Feykir - 16.12.1992, Blaðsíða 5
44/1992 FEYKIR5
Barnamessa í Sauðárkrókskirkju:
Hurðaskellir á móti prakkaraskap
Blærinn yfir bamastundinni
í Sauðárkrókskirkju sl.
laugardag bar með sér greini-
lega tilhlökkun barna til jól-
anna. Kveikt var á þriðja
kertinu í aðventukransinum,
og þá á aðeins eftir að kveikja
á einu kerti, og verður það gert
í barnamessunni á sunnu-
daginn kemur, sem er sá síð-
asti á jólaföstunni. Linda Hlín
Sigbjörnsdóttir hefur leitt
æskulýðsstarfió innan Sauðár-
krókssafnaðar í vetur ásamt
sóknarprestinum séra Hjálmari
Jónssyni. Á þriðja hundrað
böm hafa sótt bamamessumar
í vetur, 260-70 böm þegar flest
hefur verið.
Mikið er sungið í barna-
messunni, og gefa þessi ungu
söngvarar þeim cldri ekkert
cftir, til að mynda fara
krakkarnir ákaflega vel mcð
sálminn Við kveikjum kertum
á. Séra Hjálmar og Linda Hlín
skiptast á að spjalla við bömin
og stundum koma gestir í
barnamessuna til aó tala við
börnin. Að þessu sinni kom í
heimsókn Pétur Pétursson
knattspyrnukappi. Sagði hann
frá því þegar hann var 5 eða 6
ára patti á Akranesi og
ákaflega mikill prakkari. Þessi
prakkaraskapur fólst m.a. rþví
að skrúfa perurnar lausar í
jólatréinu á torginu, og munaði
minnstu að með þe^su missti
hann af óska-jólagjöfinni sinni,
sem auðvitað voru takkaskór,
enda strákurinn þegar byrjaður
í fótboltanum, vakinn og sof-
inn af áhuga. Þá var það sem
jólasveinninn Hurðaskellir kom
vitinu fyrir prakkarann unga.
Hann átti leið um hverfið þar
sem knattspymumaðurinn ungi
bjó, tók hann með sér niður á
torg lét hann skrúfa allar
perurnar fastar í jólatrénu og
lofa því að láta allan
prakkaraskap lönd og leið.
Þegar Pétur hafði lagt við
drengskap sinn fékk hann
takkaskóna langþráðu í jóla-
pakkann. Ekki vildu samt
flestir krakkarnir í barna-
messunni kannast við að þau
hefðu gert prakkarastrik, en
kannski reyna þau aó forðast
slíkt fyrst um sinn, alla vega
fram yfir jólin svo að jóla-
kötturinn hirði nú ' ekki
uppáhalds-jólagjöfina.
Þá sagði Pétur einnig frá
jólasvcininum í Hollandi, sem
hann kynntist á sínum atvinnu-
mannaferli. Sá heitir heilagi
Nikulás og hefur aðsctur á
Spáni, en kcniur með skipi til
Hollands fyrir hver jól. Niku-
lás þcssi var dýrlingur sæfar-
enda, og sagði séra Hjálmar
gott til þess að vita að hann
héldi tryggð við sína um-
bjóðendur, sæfarana, og ferð-
aðist ennþá með skipurn.
Og það var hlustað með andakt.
„Við lærðum heil-
mikið í ferðinni"
Segir Bára í Staðarskála eftir að
hafa kynnt sér jólahlaðborð í Noregi
„Þetta var ákaflega skemm-
tileg ferð og gaman að koma
þarna, móttökumar og gest-
risnin hjá Norðmönnunum
alveg einstök, og síðan lærðum
vió heilmikið í ferðinni“ segir
Bára Guðmundsdóttir í en hún
fór ásamt Sigríði Einarsdóttur
til Noregs nýlega að kynna sér
norskt jólahlaðborð. Þegar
Staðarskáli bryddaði upp á
jólahlaðborði fyrir sex árum
var það cinmitt byggt á norskri
fyrirmynd og hefur verið það
síðan. Jólahlaðborðið var á
dagskrá í Staðarskála um síð-
ustu helgi og var aðsókn mjög
góð.
Þær stöllur, Bára og Sig-
ríður, dvöldu í vikutíma á
Leangcollen hótelinu í Asken,
scm er bær skammt frá Osló.
Hótel þctta fæst aðallcga við
að þjóna ráðstefnugestum og
námsstefnuhaldi. Við vorum
að snúast í kringum þá í cld-
húsinu og fylgjast með. Þaó er
ákaflega fullkomið eldhús á
þessurn stað og aðstaða öll hin
glæsilegasta", sagði Bára.
Jólahlaðborð, hvernig er
það byggjast þau eingöngu á
mat? „Bæði brauði og mat.
Þarna eru allslags kjötréttir,
fiskréttir, síldarréttir og fleira.
Það nýjasta fyrir okkur þarna
úti er þurrkaóa lambakjötið
þeirra, og pinnakjöt, þurrkað
saltkjöt í litlum bitum. Hvoru-
tveggja er þetta mjög gott. Svo
er rjómagrauturinn þeirra al-
dcilis fínn. Síðan eru þeir með
ansi skemmtilega fisktegund,
sem þeir kalla „Rögufisk", sem
er silungur sérstaklega verk-
aður. Það eru víst bara örfáir
menn í öllum Noregi sem
kunna þessa verkunaraðferð.
Við fórum líka með mat
með okkur og veittum þeim á
jólahlaðborðið. Það var þarna
hangikjöt, sviðasulta, punga-
sulta, hákarl, laufabrauð, flat-
kökur o.fl. Þeini fannst hangi-
kjötió og laufabrauðió ákaflega
gott, og borðuðu þetta meö
bestu list, meira að segja há-
karlinn líka”, sagði Bára um
Noregsferðina. Bára segir að
einhverntíma á næsta ári komi
tveir nienn frá Leangcollen
hótelinu í heimsókn hingað til
lands, og þá verói haldnir
Norskir dagar í Staðarskála.
Bára Guðmundsdóttir í miðið og Sigríður Einarsdóttir ásamt starfsfólki Leangkollen
hótelsins í Asken.
• JÓLATILBOÐ •
•Ókeypis filma með hverri framköllun.
•Jólakort eftir þinni eigin filmu ó kr. 65 stk.
•Myndavélar með dagsetninu fró kr. 6350
• GLEÐILEGJÓL•
'PatXe.vse.u
LJÓSMYNDAÞJÓNUSTA