Feykir


Feykir - 25.11.1992, Blaðsíða 2

Feykir - 25.11.1992, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 41/1992 Ungir og gamlir flykkjast suður Kemur út á miðvikudögum vikulega. Útgefandi: Feykir hf. Skrifstofa: Aðalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703 Fax 95-36162. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Ólafsson A.-Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson V,- Húnavatnssýslu. Auglýsingastjóri: Hólmfríður Hjaltadóttir. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 110 krónur hvert tölublað. Lausasöluverð 120 krónur. Umbrot: Feykir. Setning og prentun: Sást sf. Feykir á aöild aö Samtökum bæja- og héraösfréttablaöa Lumar þú á efni sem gæti átt erindi í jóiablaö Feykis Skilafrestur er til S. desember Þær voru uggvænlegar fregnimar sem bárust landsmönnum um helgina, um mikla fólksflutninga í aldurshópum ungra og gamalla frá landsbyggóinni til höfuóborgar- innar á síóustu árum. Menn hafa ekki farió í grafgötur meó aó mikill fólksflótti hefur átt sér staó frá landsbyggóinni til borgarinnar á undanfömum árum, en fæstir hafa væntanlega reiknað meó aó tölurnar væru jafn ugg- vænlegar og raun ber vitni. Þær spurningar hljóta aó vakna hversvegna einmitt þessir aldurshópar, þaö er ungir og gamlir, hafi í svo miklum mæli leitaó suóur á mölina. I þeirri athugun sem Hagstofan gerói fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráóherra kom fram, aó á síðustu fimm árum heföi landsbyggðarfólki á aldrinum 15-24 ára fækkaö um 1300 manns, en fækkunin hefói átt aó nema 200 mióað vió dreifingu mann- fjölda aö ööru leyti. Þá hefur öldruóum á landsbyggðinni fjölgaó mun minna á síóasta áratug en fyrri áætlanir geróu ráð fyrir, nemur sú tala 900-1100 einstaklingum aó mati Hagstofunnar. Félagsmálaráóherra telur ástæóuna fyrir því aö aldraóa fólkió leiti til Reykjavíkur sé skortur á þjónustu út um landió. Fjölmargar stofnanir í Reykjavík væru betur komnar nær fólkinu í heimabyggó, sem mundi einnig hjálpa til aó snúa þeirri þróun vió aó fólkió á landsbyggóinni missti börnin sín í burtu, sökum þess aö þeim byóist ekki starf heima aö námi loknu. Á þessa leið fórust ráóherra oró í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Þessar ískyggilegu fregnir af byggóaröskun hljóta aó vekja forsvarsmenn sveitarfélaga til umhugsunar um þaö hvort aó þeim hafi á einhvern hátt mistekist, hvort að hér hefði á einhvern hátt mátt spyrna við fæti? Torfi Jónsson á Torfalæk greindi frá því í síóasta blaói aó aldraó fólk sem áóur fluttist úr héraóinu kæmi nú inn í þjónustuíbúóir aldraóra á Blönduósi. Húnvetningar viróast hafa rankað vió'Sér í tíma varóandi þjónustu vió eldri borgara á svæóinu. Oldruóum er einnig veitt góð þjónusta á öðrum stöóum í kjördæminu. Samt sem áður hljóta menn alltaf aö spyrja sjálfan sig hvort sé nóg aó gert. Þá hljóta ráóamenn einnig aö velta fyrir sér hvort á einhvern hátt megi bæta aóstöóu ungs fólks á landsbyggðinni, til aó snúa þessari óheilla- vænlegu þróun við. Eflaust eru svör forráóamanna byggðarlaga á sama veg. Þetta er þaó sem við höfum verió aó reyna á undanförnum árum, en aóstæóur hafa ekki hjálpaó til. Lái þeim hver sem vill. Ytri aóstæóur í þjóófélaginu hafa ekki verió sem hagstæóastar, og einnig er því ekki aö leyna aó ríkisvaldió hefur smásaman veriö að færa verkefni yfir til sveitarfélaganna án þess aó láta þau fá tekjustofna á móti. Krapið brauf um 150 raflínustaura Tindastólsmenn gáfu Grindavík engan grið Stórsigur í Bikarnum í gærkvöldi Starfsmenn Rafmagnsveitna