Lausasöluverö 120 krónur. Umbrot Feykir.
Setning og prentun: Sást sf. Feykir á aðild aö
Samtökum bæja- og héraðsfréttablaöa.
FEYKIR
blað sem vitnað er í
Ríkidæminu illa varið
Barlómur og svartsýni hefur einkennt
þjóðmálaumræðuna um nokkurt skeið.
Helst er að skilja á landsfeðrunum, að
allt sé á hraðri leið til andskotans og illa
geti farið ef við herðum ekki enn á ný
hina margfrægu sultaról. Helsti
bjarghringur þjóðarinnar virðist að
mati forspárra stjórnmálamanna vera
aðild að EES, þessum gimsteini sem
glóir svo í samfélagi bandaríkja
Evrópu.
Því er réttilega haldið fram að
bölsýnin hafi slæm áhrif á athafnalíf
hér á landi. Einstaklingar og fyrirtæki
halda að sér höndum og slá
framkvæmdum á frest til betri tíðar.
Þannig framkallar þetta krepputal
kreppuna sjálfa, en trúlega er samt
ástandið ekki líkt því svo slæmt að hægt
sé að gefa því slíkt nafn.
En vissulega eru málefni þjóðar-
skútunnar í erfiðri stöðu um þessar
mundir. Atvinnuleysi er að aukast og
verður líklega talsvert í vetur. Vonandi
samt að eitthvað rætist úr aflabrögðum,
bað kæmi til með að bjarga miklu.
Oft er talað um að þjóðin eyði meiru
en hún aflar. Vissulega er þetta rétt,
sérstaklega þó að því leyti hvað við
nýtum illa okkar eigin framleiðslu. í
sumum tilfellum er reyndar framleiðsla
okkar ekki samkeppnisfær hvað verð
snertir, en það breytir því ekki að
hingað til hefurfólk alltof lítið haft þaðí
huga að velja íslenska vöru.
I raun erum við rík, en förum
ákaflega illa með ríkidæmi okkar.
Almenningur hefur til þessa ekki sett
samasemmerki milli íslenskrar fram-
leiðslu og þess að hafa atvinnu. Það er
trúlega fyrst núna á atvinnuleysistímum
sem fólk er farið að hugsa í þá veru. En
ef við göngum í EES má búast við að
erlendar vörur freisti okkar meira en
nokkru sinni áður, jafnvel þótt íslenskir
framleiðendur geri sitt besta í að
standast verðsamkeppnina. Þá reynir á
skynsemina og þjóðerniskenndina enn
frekar.
Það er því æði timabært að ráðamenn
þjóðarinnar skori á landsmenn að nýta
auðævi sín og velja íslenskt. b r
Hugmyndir um sorpbrennslustöð á Hofsósi:
Verður í biðstöðu fyrst um sinn
Tindastóll „valtaöi"
yfir Val í gærkvöldi
„hetta mál er í biðstöðu og
verður það sjálfsagt eitthvað á
næstunni”, sagði Jón Guð-
mundsson sveitarstjóri á Hofsósi,
aðspurður hvað liði hugmynd-
um um sorpbrennslustöð á
Hofsósi með þátttöku Sauðár-
króks, Siglufjarðar og annarra
sveitarfélaga á svæðinu. Hug-
myndin var þá jafnframt að
hagkvæmt gæti reynst að nýta
orkuna frá brennslustöðinni
til upphitunar fyrir þorpið.
Þessi hugmynd kviknaði í
framhaldi af því að fullreynt
þótti að ekki fyndist neinn
jarðvarmi í nágrenni Hofsóss,
en borað var á nokkrum
stöðum í nágrenninu á
síðasta hausti. Ákveðið var
að bæjarstjórar Sauðárkróks
og Siglufjarðar ásamt sveitar-
stjóra Hofsóss ræddu þessi
mál. Formlegar viðræður
hafa ekki átt sér stað, en að
sögn Snorra Björns Sigurðs-
sonar er beðið eftir skýrslu
um lausn sorpeyðingarmála
á Vesturlandi.
Jón sveitarstjóri Hofsóss
segist sjálfur hafa verið að
skoða þessi mál og fengið að
Til sölu!
Til sölu notað bárujárn, New
Holland bindivél.árgerö 1986.
Áburöardreifari, 10 poka
árgerö 1990 og nokkur vel
ættuö trippi. Upplýsingar í
sima 38062.
fylgjast með því sem er að
gerast í Skaftafelli, en þar er
verið að koma upp lítilli
sorpbrennslustöð sem á að
duga fyrir þjóðgarðinn og
sveitina í kring. „I þessu
sambandi er ég þá bara að
hugsa um sundlaug og
upphitun skólans og félags-
heimilisins”, sagði Jón Guð-
mundsson.
