Feykir


Feykir - 25.11.1992, Blaðsíða 3

Feykir - 25.11.1992, Blaðsíða 3
41/1992 FEYKIR3 Úkeypis smáar TIL SÖLU Til sölu Mitsubishi Pajero, stuttur. Bensínbíll árgerö 1984. Ekinn 122 þúsund, skoöaður 1993. Mjög góöur í fyrsta flokks standi. Sumardekk og snjó- dekk. Upplýsingar í síma 35711 (Guðni). TILRAUN KREPPUPORTIÐ Laugardaga kl. 14-17 fram aö jólum. Nú er tækifæri til aö selja úr geymslunni, lagera og allt mögulegt. Básinn á kr. 1500. Upplýsingar í síma 35515 milli kl. 13-17. TIL SÖLU Til sölu Lada Sport árgerö '88. Upplýsingar í síma 35200 v.s. og heima 35323, Kjartan. Til sölu Commandore 64, nýrri gerö, meö 7-800 leikjum, auk forrita, segulbands, diskettu- drifs, tölvublöö, stýripinna, m/íslenskum leiöbeiningum og fleiru. Verö kr. 25 þúsund. Upplýsingar í síma 38177. Til sölu tværToyota Corolla '87 árgerö og árgerö '92, Mazda 626 árgerö '85. Einnig Combi Let tjaldvagn árgerö '90. Upplýsingar í síma 35740 á kvöldin. BASAR! Jólabasar veröur haldinn á leikskólanum Furukoti laugar- daginn 28. nóvember kl. 14. Stjórnin Smáauglýsingar þurfa að hafa borist fyrir mánudagskvöld. ÁTT ÞÚ ÓGREIDDAN GÍRÓSEÐIL? Þeir auglýsendur og áskrifendur sem eiga í fórum sínum ógreiddan gíróseðil eru beðnir að greiða hann hið allra fyrsta. FEYKIR FERÐAFÉLAG SKAGAFJARÐAR 0G SIGLUFJARÐAR heldur aðalfund sinn 28. nóv. kl. 14.00 í Café Sólvík á Hofsósi Fundurinn er öllum opinn Stjórnin Fjölmenni tók þátt í afmælishátíð kirkjunnar Frá hátíðarsýningunni Kirkjan okkar. Fyrstu íbúarnir hafa sest að á Sauðárkróki. Fjölmenni sótti Sauðárkróks- kirkju sl. sunnudag, þegar minnst var 100 ára afmælis hennar. A þriója hundraó manns sótti hátíóarsam- komur í kirkjunni og kaffi- boó í félagsheimilinu Bifröst. Gerður var góður rómur aó Kirkjunni okkar, hátíðar- dagskrá sem flutt var síð- degis í kirkjunni. Þar var á skemmtilegan hátt geró skil aódraganda að byggó og kirkju undir Nöfum á seinni hluta síðustu aldar. Hátíðarmessa hófst í Sauð- árkrókskirkju klukkan 13.30. Þar prédikaði biskup íslands Herra Olafur Skúlason, fyrir altari þjónuöu auk biskups sr. Hjálmar Jónsson, sr. Gísli Gunnarsson og sr. Bolli Gústavs- son vígslubiskup. Kirkjukórinn söng við undirleik stjórnand- ans Rögnvalds Valbergssonar og Olöf Asbjömsdóttir söng einsöng. Kaffisamsæti í Bifröst að lokinni messu stjórnaði Jón Karlsson formaður sóknar- nefndar og gestir fluttu ávörp, en þeir voru meðal annarra fyrrverandi sóknarprestar Sauð- árkrókskirkju: séra Þórir Step- hensen og séra Tómas Sveins- son, útvarpsstjóri Heimir Steins- son og þingmenn kjördæmisins. Mál manna er að Jóni Ormari Ormssyni hafi tekist vel upp við gerð sýningarinnar Kirkjan okkar og flutningur leikhópsins verið með ágætum, en hann skipuðu nokkrir af þekktari leikurum Leikfélags Sauðárkróks, nem- endur úr Fjölbrautaskólanum, börn úr hópi fermingarbarna Sauðárkrókskirku 1993 og Kirkjukór Sauðárkróks söng Kirkjan ómar öll við upphaf sýningar. Að lokinni sýningu sungu kirkjugestir vers úr sálmi Stefáns frá Hvítadal, sóknarpresturinn séra Hjálmar Jónsson flutti ræðu og í lokin sungu kirkjugestir, Allir heilir uns við sjáumst næst. Vígslan fyrir 100 árum Mun betur viðraði til hátíðarhalda sl. sunnudag, en á Lúðvík Popp kaupmaður var helsti hvatamaður kirkjubyggingarinnar. vígsludegi kirkunnar, þann 18. desember 1892. í Sögu Sauðár- króks segir svo: “Vígsludagurinn var merkis- og gleðidagur fyrir Sauðárkróksbúa og aðra þá, er þetta guðshús hafði verið áhugamál. En illa vildi þó til meö veðrið, því að bæði undanfarna daga og vígslu- daginn voru hríðarbyljir, mjög slæmir og frostharðir. Sjálfan vígsludaginn skall einn slikur á kl. um 10 f.h. og var því færra fólk en ella hefði orðið. Kirkjan var prýdd með blóm- sveigum og öll uppljómuð með ljósum. Á altari stóðu 12 steinkerti í tveim ljósastjökum. Við vígsluna voru auk sjálfs héraðsprófastsins séra Zoph- aníasar Halldórssonar í Viðvík, sóknarpresturinn séra Árni Bjömsson, séra Sigfús Jónsson í Hvammi og séra Hallgrímur Thorlacius á Ríp. Lúðvík Popp kaupmaður réð mestu um geró kirkjunnar og reisti sér þar veglcgan minnisvarða. Hann var líka einn skeleggasti baráttumaður kirkna-sameiningarmálsins. Þegar nýja kirkjan var vígð lá hann banaleguna. Hafði hann ásamt séra Jóni Hallssyni, sem einnig lá rúmfastur, haft nokkurn vióbúnað, svo hann gæti verið við vígsluhátíðina. Létu báðir smíða handa sér burðarfleka, en svo illlt var veórið, aó hætta varð við að flytja þá, en gamla frú Popp var hins vegar borin í kirkjuna.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.