Feykir


Feykir - 16.12.1992, Side 16

Feykir - 16.12.1992, Side 16
16 FEYKIR 44/1992 boröað miödag með heima- fólki. Aöur en staðið var upp frá borðum spurði húsbóndi, hvort Hannes hafi ckki talað um hvaða kaup cg ætti að hafa. Frú Margrét blcssunin tók af mór ómakið og sagði: „Ætli Bjarni fái ekki það kaup sem honum hefur verið lofað". Nú, sem bátar voru almcnnt að skipta um veiðarfæri og ekki var vaknað fyrr cn klukkan fimm til sex á morgnana, gerðu sjómcnn sér dagamun, fóru í bíó, dansleik, eða jafnvel þynntu blóóið með Spánarvatni. Sannleikurinn var sá að blóóið mun hafa verió orðið æði korgað í félögum mínum ncma einum þeirra, sem hafði alltaf gát á sínum æðaslætti, hvað það snerti og blótaði ekki Bakkusi það sinn. Þetta kvöld fór ég á vit tröll- anna inn í Herjólfsdal ásamt tveimur strákum, sem voru hlaðnir alls konar „slikkerí". Eg hafði ekki komið þar áður og fannst æói mikið til koma. Æsandi blóðbað á píslardaginn Það var á föstudaginn langa, píningardag frelsarans, sem við fengum okkar besta afla. Við höfðum kvöldið áður lagt þrjár trossur mjög grunnt upp undir Landeyjarsandi og byrj- uðum að draga klukkan átta þennan morgun. Þá dreginn var stjórinn úr botni, flaut öll trossan enda á milli af ríga þorski. Sílió var vcllandi úr hverju kjaftviki, mávagcrið í hundraða tali í hörku áflogum við matarborðið, og páskasólin lagói blessun sína yfir þetta æsandi blóðbaó, sem í hönd fór. Við þessa veiði var það mitt starf að draga netatcinana eftir spilskífunni, en þaó var ætíð þungt, þegar fiskur var svo að segja í hverjum möskva. Berlega var það nokkrum vanda bundið hjá okkur að komast heilir í höfn með það, sem við höfðum fangað þennan blessaðan dag. Formanni varð því næst fyrir að láta fleygja öllu aukafiski, og þannig skriðum við heim sökkhlaðnir með það, sem tvær trossur gáfu og skildum við þá þrióju eftir, scm við sóttum síðar um kvöldið. Þann dag var ekki gengið til rekkju fyrr en um miðnætti. Laugardaginn fyrir páska fengu allir góðan afla. A páskadag var ekki róið. Síðustu daga fyrir lokin, fórum við með nctatrossurnar vestur á Eldeyjarbanka og lágum yfir. Höfðum við fullt í fangi með að verja þær áföllum af ágangi togara, einkum franskra skipa, sem okkur fannst vera aðsóps- mest. Það cndaði mcð því, aó einn slíkur dró eina trossuna í kaf og sáum við hana ckki rneir. Ekkert höfðum við upp úr þessu krafsi nema ómak og erfiði. 9. maí drógum við í land og hættum veiðum, enda sjálfhætt, því að Hanncs fór að kveldi þessa sama dags með Islandinu til Reykjavíkur. Erindið var að gangast undir uppskurð í annað sinn. Síðar var mér sagt af kunnugum, að Hannes hcfði verið orðinn svo mikið þjáður seinni part þess- arar vertíðar að kona hans, Margrét Friðriksdóttir frá Gröf í Vestmannaeyjum, hefði orðið að klæóa bónda sinn úr og í. Þú varst kjaftfor og óttalegur stagkálfur Við vorum staddir á bryggj- unni þegar Hannes korn að kveðja. Auðvitað geymdi hann það besta þar til síðast, tók þá í hönd mína og togaði mig afsíðis og hvíslaði því að mér, að ef ég kæmi suður næsta vetur gæti ég talað við sig. Boði þessu bar mér að taka með