Feykir


Feykir - 25.11.1992, Blaðsíða 4

Feykir - 25.11.1992, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 41/1992 „Þrifalegur bær og vingjarnlegt fólk" Útsendarar Feykis heilsa upp á skipverja rússneska togarans í ekki fjölmennara byggó- arlagi en Sauóárkróki vekur það jafnan athygli þegar hópur fólks kemur í bæinn. Munar þá um minna en áhöfn rússneska togarans sem stödd var hér í síóustu viku og taldi 73. Skipverjarnir voru líka mikió á ferðinni um bæinn og skáru sig nokk- uó úr. Þaó fór ekki á milli mála aó aóalumtalsefni Króksara í síóustu viku voru bílaviðskipti áhafn- anneólima og fregnir af kjörum þeirra og lífsvið- urværi sem í óstaófestum fréttum bárust um bæinn. Það var líka greinilegt aó þessir gestir nutu meó- aumkunar margra bæjar- búa, enda ekki hægt ann- aö en kenna í brjósti um þessa menn, sem meó stjömur í augum grand- skoóuóu bílabeyglur sem safnaó hafói verió saman á hafnarbakkanum, og sumar hverjar höföu legió í bílabingum um héraóiö til fjölda ára. En forvitnilegt væri að vita með hvaða augum gestimir litu Krókinn og íbúana. Með það í huga ákvað blaðamaður Feyk- is að líta um borð í rússneska skipið. Og þar sem rússnesku kunnáttan er ekki fyrir hendi var ekki um annað að ræða cn útvega túlk. Nafn Geirlaugs Magnússonar kennara í Fjöl- brautaskólanum kom þar fljót- lega upp, en Geirlaugur dvaldi í Moskvu um sex mánaða skeið fyrir 25 árum, eða skömmu eftir að ballaðan „Nótt í Moskvu” hafði farið sigurför á vinsældalistum um allan heim. Geirlaugur tók hinsvegar dræmt í að gerast túlkur, var hræddur um að hafa glataó rússneskukunnáttunni. Lét hann þó tilleiðast við eftirgangssemi blaðamanns, og vitaskuld kom það í ljós strax og Geirlaugur hitti áhafnar- meðlimi á bryggjunni, að fátt var gleymt. Það var rétt eins og hann hefði komið af Rauða torginu fyrir fáum dögum eftir að hafa staðið í dægurþrasi þar um nokkurt skeið. Boðið til káetu Við landganginn sagði Geir- laugur skipverjum erindi okkar. „Bíðið andartak, skipstjórinn er á bílasölunni” sögðu þeir. Þetta kom túlknum ekki á óvart. „Það er lenska hjá þcim að yfirmennirnir eigi algjör- lega að ráða ferðinni”, sagði hann, en ekki leið á löngu þar til okkur var boðið um borð og einn af þessum vingjarnlegu náungum bauð til káetu. Þetta reyndist vera vélstjóri um borð, Vladimir Vdovichenko að nafni. Valdimar bauð strax upp á kaffi og fágaða sígarettu- tegund og Geirlaugur bauð á móti franska eðal-vindlinga. Sá rússneski, sem greinilega þótti mikið til tóbaks koma, þáði og náði síðan í pakka af ekta rússneskum vindlingum sem hann sýndi okkur hlæj- andi. Eftir umbúðunum að dæma voru þær ekkert sér- stakar, enda sagði túlkurinn þær að hálfu lcyti pappa og góðan eldsmat. Þrifalegt var um að litast í káetunni, sem og á göngum skipsins. A skápshurð í káet- unni gaf að líta svart/hvíta mynd af stúlku, fáklæddri, eins og algengt er í vistarverum Túlkurinn Geirlaugur Magnússon í káetunni ásamt þeim Vladimir Vdovichenko vélstjóra og Ivan Popof stýrimanni. sjómanna. Valdimar tók gler- krukku af borðinu sem hann fyllti með vatni. Dífði síðan ofan í krukkuna rafelimenti, er sá um að hita vatnið í