Feykir


Feykir - 25.11.1992, Blaðsíða 5

Feykir - 25.11.1992, Blaðsíða 5
41/1992 FEYKIR5 í hjarta Skagastrandarkaup- túns hefur margt verið gert hin siðustu ár til fegrunarauka. Ný kirkja hefur risið þar með sterkum svip og minnir alla á tilvist sína og þann boðskap sem þar á að búa að baki. Rétt sunnan við kirkjuna er svo stjórnsýsluhúsið, mikið hús og veglegt, enda hýsir það víst flesta hákarla okkar litla samfélags. Þangað synda svo sardínurnar inn á hverjum degi annríkisins, eftir því sem sögur herma, til að Tunnan og „ mæta réttlæti og sanngirni stórugganna. Fyrir framan þessar miklu byggingar sem hér hafa verið nefndar, eru svo Grundarhólarnir með allan þann aragrúa af örnefnum sem þeim fylgir. Fyrir norðan hólana er svo hreppur- inn að gera upp og endurnýja gamalt minnismerki um stríðs- árin og dvöl breskra soldáta hérlendis. Ymsum línum hefur verið hnikað til i skipulagsmálum til þess að þetta menningarlega tákn fyrri daga fái haldið velli. Hér er vitanlega átt við gamla braggann sem í daglegu tali er oftast kallaður "tunnan”, en hann var frá 1945 til ársins 1969 aðalsamkomuhús Skagastrandar- kauptúns, eða þangað til félagsheimilið Fellsborg var tekið í gagnið. Alliráttu þá von á því að tunnan yrði fljótlega rifin, en svo fór þó ekki. Tunnan eða öllu heldur hálftunnan fékk að halda velli og nú ersvo komiðað hún er talin falla vel inn í þá mynd sem ráðamenn gera sér af bæjarins besta sviði. Sumir segjast meira að segja finna akademískan samhljóm í útliti kirkjunnar, stjórnsýsluhússins og tunnunnar og mega ekki akademíski" samhljómurinn í bænum heyra á það minnst að slík yfirburða samtenging sé rofin. En þessi merkilega þróunar- saga hins einfalda bragga frá stríðsárunum leiðir hugann að því að timinn snýr mörgu upp í andstæðu sína. Bragginn var upphaflega reistur á Blönduósi sem sjúkraskýli fyrir það herlið sem óboðið kom hingað til lands og þóttist hafa miklu hlutverki að gegna. Þá var blessuðum Bretanum það mikið í mun að gæta hagsmuna litla-íslands gagnvart þáverandi Stór- Þýska- landi. Þá stóð þessi braggi sem táknrænn veruleiki urn tilvist þeirra. sem rofið höfðu með yfirgangi hlutleysi okkar og landsréttindi. En eftir að bragginn var keyptur til Skagastrandar og settur niður á Hólanesi, verður hann samkomuhús í alhliða merkingu þess orðs. Þeirri stöðu heldur hann svo í fjórðung aldar. Þarvoru kvikmyndastýn- ingar, sviðsverk æfð og leikin, leikfimi kennd og stunduð, dansleikir haldnir ásamt árs- hátíðum, þorrablótum og alls- kyns uppákomum sem ganga yfir í menningarsamfélögum landsbyggðarinnar á hverju ári. Oft var því tunnan full affólki og það jafnvel fullu fólki, en sjaldan leiddi það þó til stórvandræða. Stundum kom að vísu til handalögmála og hnefar voru á lofti, en oftast voru nokkur kjaftshögg látin nægja. Hitt er öllu verra að gluggaleysi braggans olli því að stundum fór hitinn upp úr öllu valdi. Það hafði nefnilega skelfileg áhrif. Konur sem höfðu setið timunum saman fyrir framan spegla, til að hressa upp á útlitið fyrir væntanlegan dansleik, lentu oft í því að vandlega unnið verk fór algjörlega til spillis. Mikið svitaútstreymi gerði það að verkum, að þær líktust einna helst indíánum á leið til bardaga með stríðsmálninguna í fullri útfærslu. Það eru því margar minningar bundnar við tunnuna og því ef til vill skiljanlegt að mörgum sé hlýtt til hennar. Varðveislusjónarmið geta þó gengið nokkuð langt og einhvers- staðar verður að setja mörkin í þeim efnum, en vissulega er nokkuð gefandi fyrir að hjarta bæjarins slái með þeim sam- hljómi sem fyrr er getið. Það er hinsvegar augljós galli.að menn finna þennan samhljóm tæpas't nema þeir séu tengdir með sérstökum hætti inn í hugmynda- fræðilegt orkusvið stjórnsýslu- hússins. Jón Sæmundur Sigurjónsson: Velferðarríki í vörn? Þegar þetta er ritaö eru rúm 100 ár frá því aö Bismark kom á fyrsta almenna lífeyris- kerfinu í veröldinni, rúm 55 ár frá því aö íslensku alþýöu- tryggingarnar voru lögfestar og rúm 50 frá því aö lord Beveridge lagði grundvöllinn aö breska almannatrygginga- kcrfinu, sem haföi mikil áhrif á íslcnsku almannatrygginga- löggjöfina 1946. Þaö er því nokkuð um liðið, að grund- völlurinn var lagður aö vel- feröarríkjum nútímans. A öldinni sem leiö höföu atvinnuhættir breyst meö af- gerandi hætti í Evrópu, en sú þróun hefur veriö kcnnd viö iónbyltinguna miklu. Á þeim tíma átti sér staö mikil gerjun í þjóófélagslegu og stjórmála- legu tilliti. Iönbyltingin krafð- ist