Feykir


Feykir - 16.12.1992, Page 10

Feykir - 16.12.1992, Page 10
10 FEYKIR 44/1992 Jólasaga eftir Sigurbjöm Sveinsson Aðfangadagur jóla rann upp með éljagangi, en þó rofaði til með köflum, og sást þá í heiðan himinn. — Þessi jólasaga gerðist í stórri borg, og var mikil umferð um göturnar þennan dag. Allir hlökkuðu til jólanna og jafnvel öreigarnir, sem höfðu hvergi húsaskjól, því að þeir vonuðust þó eftir einhverjum glaðningi á jólunum. Gegnum ys og þys borgar- lífsins heyrðist bamsgrátur, og stóð svo á því, að örsnauð kona kom skjögrandi eftir einni götunni með grátandi barn í fanginu. Bamið skalf af kulda og nagaði þurr brjóst móður sinnar. Fátæka konan staldraði við hjá stóru húsi til að kasta mæðinni, og þar var líka dálítið skjól fyrir nöprum næðingi vetrarins. Hún leit bænaraugum til himins, cn þá kom skyndilcga él og féll skæðadrífan framan í hana. Þá andvarpaði veslings móðirin: „Hvernig getur Guð, sem er algóður, svarað bæn minni með köldum snjó?“ I þessu húsi bjó ungur listamaður. Hann var mynd- höggvari og bjó til skínandi fögur líkneski úr marmara. Hann leit út um gluggann í þessum svifum og sá tötralega konu, sem þrýsti ungu barni að brjósti sér og rcnndi bænaraugum til himins. Hann kenndi í brjósti um fátæku konuna og langaði til að hjálpa henni, en hann gat ekki gefið henni peninga, því að hann var fátækur sjálfur. Og hann fór að hugsa um alla þá, sem áttu við bág kjör að búa. Þá var eins og væri hvíslað að honum, hvað hann skyldi gera. Hann flýtti sér út og gekk eftir götunni, þangað til hann kom að stóru torgi í miðri borginni. Hann tók handfylli sína af snjó og hnoðaði, svo velti hann þessum snjóköggli fram og aftur, og varð hann æ stærri og stærri. Það var cngu líkara en að hann ætlaði að fara að búa til snjókcrlingu. En það var allt annað, sem hann hafði í huga. Hann bjó til snjókonu. Hún var að sjá tötraleg til fara, mcð barn í fanginu, og hóf augu sín til himins, eins og hún væri að biðja. Það var átakanlegt að sjá þá sorg og neyð, sem birtist í hverjum drætti í andliti hennar. Múgur og margmenni safnaðist saman til þess að horfa á þetta einkennilcga listaverk. Við þessa sjón hrærðist margur til með- aumkunar með fátæka fólkinu, sem átti heima í borginni. Ungi listamaðurinn fékk lánaðan stóran peningakassa og lét hann við fætur snjó- konunnar. Og menn létu koparpeninga, silfurpeninga og jafnvel gullpeninga detta niður í kassann. Með öllum þessum pcningum átti svo að gleðja fátæka fólkið á jólunum. Meðan þessu fór frani, ráfaói fátæka móðirin með barnið sitt cftir strætum borgarinnar, þangað til hún kom að stóru torgi. Var þar mannfjöldi mikill saman kominn, og í miðjum hópnum var snjókona mcð bam í fangi. I þessum svifum kom eitt élið enn og kingdi niður miklum snjó. Mannfjöldinn var á sífclldu iði fram og aftur, en fátæka móðirin stóð grafkyrr í sömu sporum og gleymdi að hrista af sér snjóinn. Hún starði agndofa á snjókomuna. Rétt í þessum svifum gekk borgarstjórinn framhjá og leiddi lítinn dreng sér við hlið. Hann hafði heyrt getið um snjókonuna og ætlaði nú að sjá hana. Og svo ætlaði hann að lofa litla drengnum sínum að leggja ríflega fúlgu í kassann. Litli drengurinn átti ekki von á að sjá ncma eina snjókonu, en nú sá hann tvær. Og þær voru svo nauðalíkar, báðar með barn i fangi og báðar hvítar! „Hvað er þetta, pabbi?“ sagði hann forviða. „Hérna eru þá tvær snjókonur. Þessi aumingja snjókona fær ekki neitt, en allir eru að gefa hinni. Ég vil gcfa þessari". Og litli drengurinn benti á fátæku móðurina. „Jæja góði minn“, sagði faðir hans, og gat ekki stillt sig um að brosa. „Þú ræður því, en hve mikið viltu gefa henni?“ Hundraö var sú hæsta tala, sem litli drengurinn kunni að nefna. Hann vissi ekki, aó til var þúsund, og því síður milljón. Hann leit framan í föður sinn og sagði mjög hreykinn: „Svo sem eins og hundrað og hundrað og hundrað krónur!