Feykir


Feykir - 10.03.1993, Blaðsíða 8

Feykir - 10.03.1993, Blaðsíða 8
Einkareikningur, framtíðarávísun á góða ávöxtun, ódýran yfirdrátt og víðtæka viðskiptaþjónustu! 10. mars 1993, 9. tölublað 13. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Sími 35353 Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Löndunarkrani settur upp á Hvammstanga Hækkanir á gjaldskrám og komið á gjaldi fyrir félagslega þjónustu Nýverið var keyptur löndunar- krani og settur upp við bryggju á Hvammstanga. Að sögn Stef- áns Þórhallssonar hafnarstjóra er þetta mikið framfaraspor hvað varðar aðstöðu til lönd- unar fyrir smærri báta sem hingað til hafa átt í erfið- leikum ef Iágt er í, og eins getur þetta sparað kranabíl ef taka þarf upp troll eöa önnur veið- arfæri. Ekki þarf að orðlengja það hvað tilkoma kranans hefur mikið að segja fyrir bátaeigendur, sem til þessa hafa ckki liaft tæki um borð til löndunar. Kostnaður við kranann og uppsetningu er um 1,259 milljónir, en ennþá er eftir að tcngja rafmagnið. Segja má aó með þcssu hafi Hvamms- tangahöfn komist í hóp alvöru- hafna á landsbyggðinni, og geta Hvammstangabúar verið stoltir af sinni höfn hvað varðar aðbúnað og mögulcika, en hún var dýpkuð sumarið 1991 og gengið var frá smábátahöfn með flotbryggju fyrir nokkrum árum. EA. Bæjarstjóm Sauðárkróks hefur undanfarið samþykkt hækk- anir á ýmsum gjaidskrám. Mest varð hækkunin á tímum í íþróttasal, um 50%, hækkun leikskólagjalda nam 10% og heita vatnið hækkaði um 8%. Þá hefur verið ákveðiö að taka upp gjald fyrir heimaþjónstu við aldraða og fatlaða. Hins- vegar var aukavatnsskattur Iækkaður um 20% og hefur hann þá lækkað um 40% á tveimárum. I>aðkemur veliðn- aði í bænum scm þarf á miklu vatni að halda, svo sem vinnslu á rækju, fiski, kjöti og mjólk. Talsvert cr síðan að hitaveitu- og leikskólagjöld vom hækkuð, eða frá því haustið 1991. Bæjar- fúlltrúar minnihlutans grciddu at- kvæði á móti hækkunum. Gunnar Bragi Sveinsson og Hcrdís Sæ- mundardóttir bæjarhilltrúar Iiam- sóknarflokksins lögðu fram bók- anir vegna hækkunar leikskóla- gjalda og vcgna tillögu um gjald- skrá vegna fclagslegrar hcima- þjónustu. Þau segja í bókun sinni að ekki sé við hæfi að auka gjald- töku fyrir vistun bama á lcikskól- um bæjarins meðan cngar tillögur liggja fyrir um lausn á dagvistunar- vanda, en í dag em langir biðlistar á leikskólum bæjarins, 66 böm bíða effir plássi. Frani kom í umræðum í bæjar- stjóm aó góðar vonir hati verið taldar á því að aðstaða fengist til dagvistumar í húsnæði Sjúkrahúss Skagfirðinga. Það hafi síðan valdið fclagsmálaráði miklum von- brigðum þcgar Ijóst varð að ekkcrt yrði úr jxnm liugmyndum. Að mati Snorra Bjöms Sigurðs- sonar bæjarstjóra er gjaldskrá lcik- skólanna cftir hækkun svipuð og hún var hjá bæjarfélögum á Norð- urlandi um mitt síðasta ár, að Húsavík undanskildri. Þá á Snorri Bjöm von á því að stærsti hluti þeirra sem njóta félagslegrar þjónustu í bænum þurt'i ckki að grciða þjónustugjaldið, cn það cr tekjutcngt. Þannig sé gcrt ráð fyrir að einstaklingar sem hafi í tekjur 56.801-71.(XX) grciði 160krónur fyrir klukkustundar þjónustu, og sama gjald greiði lijón sem hafi í tckjur 73.841-92.300. Níræður ökumaður á götum Sauðárkróksbæjar: Blindur á vinstra og með hálfa sjón á hægra Haraldur á Fergusoninum við Matvörubúðina í hríðarmuggunni í síðustu viku. „Nei ég get nú ekki hælt sjóninni, fékk gaddavír upp í vinstra augað fyrir nokkrum árum og er staurblindur á því og síðan hef ég ekki nema hálfa sjón á því hægra“, segir Ilaraldur Jóhannesson ffá Bakka í Viövíkursveit, en hann er trú- lega elsti ökumaður á götum Sauðár- króksbæjar. Haraldur, sem verður ní- ræður á þessu ári, lætur sig ekki muna um það að koma á Fergusoninum annað slagið í bæinn, í hvaða veðri sem er og þó að leiðin sé býsna strembin, upp bratta brekkuna við Tröllaskarðið í Hegranesi og síöan um þröngar beygjur og erfiða brú við Vesturós Héraðsvatna. „Ég var að bjarga stóðhesti sem var fastur í girðingu fyrir rúmum fimmtán árum, þegar strengurinn slitnaði og ég fékk enda í hægra augað og síðan hef ég ckkert séð með því. Ég mátti nú varla við þessu, því mörgum árum áður missti ég hálfa sjón á því vinstra. Ég hcf samt aldrci fengið neinar bætur. Það var á þeim áruni sem ég var ráðs- maður hjá Magnúsi á Frostastöðum. Ég var að rýja fjögurra vetra sauð, var búinn að setja á hann sauðaband, náði að binda þrjá fætur, var síðan að bogra yfir honum til að rýj’ann á kviðnum þegar hrútdjöfullinn náði að sparka þeim fæti sem laus var upp í augað á mér. Mig verkjaði óskaplega í augað og úr varð mikill blóðköggull svo ég sá ekki skímu með því í tvær til þrjár vikur. Síðan fór að rofa til cn ég cr sannfærður um að ég fékk aldrci ncma hálfa sjón á aug- anu. Ekki þar fyrir að ég sé vel um allan fjörð'". En er lögreglan ekkert að finna að því að þú sért að keyra í bænum? „Einu sinni minntist jú yfirlögrcglu- þjónninn á þaó við mig að ég þyrfti cndi- lcga að fá mér veltigrind á vélina. Ég hélt aó það væri nú bara verra að keyra hana þannig, en síðan hcf ég reynt aó sneiða hjá Suður- götunni þar sem lögreglustöðin var lcngi til húsa. Ég skildi þá vélina eftir suður í bænuni og upp á síðkastið hcf ég fariö hérna upp í hvcrfið þar sem sonardóttir mín býr. Það var ciginlega brandari jrcgar ég var að segja hcnni frá því að ég sniðgcngi Suður- götuna út af lögrcglunni. „Nú það búa nú einir fjórir lögregluþjónar í götunni", sagði hún þá. Annars hef ég náttúrlcga aldrci tckið próf'. En Haraldur cr ekki cini aldraói dráttar- vélaökumaóurinn sem setur svip sinn á götur Sauðárkróksbæjar. Sigurður Berg- mann Magnússon er þar oftar cn ckki og hcldur þá gjaman vcl niðri umfcrðarhrað- anum á aðalgötum bæjarins, óþolinmóðum vcgfarcndum til mikillar grcmju. Gæðaframköllun CÆÐA FRA MKOL L UN BÓKABýÐ BRXTTcIARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.