samþjöppunar fólks, þannig aó borgir stækkuðu og sveitir tæmdust af fólki. Um leið hvarf öryggiö sem fyrri sam- býlishættir höföu veitt. Þriggja-kynslóða-fjölskyldan, scm var algengust til sveita, leystist upp og kjarnafjöl- skyldan bjó nú ein og sér. Stór- fjölskyldan var áöur og fyrr í senn elliheimili, bamaheimili, sjúkrahús og skóli. Þegar hún leystist upp sem algengasta sambýliseining uröu stofnanir þjóðfélagsins aö taka viö ýms- um hlutverkum hennar til að vel mætti vera. Þessar þjóðfélagsbreytingar gengu ekki átakalaust fyrir sig. Stjórnmálahreyfingar mynd- uðust, þar sem menn greindi á um þaö, hvernig tekjuskipt- ingu þjóðfélagsins væri skyn- samlegast fyrir komiö, þannig aó hægt væri að standa undir þeim kröfum sem gerðar voru til hinnar nýju þjóðfélags- skipunar. Mismunandi róttæk öfl deildu um réttlætiö, í hverju það væri fólgið og hvaö væri réttlátt þjóðfélag, og meó tímanum eignuöust menn félagsleg réttindi í staö stööu sinnar innan stórfjölskyld- unnar í hinni gömlu þjóð- félagsskipan. Bændaþjóðfélagið íslenska tók nijög svipuöum breyting- um, þótt síðar væri. Efnahags- og stjómmálabylgjumar gengu yfir hér á Islandi á svipaöan hátt, nema hvað viö gátum leyft okkur aö taka þróunina, sem oróið hafði annars staóar, í stærri stökkum og á styttri tírna. Félagsleg réttindi eru ekki ókeypis af guöi gefin. Þau em annars vegar til komin vegna baráttu á stjómmála- og félags- sviöinu og hins vegar valda þau verulegum kostnaöi. Stærstum hluta þjóöartekna er víöast hvar varið til varðveislu félagslegra réttinda. Tryggingakerfið, heil- brigöiskerfið og menntakerfið eru hinir þrír homsteinar þess, sem viö köllum velferöar- þjóðfélagiö, þ.e.a.s. sú aðferð sem við beitum viö fjármögn- un þess og sú aðferð sem við beitum viö að veita almenningi aðgang aö þjónustu þess. Lengi vel hefur sú regla gilt aö kerfin cru fjármögnuö meö sköttum og almenningur fær þjónustuna ókeypis. I stór-fjölskyldunni hér áður fyrr varó cldri og yngri kyn- slóðin að sæta því sem fjöl- skyldan hafói úr að spila. Ekki mátti eyöa unt efni fram, því þá komst fjölskyldan á vonar- völ. Kjörin voru misjöfn eftir mismunandi efnahag fjöl- skyldnanna. í velferðarþjóð- félagi nútímans eiga allir aö fá sömu þjónustu miðaó við sömu skilyrði, þótt greitt sé eftir efnum og ástæöum í sam- eiginlegan sjóð. En eins og hjá stór-fjölskyldunni görnlu stönd- um við nú frammi fyrir því að hin skilgreindu félagslegu rétt- indi, sem þjóðin veitir sjálfri sér, eru háð cfnahagslegri afkomu þjóðarinnar sjálfrar. Við lækkandi þjóðartekjur eigum við um þrjár leiðir að velja: 1. Hækka skatta á fyrir- tækjum og á almenningi þar til nægjanlegt fjármagn fæst til að viðhalda öllum félagslegum réttindum eins og áður, án halla á ríkissjóði; 2. Hafa óbrcytta al- menna skatta, en taka upp eóa hækka þjónustugjöld á þeim sem njóta þjónustunnar og viðhalda sama þjónustumagni og áður, án halla á ríkissjóði. 3. Vcita cinungis ákveónu hlutfalli þjóðartekna til félags- lcgra réttinda alla tíð, scm þýð- ir skerðingu þcirra, þcgar þj()ðar- tekjur lækka og komast þannig hjá halla á ríkissjóði. Þetta eru lciðir hreinna ákvarðana við lækkandi þjóðar- tekjur. Fjórða lcióin er auðvitað til. Hér cr blanda af öllu: 1. einhver hækkun skatta, 2. nokkur hækkun þjónustu- gjalda, 3. valin skerðing félags- legra réttinda, 4. minni halli á ríkissjóði. Þetta er hin vand- rataða milda leið, því þama eru oftast margir kokkar að elda sömu súpuna og hætta á að misst verði sjónar á mark- miðinu, sem er að standast vörð um velferðarríkið. Enginn vill borga hærri skatta, aðrir eiga að gera það. Enginn vill greiða hærri gjöld fyrir þá þjónustu, sem hann þarf á að halda. Það verður að gerast annars staðar. Allir hrópa og kalla, ef þjónusta er skert á þeirra sviði. Það verður að gerast annars staðar. Halli á ríkissjóði er nokkuð sem stjóm- málamenn eiga að fást við, en kemur almenningi ekki við. Allir vilja standa vörð um vel- ferðarríkið. Þetta er færeyska leiðin. Vítin cru auðvitað til að varast þau. Á tímum efnahags- legra þrenginga veróur vel- ferðarkerfið að halda. Almcnn- ingur verður að geta treyst á að mikilvægustu stoðir þcss bresti ckki. Til að svo rncgi verða felst vörnin í skynsamlcgu mati á því, hvað lcggja má til hliðar. Kosturinn við efnahags- legar þrcngingar er sá, að þá neyðast mcnn til að hugsa hlutina upp á nýtt og Icita hagkvæmari lciða. Vörnin verður því velfcrðinni til góða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.