“ „Ekki ætlar þú aó vera smátækur, sonur minn“, sagði faóir hans og rétti honumþrjá hundrað króna seðla. Drengurinn hljóp til fátæku konunnar, stakk scðlunum í olnbogabótina á henni og hrópaði: „Þetta máttu nú eiga, aumingja snjókona!" <>Jólin konm<> Urval fata- og gardínuefna! i -O^TIL ,|OLA(>.) \IA> •Vindsælu Rolyspace saumakassarnir, mjög góð hirsla, | einnig rósóttu saumaskrínin. •Odýrar værðarvoðir og treflar, satínfóðruð herðatré. | Æríi ^LÁTIÐ SJÁ YKKUR^ I Saumakistan Aðalgötu 6, Sauðárkróki Sími 35077 I ______________________I Konan þreif í öxlina á drengnum, laut niður og kyssti hann á ennið. Hún jós blessunaróskum yfir hann. Heit þakkartár hnigu af augum hennar og hraundu eins og daggardropar niður á drenginn. „Æ,æ, pabbi, komdu fljótt að hjálpa mér!“ hljóóaöi drengurinn. „Snjókonan ætlar að taka mig!“ „Sérðu ekki góði minn að þetta er lifandi kona?“ sagði faðir hans og klappaði á kollinn á honum. — „Engin snjókona gæti lotið niður og kysst þig svona innilega á ennið, engin snjókona gæti talað svona fögur orð og látió svona heit þakkartár hrynja yfir þig“. Litli drcngurinn leit brosandi framan í konuna og var nú ekki hræddur vió hana lengur. Svo fóru þeir feðgamir leiðar sinnar. Fátæka móðirin hugsaði með gleði til jólanna. Hún dustaði af sér snjóinn, og barnið hjúfraði sig upp að brjósti hennar. Hún laut höfði í lofgerð og tilbeiðslu og hugsaði á þessa lcið: „O, hvað guð er góður! Hann svaraði bæn minni með köldum snjó, cn jafnvel í klakanum og köldum snjónum finn ég yl hans elsku og náöar. Algóður Guó veri lofaður fyrir þcnnan blcssaða jólasnjó". (Sigurbjöm Svcinsson, höfundur sögunnar, er fæddur á bænum Kóngsgarði í Húnavatnssýslu árið 1878. Hann var bamakennari mestan hluta ævi sinnar, fyrst í Reykjavík og síðar í Vestmannaeyjum. Sigurbjöm andaðist árið 1950 og var þá fyrir löngu orðinn vinsæll og þekktur rithöfundur. Æskan gaf út ritsafn Sigurbjöms í tveim bindum 1971.) Siglfirðingum líkar vel við „Pólverjana" „Þcir eru kallaðir Pólverj- arnir hérna og þykja hinir ágætustu starfsmenn", sagði Runólfur Birgisson skrifstofu- stjóri Siglfiróings og átti þar við fjóra starfsmenn Vél- smiðju Sauðárkróks sem unnið hafa hjá Vélsmiðju Jóns og Erlings að miklum endur- bótum á frystitogaranum Sigl- firóingi, sem staðið hafa yfir undanfamar vikur og er nú að ljúka. Sctt hcfur verið stærri og atlmeiri vél í Siglfirðing, endurbætur gcrðar í millidckki og komió fyrir nýjum vinnslu- búnaði fyrir bolfisk og rækju. Það stefnir í aukna samvinnu milli iónaðarmanna á Siglufirði og Sauðárkróki, cn raunar er hún einungis á annan veginn enn sem komið cr, eins og Runólfur orðaóið það, það cr aö iðnaða- nncnn á Sauðárkróki taki þátt í verkefnum á Siglufirði. Um 20. janúar n.k. vcrður byrjað á endurbótum á Sunnu skipi Þormóðs Ramma. Jón og Erling voru mcð lægsta tilboð- ið í þctta verk, sem áætlað er að taki tæpan mánuð. Sökuni þcss hvað verkið á að vinnast á skömmum tíma þarf siglfirska vélaverkstæðið að fá járn- iðnaðarmcnn frá Sauðárkróki til viðbótar sínum mannafla, og er reiknað mcð fjórum mönnum frá Vélsmiðju Sauð- árkróks og jafnmörgum frá Vélsmiðju KS. Aöalfram- kvæmdin í Sunnu verður að koma fyrir þriðja togspilinu, en það gerir skipinu kleift að veiða með tveim trollum í einu, fyrst togskipa hér á landi. Einnig verður síðu skipsins lokað og frystilestum fjölgað, að sögn Ólafs Marteinssonar aðstoðar- framkvæmdastjóra Þormóðs Ramma. Að mati siglfirsku útgeró- anna, en hagkvæmara fyrir byggöarlagið að gera þcssar cndurbætur á skipunum heima, jafnvcl þó það sé ckki cndilega ódýrara cn í skipasmíða- stöðvum hérlcndis cða jafnvcl erlendis. „Það er hægt að fram- kvæma þctta héma heima og það skiptir vemlcgu máli að vinnumarkaðurinn hér njóti góðs af því", sagði Runólfur Birgis- son hjá Siglfirðingi.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.