varúð, því eftir daglegri umgengni við mig gat hann alveg eins verið að bjóða Jörundi pláss eins og mér. Samfundir okkar áttu sér langan aldur. Eftir 40 ár hittumst við í Sjúkrasamlagi Reykjavíkur og stóðum báðir jafnt að vígi, ncma kannski ég betur í ístaðinu vcgna þess, að þá vann ég hjá lögrcglustjóra- embættinu og þangað var stutt að fara mcð hann til afplánunar fyrir gamlar syndir. Áreiðanlcga var ég ónotalegur við gamla manninn. Eg spurói hann hvort hann gerði sér það Ijóst, að nú væri hann að tala við Bjarna cn ekki Jörund. Hann þóttist ekkert muna annað cn það að ég hefði vcrið kjaftfor og óttalegur stagkálfur á línuver- tíóinni, en auðvitað hafi hlotið að rætast úr mér, því að liann hefói boðið mér pláss en ég aldrei komið. Eftir nokkurt samtal bauð hann mér inn á Kaffiteríuna, sem ég ekki þáði, og síðan heim til sín í Auðarstræti 5, en þangað kom ég aldrei. Ekki stóð á heiðursmann- inum Olafi Auðunssyni að standa við orð sín og gefin loforð hvað kaup mitt sncrti, þó að enginn stafur væri skrif- aður um það. Hann taldi 840 krónur á borðið, en 200 krónur var ég búinn að taka fyrir föt. Margt fer öðruvísi en ætlað er Áður en ég skil við Eyjar langar mig til að geta um atvik sem gerðist átján árum síðar. Það var á stríðsárunum, þcgar ég var í siglingum á Súlunni frá Akurcyri og komum við frá Englandi með kolafarm, sem Olafur Auðunsson útgerðar- maður keypti. Mér var falið aó sjá um vigtina fyrir okkar hönd. Þá rifjaðist ýmislcgt upp okkar á milli frá gamalli tíð, sem annars hcfði fallið í gleymsku. Að liðnum degi bauð Olafur mér heim til sín og þar tafði ég við höfðinglegar viðtökur fram yfir vökulok hjá þeim hjónum og dóttur þcirra Sólveigu. Olafur fylgdi mér til skips og á þcirri lcið talaðist okkur svo til að ég keypti í Englandi úlstersfrakka af vönd- uðustu gerð handa húsbónd- anum og að hann greiddi það í íslenskum peningum við mót- töku. Mér fannst ánægjulegt að geta gert þessum sóma velgjörðamanni og vini mínum þcnnan greiða. En oft fer öðruvísi en ætlað er og svo varð að þessu sinni. Nokkrum sólarhringum síðar á leið yfir hafið, heyrði cg í gegnum Ijósvakann, að Olafur Auóuns- son væri allur. Eftir tæpa þrjá áratugi geymi ég hlýjar minningar um þessi góðu hjón, sem þá bjuggu á Þinghóli í Vestmannaeyjum og börn þeirra, Kjartan og Sólveigu. Farið varlega með eld á jólaföstunni og yfir hátíðirnar Brunavarnir Skagafjarðar •HARÐAR bónus • Qjafavörur - Heimilistceki ______HÚSQÖQN______ FULLBUÐ AF NÝ:/L7M VÖRUM afsláttur af öllum gjafavörum + matar- og kaffistellum i ÞAÐ VERSLA ALLIR SÉR TIL QAQNS HATUNI Sœmundargötu 7 - Sími 35420 Saga Sauðárkróks* prestakalls eftir Kristmund Bjarnason, erkomin útogfœst í Bókabúd Brynjars. Sóknarnefnd Sauðárkróskírkju. ruslakistu i Vísnabók Starra í Garði fæst hjá Sigríði Þorgrímsdóttur á Dags á Sauðárkróki í heimasími er 36540 skrifstofu síma Forsíðumyndin Forsíðumyndin að þessu sinni er tekin af Pétri Péturssyni, ofan úr Kirkjuklauf, Sauðárkróks- kirkja er hér séð frá öðru sjónarhorni en venjulega kemur fram í myndum af kirkjunni.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.