Feykir


Feykir - 25.11.1992, Side 6

Feykir - 25.11.1992, Side 6
6 FEYKIR 41/1992 GRETTISSAGA Teikningar: Halldór Pétursson Texti: Kristján J. Gunnarsson 21. Tveir bræður eru nefndir til, en þeir voru hinir verstu illvirkjar. Hét annar Þórir þömb, en annar Ogmundur illi. Þeir voru meiri og sterkari en aðrir menn. Þeir gengu berserksgang og eirðu engu, þegar þeir reiddust. - Eiríkur jarl gerði þá útlæga fyrir endilangan Noreg. Gekkst Þorfinnur mest manna fyrir sekt þeirra. í móti jólum fór Þorfinnur heiman til annars bús síns. Húsfreyja mátti eigi fara með bónda, því að dóttir þeirra frum- vaxta lá sjúk. Grettir var og heima og átta húskarlar. 22. Nú kemur aðfangadagur jóla. Bóndadóttur var þá batnað, svo að hún gekk með móður sinni. Leið nú á daginn. Þá sá Grettir, að skip réri að eyjunni og stefndi að naustum Þorfinns. Og er skipið kenndi niður, hlupu þeir fyrir borð, sem á voru. - Grettir hafði tölu á mönnum og voru þeir tólf saman. Ekki þótti honum þeir friðlega láta. Þeir hlupu að naustinu og rykktu karfa Þorfinns fram á fjörugrjótið. Síðan tóku þeir upp sitt skip og báru inn í naustið. 23. Þá þóttist Grettir sjá, að þeir myndu ætla að bjóða sér sjálfir beina. Hann fagnaói þeim vel og spyr foringja þeirra að heiti. Sá kvaðst Þórir heita og kallaður þömb og bróðir hans Ogmundur og aðrir kunningjar þeirra. Grettir svarar: „Gæfumenn miklir munuð þið vera, því að þér hafið hér góða aðkomu. Bóndi er heiman farinn með alla heima- menn. Húsfreyja er heima og bóndadóttir og er hér hvaðeina þaö, er hafa þarf bæði öl og annar fagnaður. Skal ég nú veita yöur sem eg má og gangið heim með mér. 24. Þeir báðu hann hafa þökk fyrir. Grettir tók í hönd Þóri og leiddi hann til stofu. Húsfreyja var í stofunni og spurði hverjum Grettir fagnaði svo vel. Hann svarar: „Það er ráð hús- freyja að taka vel við gestum. Hér er kominn Þórir bóndi þömb og þeir tólf sarnan". Hún svarar: „Ekki tei eg pá með bændum, því þeir eru verstu ránsmenn og illvirkjar. Launar þú nú illa Þorfinni það er hann tók þig af skipbroti félausan". Grettir svarar: Betra er nú fyrst að taka vosklæói af gestunum en að ámæla mér. 1. deild kvenna í körfubolta: Tindastóll kominn í 2.-4. sæti Ungt og efnilegt sundfólk í Tindastóli. Mikill áhugi í sundinu Mikið líf hefur færst í iðkun sundíþróttarinnar á Sauðár- króki að undanförnu. Ahug- inn er niikill og stunda æfingar af kappi um 30 krakkar á aldrinum 8-15 ára. Þau eldri æfa fimm sinnum í viku og fóru níu þeirra í æfingabúðir að Laugarvatni um helgina þar sem þau nutu leiðsagnar fær- ustu sundþjálfara landsins. Þjálfarar krakkanna eru þau Sigurjón Þórðarson og Kristín Kristjánsdóttir. Að sögn Sigur- jóns er áhuginn og metnaður- inn það niikill, að fimm æfing- arnar í vikunni duga ekki fyrir þau. Á héraðsmóti í sundi scm haldið var nýlega sigruðu Tindastólskrakkarnir í flestum greinum og náðu ágætis árang- ri. Til að mynda setti Olafur Harðarson fjögur héraósmet, en Olafur er einstaklega efni- legur sundmaður. Tindastóll ákveður útgáfu Sportkorts Sportkortið, nýtt greiðslu- kort var kynnt á fundi hjá Ungmennafélaginu Tinda- stóli í síðustu viku. Stjórn Sætur sigur á ÍR-ingum ina, 56:53 um helg Stúlkurnar í kvennaliði Tinda- stóls í körfubolta gerðu það gott um helgina þegar þær báru sigurorð