Feykir


Feykir - 10.03.1993, Blaðsíða 6

Feykir - 10.03.1993, Blaðsíða 6
6FEYKIR 9/1993 TT TTlr|^r I^TC C A \ ^ext‘: Kristján J- Gunnarss. \JTIVlu X X 15 |5 VJr\ Teikningar: Halldór Péturss. 45. Hljóp jarl þá upp og vildi ekki á líta um sættirnar þeirra Þorfinns og gengu þeir þá heim í garð Þorsteins og bjuggust þar um. En er jarl sá þetta lét hann vopnast alla hirð sína, gengu síðan með fylktu liði þangað. Og áður liðið kom að, skipuðust þeir til varnar fyrir garóshliðinu. Stóðu þeir fremstir Þorfinnur og Þorsteinn og Grettir og þá Bessi. Jarl bað þá selja fram Gretti og hafa sig eigi í ófæru. Þeir buðu hin sömu boð og fyrr, en sögðu 47. Þórhallur hct maður, er bjó á Þórhallsstöðum í Forsæludal. Þar var reimt mjög og lekk hann varla sauðamann, svo að honum þætti duga. Það var eitt sumar á Alþingi, að Þórhallur gekk til búðar Skafta lögmanns Þóroddssonar. Hann fagnaði vel Þórhalli og spurði, hvað að tíðindum væri. Þórhallur mælti: „Heilræði vildi ég af yður þiggja. Það er svo háttað að mér helst lítt á sauða- mönnum. Vill nú engi til taka sá, er kunnugt er til, hvað fyrir býr“. að ella skyldi eitt yfir þá ganga. 46. Jarl kvaðst engan þeirra spara skyldi. Margir góðgjarnir menn báðu jarl, að hann héldi eigi til svo mikils vandræðis, sögðu, að þeir myndu mikið afhroð gjalda, áður en þeir væru drepnir. Jarl sagði þá, aó Grettir skyldi fara í friði fyrir honum út til Islands. Luku þeir jarl fé, svo að honum gast að, og skildu með engum kærleikum. Varó Þorfinnur frægur af fylgd þeirri, er hann hafði veitt Gretti. 48. Skafti svarar: „Fá skal ég þér sauðamann þann er Glámur heitir, ættaður úr Svíþjóð. Hann er mikill og sterkurog ekki mjög við alþýðuskap. Þórhallur kvaðst ekki um það gefa, ef hann geymdi vel fjárins. Að áðumefndum tíma kom sauðamaóur á Þór- hallsstaði. Tekur bóndi við honum vcl, en öllum öðrum gast ekki að honum. Hann var ósöngvinn og trúlaus, stirfinn og viðskotaillur. Öllum var hann hvimleiður. Staða Tindastóls orðin tæp við botninn eftir tap gegn Keflavík á sunnudagskvöldið Staða Tindastólsliðsins er orðin tæp við botn Japisdeildarinnar eftir tap gegn Keflavík í Síkinu á sunnudagskvöldið. Flest bendir til að það komi í hlut liðsins að lcika um sæti í dcildinni við næstcfsta lið 1. deildar, líklcga Skagamenn eða Reyni í Sand- gerði. Tindastólsmcnn léku vel gcgn Kcflvíkingum á sunnudags- kvöldið, en söknuðu Bandaríkja- mannsins Ray Fosters sem var í lcikbanni. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu erfitt er að eiga við Keflvíkinga án þess liðstyrks sem Fostcr er, en gestirnir máttu þrátt fyrir það þakka fyrir að fara með sigur í fartcskinu frá Króknum. Tindastólsmcnn byrjuðu reyndar ekki vel í leiknum. Hittnin var slök til að byrja með og varnarleik- urinn ekki nægjanlega góður. Nýttu skyttur Keflavíkurliðsins sér það vel. Mestur varð munurinn 14 stig í fýrri hálfleiknum, en síðustu mínút- umar fyrir leikhléið fóru hlutirnir að ganga hjá Tindastóli. Þeim tókst meö stórgóðum leik að breyta stöðunni 22:36 í 42:42 og síðan 44:44, en gestirnir skoruðu tvær síðustu körfurnar í fyrri hálflcik og voru yfir í leikhléi, 48:44. Tindastólsmcnn skoruðu fimm fyrstu stigin í seinni hálfieik og komust yfir. Jafnfræði var síðan með liðunum fram undir miöjan hálfieikinn að Kefivíkrngar náðu góðum leikkafla og komust í 10 stiga mun, sem Tindastóli tókst aldrei að minnka verulega þrátt fyrir góða viðleitni, hittnin brást Tindastólsmönnum á lokakafia- num og Kefivíkningar stóðu því uppi sem sigurvegarar, lokatölur urðu 76:66. Valur Ingimundarson átti sinn besta leik í langan tíma og fór fyrir Tindastólsmönnum í lciknum. Páll Kolbeinsson átti einnig mjög góðan leik og hélt t.d. Jóni Kr. svo vel niðri að þessi mikla skytta skoraði ekki eitt einasta stig í leiknum, og hefur það kannski ekki gerst áður á hans farsæla ferli í meist- araflokki. Ingvar Ormarsson átti einnig mjög góðan leik, og þeir Hinrik, Karl, Ingi Þór, og Björgvin komust ágætlega frá leiknum. Valur skoraði 31 stig, Ingvar 16, Páll 8, Karl 4, Hinrik 3 og þeir Björgvin og Ingi Þór 2 hvor. Jónatan Bow var langatkvæðamcstur