ríkisins sjá fram á langa og stranga daga í viðgerðum á raflínukerfinu er orðið hefur illa úti í norðanáhlaupinu síðustu tvo daga, en þetta er þriðja stórviðrið á tæpum tveim árum sem rústar staura- samstæðum vegna krapa er safnast á raflínur. Sú fjár- festing er Rarik réðst í á þessu ári með því að koma rafstrengjum á mestu krapa- svæðunum í jörð er því þegar farin að skila sér. Utvarpið greindi frá því í gærkvcldi að um 150 staurar hefðu brotnað á Norðurlandi vestara, 70 í Skagafirði og 80 í Húnaþingi. Enn hefur ekki gefist tóm til að kanna einstök svæöi eins og t.d. Skagann. Viðbótarliö var komið starfs- mönnum Rariks á svæðinu til aðstoðar, menn frá Snæfells- nesi, Borgamesi og Hvolsvelli auk björgunarsveitamanna. Haukur Ásgeirsson umdæmis- stjóri Rariks býst við að viðgerð muni ljúks á 2-3 dögum, ef veður og aðstæóur versna ekki. I gærkvöldi var vonst til aó tækist að koma rafmagni á Blönduós en þar hafði verið rafmagnslaust í sólarhnng, sem og víðar í Austur-Hún., en þar sluppu einungis Skag- strendingar og Vatnsdælingar við rafmangsleysi. I Vestur- Húnavatnssýslu var rafmagns- laust í Miðfirði og á Vatns- nesi. I Skagafirði var raf- magnslaust á svo til öllu svæð- inu utan við Hofsós. Reynsla kúabænda frá tveim síóustu krapahretum kemur þcint nú trúlega til góða, en þá var drifkcrfi við haugsuguna not- að á mjaltakcrfið og dugði vel. „Keflvíkingar komiði!", sagði Karl Jónsson fyrirliði Tindasóls sigurreifur eftir sigur liðsins á Grindvík- ingum í 16-liða úrslitum Bikarkeppni KKI í gær- kvöldi. Tindastólsmenn náðu þarna sínum besta leik í vetur, og trúlega hefur liðið aldrei náð annarri eins byrjun í nokkrum leik, en þá tókst þeim með gífurlegum hraða og vel útfærðum leik að skapa sér það forskot, sem reyndist gestunum ógjörn- ingur að vinna upp. Fjölmargir stuðningsmenn Grindvíkinga urðu þcint sam- ferða í Fokkemum á Krókinn, en Tindastólsmenn með Pál Kolbeinsson í broddi fylkingar slökktu gjörsamlega í þcim á fyrstu mínútunum. Hcima- nicnn höfðu náð 20 stiga for- skoti upp úr miðjum fyrri háltleik, 37:17 og þá var stór- skytta liðsins Valur Ingimundar- son oróinn funhcitur, og Tinda- stólsliðið allt sýndi gífurlega baráttu og hirti mun tlciri fráköst en gestirnir. Staðan í leikhléi var 52:36 fyrir Tindastól. Tindastólsmcnn komu mcð söntu baráttuna inn á völlinn í seinni hálfleiknum og með mikilli seiglu náðu þeir að halda fcngnum hlut að mestu, cinu sinni undir lokin tókst Grindvíkingunt að minnka muninn í níu stig en lengara komust þcir ckki og öruggur sigur Tindastóls var staðreynd, 95:79. Valur Ingimundarson átti enn cinn stórleikinn, skoraði alls 41 stig, þar af 25 stig í fyrri hálflcik og þrjár þriggja stiga körfur í hvorum hálfleik. Páll Kolbcinsson lck líka gcysilcga vcl, scrstaklcga í byrjun lciks- ins þegar liann hélt hraðanum uppi. Ingi Þór kont geysi- stcrkur frá lciknum, Halli og Kalli voru drjúgir og Björgvin og Hinrik stóðu fyrir sínu. Erfitt vcrkefni bíður Tinda- stólsmanna um næstu helgi, cn þá hefst Japisdeildin að nýju og Islandsmeistarar Keflavíkur konia í heimsókn í Síkið. „Ef við náum leik cins og í kvöld þurfum við ekki að vera smeykir við Ketlvíkinga", sagði Karl fyrirliði eftir lcikinn í gærkvcldi. Vonandi cr að þcssi sigur í 16-liða úrslitum Bikarsins bcini Tindatóli á sigurbraut aó nýju í deildinni. • Aðventuskreytingar • Skreytingaefni • Borðar, kerti oggreni d góðu verði • Jólastjama í fjórum verðflokkum VERIÐ VELKOMIN í BJARTARIOG BETRIBÚÐ oq (tijafalmðin

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.