Framkvæmdum við lýsingu
og frágang á hafnargarði er
lokið fyrir nokkru og þessa
dagana er verið að lagfæra
veginn yfir gilið sem skemmdist
í vatnavöxtum í vor, korna
fyrir lýsingu við veginn og
einnig vegriði þar sem dýpt
gilsins þykir hættulega mikil.
Það voru glaðir áhorfendur
sem fóru heim úr Síkinu í
gærkveldi eftir góðan sigur
Tindastóls á Val í Japisdeild-
inni. Eftir frcniur dapran fyrri
hálfleik fóru Tindastólsmenn
gjörsamlega á kostum í seinni
hálfleiknum og völtuðu yfir
gestina. Lokatölur urðu
94:87.
Útilitið var ekki gott hjá
Tindastóli fyrir leikinn, Valur
og Halli mcð fiensu og Páll
frá vegna meiðsla, þannig að
ekki náðist að stilla upp
sterkasta liðinu.
Talsverðar sveiflur voru í
fyrri hálfieiknum, Valsarar
yfirleitt með forystu, en
leikurinn bragðdaufur,sér-
staklega af hálfu Tindastóls.
Það voru Ingvar og Halli sent
héldu liðinu á floti með
þremur þriggja stiga körfum
hvor. Staðan í lcikhléi var
37:30 fyrir Val.
Sítrónumixtúran virðist hafa
farið vel í Tindastólsliðið í
leikhléinu. Oþekkjanlegt lið
kom inn á völlinn. Smá
sarnan söxuðu strákarnir á
forskot Valsmanna, náðu að
jafna 49:49 og nteð sterkum
varnaleik og góðri hittni
höfðu þeir yfirleitt
frumkvæðið á næstu
mínútum. Forskotið var þó
ekki verulegt fyrr en komið
var vel frant yfir miðjan
hálflcikinn, er þeir breyttu
stöðunni úr 72:68, í 79:70.
Miklu munaði að Frank
Booker aðalstjarna Vals-
manna var í strangri gæslu
Péturs Vopna Sigurðssonar.
Urðu þeir svekktir þegar á
leið, fengu á sig tvö tækni-
víti. Þar með var góður
Tindastólsigur staðreynd,
94:87.
„Nú loksins kom það sem
ég hef beðið eftir, að við
lékum eins og eitt lið", sagði
Valur Ingimundason þjálfari
Tindastóls, en hann lék
geysivel í seinni hálfleik-
num, skoraði þá 21 stig og
alls 25 í leiknum. Ingvar
Ormarsson átti mjög góðan
leik og skoraði 20 stig.
Sömuleiðis Chris Moore og
Haraldur Leifsson með 19
stig hvor. Pétur Vopni gerði 7
og Karl Jónsson 4. Booker
skoraði 28, Brynjar 21 og
Magnús 15. Tindastóll hefur
nú 8 stig eftir 7 leiki. Næsti
leikur verður gegn KR syðra
á sunnudag, og Grindvíkingar
koma síðan í heimsókn í
Síkið nk. þriðjudagskvöld.
Ahorfendur í gær voru 650.
Stelpurnar standa sig
Kvennalið Tindastóls hefur
innbyrt tvo sigra í þeim sex
leikjum sem liðið hefur leikið í
fyrstu deildinni í vetur og er
þetta mun betri frammistaða
en menn bjuggust við af hinu
reynslulitla liði, en einungis
einn leikmanna liðsins er
kominn á venjulegan meistara-
flokksaldur, hinar stúlkurnar
leika cinnig með yngri
flokkum félagsins.
Tindastóll lék tvo leiki
syðra um helgina. Vann þann
fyrri 58:43, en tapaði síðan
daginn eftir fyrir íslands-
meisturum Kefiavíkur 60:103.
I þessum leik kom það
stúlkunum í koll eins og í
seinni leikjum helganna,
hvað breiddin er lítil í liðinu
og þreytan segir því meira til
sín.
I Ieik Tindastóls og
Stúdenta var jafnræði með
liðunum framan af. Staðan í
leikhléi var 26:23 fyrir
Tindastól. Fljótlega í síðari
hálfieik sigu síðan okkar
stúlkur fram úr og lokatölur
urðu eins og áðursegir 58:43.
Kristín Magnúsdóttir skoraði
flest stigin 16. Kristjana
Jónasdóttir var skammt
undan með 15, Bima Valgarðs-
dóttir 11, Inga Dóra Magnús-
dóttir 7, Ásta Benediktsdóttir
5og HóImfríðurSveinsdóttir
4.
Eftir að hafa lagt allt í
sölurnar gegn Stúdentum
áttu Tindastólsstúlkur aldrei
möguleika á móti Kefivík-
ingum. Birna var atkvæða-
mest þeirra í leiknum,
skoraði um 20 stig, og Kristín
Magnúsdóttir gerði 12 stig.