Kellvíkinga, skoraði 29 stig, og Albcrt Óskars- son átti einnig mjög góðan lcik, skoraöi 19 stig. Tindastóll og KR eru nú jöfn að stigum í næstneðsta sæti Japis- deildarinnar, en KR-ingar standa betur að vígi. Þeir sigruðu Tinda- stólsmenn oftar í innbyrðisviður- eignum liðanna í vetur og eiga að auki cftir tvo lciki, gegn Snæfelli hcima og Skallagrími í Borgamcsi, cn Tindastóll á aðeins eftir að lcika gcgn Breiðabliki í Kópavogi. Sá leikur verður annað kvöld, fimmtu- dagskvöld. Feykir stendur fyrir vormóti í knattspyrnu Nú þegar vorið er á næsta leyti hafa knattspymumenn þegar hafið undirbúning fyrir kom- andi keppnistímabil. Sum hver liðanna eru þegar byrjuð að leika æfingaleiki og brátt fer boltinn að rúlla á fullu þegar aðstæður utanhúss leyfa hér Norðanlands. I þeim tilgangi að lífga upp á knattspyrnu- lífið hefur Fréttablaðið Feykir ákveðið að gangast fyrir vormóti í knattspyrnu í meistaraflokki karla og kvenna, svonefndum Feykis- bikar. Knattspymufélögum á Norð- urlandi vestra hefur verið boðið til kcppninnar og hafa þcgar borist jákvæð viðbrögó frá fjóram félögum varðandi þátt- töku í keppni karlaflokks, sem reiknað er með að hefjist unt aóra helgi. Þessi félög eru Hvöt, KS, Neisti og Þryntur. Einnig er vænst þátttöku Tinda- stóls og Kormáks. Leikin vcrðureinföld umferð og standa vonir til að þetta mót verði í framtíðinni fastur liður í undirbúningi liða á Norðvesturlandi fyrir átökin í Islandsmóti og Bikarkeppni KSÍ. Þcss má geta að dregið hefur vcrið til fyrstu umfcrðar í Bikarkeppni KSI, cn þeir leikir fara fram 25. maí. Þar fær Hvöt Magna i heimsókn og KS Lciftur. Tindastóll þarf aó sækja Dalvíkinga heint og Þrymur Völsung á Húsavík. Ncsti situr yfir í íyrstu umferð. Reiknað er með að kvenna- keppni Feykisbikarsins hefjist í lok aprílmánaðar. Eining á ársþingi USVH Héraðsþing Ungmennasam- bands Vestur - Húnavatnssýslu var haldiö laugardaginn 6. niars í Félagsheimilinu á Hvantms- tanga. Gestir þingsins voru Stefán Konráðsson frant- kvænidastjóri ISI, Pálnii Gísla- son forntaður UMFÍ, Sæ- niundur Runólfsson frant- kvæmdastjóri UMFI og Sigur- laug Hermannsdóttir stjórnar- rnaður í UMFÍ. Þingið var vel sótt og mjög góð samstaða um nánast alla hluti að sögn forntanns sant- bandsins Eyjólfs Gunnarssonar. Nýtt aðildarfélag var tekið inn í sambandið á þinginu, Skot- íþróttafélag Hvammsttinga. Sam- þykkt var að skipa starfshóp til athugunar á uppbyggingu íþrótta- svæðis í héraðinu. Þá var sam- þykkt að afhcnda Hcraðsncfnd til cignar og varðveislu útsýn- isskífu þá scnt reist var fyrir forgöngu USVH í Borgarvirki. Einnig var því bcint til stjórnar að hún hefði forgöngu um gcrð annarrar útsýnisskífu í héraðinu. Kjöri íþróttamanns ársins sern frant fór í janúar vttr lýst. Iþrótta- ntaður ársins var kjörinn Elvar Daníelsson, í öðru sæti varð Isólfur L. Þórisson og í þriðja sæti varó Jóhannes Guðjóns- son. Alreksunglingar vora kjömir Guómundur H. Jónsson, Guð- mundur V. Guðmundsson, Hann- es J. Jónsson, Isólfur L. Þórisson, Jóhannes Guðjónsson, Sigur- jón Þorsteinsson, Ellen D. Bjöms- dóttir, Harpa Þorvaldsdóttir, Hrafnhildur Víglundsdóttir, Laufey Skúladóttir, Erla O. Kjartansdóttir og Sonja Mar: inósdóttir. Starfsmerki UMFI fékk Oddur Sigurðsson í viður- kenningarskyni fyrir vel unnin störf í þágu ungmennahreyf- ingarinnar. Stjórn og varastjórn var öll cndurkjörin og hana skipa: Eyjólt'ur Valur Gunnarsson for- maður, Ragnheiður Eyjólfsdóttir varaformaður, Ingi Hjörtur Bjarnason ritari, Friðrik Böðv- arsson gjaldkeri, Sigrún Olafs- dóttir meðstjórnandi og vara- mcnn Kristján Isfcld, Axel Guðni Benediktsson og Ingvar Jón Jóhannsson. EA. Frá félagi eldri borgara Almennur fundur veróur haldinn í félagi eldri borgara laugardaginn 13. mars kl. 16,00 í sal Dvalardeildar Sjúkrahúss Skagfirðinga. I upphafi fundar flytur síra Bolli Gústafsson vígslubiskup hugleióingu. Formenn nefnda greina frá nefndarstöfum. Kaffiveitingar. Þeir sem vilja fá akstur á fundarstaó hringi í síma 36129 eftir kl. 15,00. Tekió á móti nýjum félögum. Stjórn félags eldri borgara.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.