Feykir


Feykir - 10.03.1993, Blaðsíða 1

Feykir - 10.03.1993, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Bæjarstjórn Sauðárkróks: Ákveður að fækka bæjarfulltrúum Grásleppuvertíðin er nú á næsta leyti. Þegar ljósmyndari Feykis var á ferðinni við Sauðárkrókshöfn á mánudag var verið að hífa Hafey Steindórs Arnasonar upp á bryggjuna. Steindór ætlar nú að fara að gera hana klára fyrir vertíðina sem hefst væntanlega undir mánaðamótin. Að sögn Steindórs er mjög gott útlit með markað og verð, en það hefur hækkað um 30% frá síðustu vertíð. Hinsvegar bendir ýmislegt til að veiðin geti brugðist í vor. Rauðmagaveiöi hefur verið dræm og síðan þykir sjórinn í þaö kaldasta til að búast megi við góðri grásleppugengd. Byggingarframkvæmdir á Sauðárkróki á síðasta ári: Mestu lóðaúthlutanir síðan '85 aður á könnun lyrir þörl’ á íbúðar- Bæjarstjórn Sauðárkróks samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að bæjarfull- trúum yrði fækkað úr níu í sjö. Þriggja manna nefnd, sem undanfarin misseri hefur unnið að endurskoðun og gerð nýrra tillagna um stjóm bæjarins og fúndarsköp, lagði þetta til. Bæjarbúar munu því velja sjö bæjarfulltrúa við bæjarstjórnarkosningar eftir rúmt ár og þess má geta að ef þessi regla hefði gilt við síðustu kosningar, hefðu Birnirnir, Sigurbjörnsson á lista Alþýðuflokks og Björns- son í 3. sæti lista Sjálfstæðis- flokks, ekki náð kjöri, en mjótt var á munum þar sem Alþýðu- bandalag hlaut aðeins atkvæði meira en Alþýðuflokkurinn í kosningunum. Sex bæjarfulltrúar voru fylgj- andi þcssu brcytta fyrirkomu- lagi, fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, fulltrúar K- og G-lista grciddu atkvæói á móti, cn A-listinn sat hjá. Knútur Aadnegaard forseti bæjarstjómar og aðrir fylgjendur fækkunar bæjarfulltrúa úr níu í sjö, vilja meina að þetta niuni leiða til skilvirkari vinnubragða innan bæjarstjómar og draga úr kostn- aði við stjómun bæjarins. And- stæðingar fækkunar bæjarfull- trúa benda á að þetta breytta fyrirkomulag leiði líklega til þess að flokkum fækki í bæjar- stjórn, og þar með komi færri sjónarmið fram í bæjarstjórn. Jafnvel gæti útkoman orðið sú að bæjarfulltrúar yrðu aðeins úr röðum tveggja stærstu flokk- anna, og þar meó yrði 2/3 hluti kjósenda án fulltrúa í stjórn bæjarins. A bæjarstjórnarfundinum var einnig ákveðið að fram- vegis skuli aðalfundur bæjar- stjórnar ákveða hvort seta áheyrnarfulltrúa í bæjarráði skuli leyfð, en þessi fundur er venjulegast í júnímánuði og þá kosið í nefndir og ráð bæj- arins. Verði um áheyrnarfull- trúa að ræða er óheimilt að hann geti kallað inn varamann á fundi nema um langvarandi forföll vcrði að ræða. Sem kunn- ugt er hefur verið ágreiningur innan bæjarstjórnar um inn- köllun varamanna í stað álieym- arfulltrúa í bæjarráði, en það hefur verið Anna Kristín Gunn- arsdóttir Alþýðubandalagi og varamaður hennar er Hilmir Jóhannesson K-lista. Á síðasta ári var úthlutað 16 byggingarlóðum á Sauðár- króki og vcitt 18 byggingar- leyfi. Hafin var bygging 16 íbúða og ljögurra húsa fyrir atvinnuhúnæði. Byrjað var á átta íbúðum í fjórum tvíbýlis- húsum við Laugatún, þar af eru sjö íbúðir í félagslega kcrfinu, á cinni raðhúsaíbúð og einu fjórbýlishúsi við Grenihlíð á vegum Trésmiðj- unnar Áss. Þá var hafin bygg- ing þriggja einbýlishúsa við Hólatún og Ilrekkutún. Byggingarfulltrúi leitar skýr- inga á þeim fjörkipp sem komió hefur í lóðaúthlutanir. Hann telur að í fyrsta lagi hali lítið úrval einbýlishúsalóða undanfarið ár dregió úr áhuga fólks, sérstak- lega hafi skort lóðir fyrir hús á einni hæð. Þá sé íbúðaþörtin í bænum orðin gífurlcga mikil í kjölfar þess að einungis fékkst veiting á síðasta ári fyrir bygg- ingu sjö íbúða úr félagslega íbúðarkerlinu, af þcim 30 sem sótt varum, cn sá Ijöldi var grund- húsnæði sem Húsnæóisneínd Sauðárkróks gckkst fyrir. Af 15 lóðaúthlutunum fyrir byggingu íbúðarhúsnæðis á síðasta ári var cngin í lélagslcga íbúðakerfinu. Eru þetta mcstu úthlutanir á íbúðalóðum síðan 1985. Fjómm lóðum var úthlutað undir tvö fjórbýlishús, cinni fyrir raðhús og 10 einbýlishúsalóðir. Sextánda byggingarlóðin sem úthlutað var á síðasta ári var fyrir hesthús við Flæðigerði.. Leyfi var vcitt fyrir fjórum tví- býlishúsum í félagslega kerfinu, einu raðhúsi, tveimur fjórbýlis- húsum og þremur einbýlishúsum. Þrjú leyfi vom veitt fyrir atvinnu- húsnæði og citt fyrir þjónustuhúsi, Skagfirðingabrautar 21, Gömlu kjörbúðinni. Innbrot í gagnfræðaskólann á Sauðárkróki: Ferðasjóði nemenda stolið Um helgina var brotist inn í Gagnfræða- skólann á Sauðárkróki, í annað skiptið á rúmum mánuði. Meðal þess sem stolið var nú voru 15 þúsund krónur úr ferðasjóði nem- enda sem geymdar voru inni á skrifstofu aðstoðarskólastjóra. Að auki brutust þjófamir inn í félagsmið- stöðina Grettisbæli og þaðan var stolió geislaspil- ara úr söngkerfi, sem nemcndur höfðu að láni vegna undirbúnings árshátíðar skólans, og einnig ljósmyndavél. Björn Sigurbjörnsson skólastjóri sagði tilfinnanlegast varðandi inn- brotió sem er enn óupplýst að þarna hafi verió stolió peningum sem nemendur voru búnir að safna sér með ærinni fyrirhöfn, og hlut sem þeir höfðu í láni vegna árshátíðarinnar, sern er í dag. —KXeHflit! hjDI— Aðalgötu 24 Sauðárkrðki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 Æa bílaverkstæði sími: 95-35141 Sæmundargata I b 550 Sauðárkrókur Fax: 36140 Bflavibgerbir • Hjólbar&averkstæ&i RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.