af IR í 1. deild- inni. Þrátt fyrir slæma byrj- un í leiknum sýndu stelpurnar ódrepandi baráttuvilja, neit- uðu að gefast upp og upp- skáru samkvæmt því. Nýliðar Tindastóls eru komnir með átta stig og eru í öðru til fjórða sæti, sem er mun betri árangur en flestir bjuggust við fyrir mótið. Gestirnir mættu mjög ákveðnir til lciks í Síkinu og Tindastólsstúlkurnar virtust hálf feimnar. Um miðjan hálfleikinn hafði ÍR náð 13 stiga forskoti og hélst sá munur til hálfleiks. Fram að þeim tíma hafði ekkert gengið upp hjá Tindastóli, en í síðari hálf- lciknum snérist dæmið vió. Bæði liðin léku maður á mann vörn, og nú gengu leikkerfin upp hjá Tindastóli, sem saxaði á forskotið jafnt og þétt. Þegar sex mínútur voru til leiksloka náðu svo Tindastólsstúlkurnar yfirhöndinni sem þær héldu allt til leiksloka. Lokatölur urðu 56:53. Kristín Magnúsdóttir var atkvæóamest hjá Tindastóli, skoraði 19 stig. Bima Valgarðs- dóttir kom næst með 13, Inga Dóra Magnúsdóttir gerði 12 og þær Kristjana Jónasdóttir og Ásta Margrét Benediktsdóttir skoruðu 6 stig hvor. Linda Stefánsdóttir var lang stiga- hæst hjá ÍR-stúlkunum með 23 stig. USVH og Þrymur efstir USVH og Þrymur komust best frá fyrsta fjölliðamóti 2. deildar Islandsmótsins í körfuknatt- leik sem fram fór á Sauðár- króki um helgina. Sjö lið að norðan taka þátt í mótinu og voru lciknar fimm umferðir að þessu sinni. USVH og Þrymur unnu alla sína leiki, USVH með stærri mun og hafa því Vestur-Húnvetningar forystu í riðlinum sem stendur. Urslit einstakra leikja á mótinu urðu þessi: USVH-USAH 60:43 USVH-Laugar 80:45 USVH-ÍFV 88:34 USVH-Dalvík 82:35 Þrymur-Laugar 103:41 Þrymur-UMFS 69:61 Þrymur-Glóðarfeykir 100:40 Þrymur- USAH 53:47 USAH-ÍFV 63:42 USAH-Dalvík 45:50 Glóðarfeykir-Laugar 22:45 Glóðarfeykir.-ÍFV 35:79 Glóðarfeykir-Dalvík 35:71. Neisti stóð sig vel á Laugamóti Neisti á Hofsósi náði sínum besta árangri til þessa á Laugamóti í innanhússknatt- spymu sem fram fór um helgina. Neistamenn unnu aila sína leiki í undanriðli. Töpuðu síðan ein- ungis einum leik í milliriðli, gegn sigurvegurunum HSÞ b, og báru m.a. sigurorð af liði KS. Neisti varð í fjórða sæti á mótinu næst á eftir liði frá Laugum, sem Hofsósingar töpuðu fyrir í keppni um þriðja sætið. Hvatarmenn komust ekki í milliriðil að þessu sinni. Engin lið frá Sauðárkróki, Hvammstanga né Akureyri tóku þátt í mótinu. félagsins hefur ákveðið að gangast fyrir útgáfu kortsins og vonast til að sem flestir stuðningsmenn félagsins nýti sér það, og sem flest fyrirtæki sjái sér hag í því að gera samninga við félagið vegna útgáfu Sportkortsins. Undirtektir fundarmanna voru góðar við Sportkortinu og var ákvcðið að kynna það frek- ar á meðal félagsmanna og fyrirtækja í bænum. Það er fyrirtækið Krcditkort hf sem hefur gert samning við íþrótta- hreyfinguna um útgáfu Sport- kortsins. Forráðamenn í íþrótta- hreyfingunni vona að þarna sé komin ný og öflug fjáröflunar- leið, sem gcrir stuðningsmönn- um félaganna klcift að styðja sitt félag á beinan hátt án mikils kostnaðar og um leið vcrði notkun kortsins til auk- innar vcltu fyrirtækjanna. Þá má geta þess að sama er hvar handhafi kortsins gerir sín viðskipti ef viðkomandi vcrslun eða fyrirtæki er aðili að santningi um Sportkort.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.