kaffið. Daglaunin 120 krónur I fyrstu var rætt drjúga stund um ástandið í Rússlandi núna, sem Valdimar sagði ckki gott og mun verra eftir fall Sovétríkjanna að því leyti, að þjóðarbrotin, sem áður bjuggu í sátt deildu nú hart. Efnahagslega hefði staðan versnað einnig, mikil vcrð- bólga geysaði og verðlag hefði þrefaldast á hálfu ári. Launa- kjör væru bág. Til að mynda hefði hann í föst daglaun tvo dollara, eða 120 krónur íslensk- ar, en bónus væri grciddur þegar vel gengi. Þessar launa- tölur segja reyndar ekki alla söguna, þar sem ljóst er að um allt annaó verðlagssvæði er að ræða en viðgengst í Vestur- Evrópu. Valdimar borgar t.d. í húsaleigu 30 krónur á mánuði, en húsnæðið sem hans fjögurra manna fjölskylda þarf að gera sér að góðu, er aðeins eitt hcrbergi og eldhús. Undrast verðlagið I hópinn bættist fljótlega sessunautur Valdimars, Ivan Popof stýrimaður. Þeir eru báðir Ukraínumenn og hafa búið í Murmansk í Rússlandi um skeið, en þaðan er skipið gert út. Skipverjarnir eru hins- vegar frá ýmsum löndum fyrr- um Sovétríkja. Nú var komió að hinni langþráðu spurningu, hvernig Krókurinn og bæjarbúar kæmu gestunum fyrir sjónir. Þeir félagar virtust hugsa fyrst og fremst um verðlagið hér og fannst það hátt, t.d. ávextir margfalt dýrari en heima og einnig skór og fatnaður í háum verðflokki. Þetta var það sem virtist koma þeim mcst á óvart vió staðinn í samanburði við Borgundarhólm í Danmörku, en skipið hefur ekki lagt upp afla í öðrum löndurn utan heimalandsins. „Bærinn er hreinlegur og fólkið mjög vingjarnlegt”, sögðu þeir og voru ekki í neinum vafa urn að viðmót það sem þeir mættu hér væri allt annað en það sem þeirn var sýnt á Borgundarhólmi. Geir- laugur var fljótur að finna skýringu á því af hverju dansk- inum hafði ekki verið um hina rússnesku gesti gefið. Rússar hefðu nefnilega hertekið Borg- undarhólm í lok seinni heirns- styrjaldar og því hcfðu Danir ekki gleymt. Ekki komið heim í fimm mánuði Sjómennirnir voru grcini- lega orðnir svolítió þreyttir á útiverunni og var farið að langa heini. Þeir höfðu ekki komið heim til sín síöustu fimm mánuði og voru ekki vissir um að þeir yrðu heirna á jólum og um áramót, en von- uðust til þess. Aðspurðir sögðu þeir að veiðarnar í Barents- hafinu hcfóu gengið vcl fram- an af en væru heldur dræmari núna upp á síðkastið. Hvort þeir hefðu áhuga fyrir að koma hingað aftur, gáfu þeir lítið út á. „Nei þeir vilja auðvitað landa heima eins og sjómenn- irnir hérna”, sagði Geirlaugur og cftir að hafa rennt niður ágætis kaffi, bjuggumst við til brottfarar og á bryggjunni kvöddu þeir Valdimar og Ivan lm'KTTTT} KT ÆT? TTTÆT? ÍVL/IY UJX iYvxÍxv ULr JoJjObJX. Munið jólaföndurkvöldid í Gallerí Villa Nova f'óstudagskvöldid 27'. nóv. kl. 20 Verið velkomnar Bílaflotinn sem safnað var saman við bílasöluna á hafnarbakkanum var í „skrautlegra" lagi. Gárungarnir höfðu orð á því að stórlega hefði séð á bílabingunum í héraðinu undanfarið. Rússnesku sjómennirnir keyptu á fjórða tug bíla, sem þeir síöan selja þegar heim kemur og styrkja þannig efnahag sinn. Þátttaka ókeypis Hólmfríður og Þuríður

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.