Feykir


Feykir - 05.05.1993, Blaðsíða 3

Feykir - 05.05.1993, Blaðsíða 3
16/1993 FEYKIR3 útvegi, sérstaklega í ljósi þess að rannsóknar- og vísindastörf á sviði sjávarútvegs væru unnin á staðnum. Það nám yrði þá væntanlega í tengsl- um við sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri, sem yrði líklega þegar fram liðu stundir burðarás í námi tengdu sjávarútvegi í landinu. Aðrir fyrirlestrar á ráðstefnunni voru m.a. Mikilvægi landbúnaðar í atvinnulífi Skagafjarðar, sem Guð- brandur Þorkell Guðbrandsson fjall- aði um. Fram kom í erindi Guð- brandar að þrátt fyrir mikinn sam- drátt í hefðbundnum búgreinum og landbúnaði yfirleitt á síðustu áratug- um, væri landbúnaður og úrvinnsla landbúnaðarafurða enn mjög mikil- væg atvinnugrein fyrir héraðið, og kanna bæri hvort úrvinnsluna mætti ekki auka enn frekar. Jón Karlsson formaður Verka- mannafélagsins Fram fjallaði um möguleika lífeyrissjóða í atvinnu- rekstri. Vék Jón að samskiptum stjómenda sjóðanna og forráða- manna atvinnulífsins, þeim vanda- SSK með 50 ára afmælisþing málum sem upp kynnu að koma varðandi úthlutanir, og þeim mögu- leikum sem fyrir hendi væru varö- andi hlutafjárkaup og ýmsan annan stuðning og ágóða sem lífeyrisjóðir nýta vegna atvinnulífsins. Þannig gæti sú staða komið upp að hag- kvæmt væri l'yrir sjóðina að fjárfesta utan héraðs, cn það bryti þó á móti gömlu goðsögninni að ávaxta beri l'é í heimabyggð. Guðbrandur Sigurðsson for- stöðumaður I>róunarseturs íslenskra sjávarafurða fjallaði um möguleika á frekari úrvinnslu sjávarafurða í er- indi sem þótti athyglisvert. Kristján Bjöm Garðarson iðnráðgjafi talaði í erindi sínu um framtíðarmöguleika í iðnaði sem virðast býsna margir og lokaerindið flutti síðan Magnús H. Sigurjónsson framkvæmdastjóri Héraðsnefndar Skagafjarðar. Fjall- aði það um dreifingu opinberra stofnana um landið og möguleika Skagafjarðar hvaö það varðar. Loka- orð ráðstefnunnar átti síðan Snorri Bjöm Sigurðsson bæjarstjóri. Fjölsótt atvinnu- málaráðstefna Mikið fjölmenni sótti ráðstefnu um nýja sókn í atvinnumálum SkagaQarðar sem haldin var sl. sunnudag. Um 90 manns mættu í Safnahúsið til að fylgjast með ráð- stefnunni sem bar yfirskriftina: atvinna, menntun, framtíð. I>að voru forráðamenn Kaupfélags Skagfirðinga scm áttu frumkvæð- ið að því að atvinnumál í héraðinu yrðu skoðuð á þcnnan hátt en auk KS stóðu að ráðstefnunni Verka- mannafélagið Fram og bæjar- stjórn Sauðárkróks. Væntanlega munu aðifar nú á næstunni velta fyrir sér þeim hugmyndum sem fyrirlestrar og umræður tengdar ráðstcfnunni sköpuðu og rædd hefur vcrið stofnun starfehópa til að vinna framgang verkefnum sem hugsanlega koma upp á borð- ið. „Ég held að ráðstefnan sem slík hafi skilað tilætluðum árangri. Þátt- takan var ákaflega ánægjuleg og ég hygg að margt athyglisvert hafi komið þama fram og skapað áhuga meðal ráðstefnugesta. Næsta skref er síðan að menn hugleiði hvað gerist í framhaldinu“, sagði Mrólfur Gísla- son kaupfélagsstjóri. Sex fyrirlestrar voru fiuttir á ráð- stefnunni og reið Þórólfur Þórlinds- son prófessor fyrstur á vaðið í um- fjöllun sinni um æðri menntun á landsbyggðinni og atvinnulífið. í máli hans kom m.a.fram að við end- urskoðun á háskólanámi, sem óhjá- kvæmilega yrði gerð á næstu ámm, væri sá möguleiki fyrir hendi að framhaldsskólar eins og fjölbrauta- skólar byðu upp á nám tengt sjávar- Aðalfundur Samhands skagfir- skra kvcnna var haldinn í Bif- röst sl. sunnudag. Um afmælis- fund var að ræða þar sem sam- bandið er 50 ára á þessu ári, var stofnað 9. apríl 1943. Að sögn Iærvísu Símonardóttur formanas afmælisnclhdar verður afmælLs- ins minnst með ýmsum hætti, m.a. með hófi í haust þar sem gera má ráð fyrir að vclflestar kvenfélagskonur í héraðinu taki þátt, en Samband skagfirskra kvenna samanstendur af kvenfé- lögunum í héraðinu sem eru 13 að tölu. Starl'SSK fclst í ýmsum sam- eiginlegum verkefnum kvenfélag- anna, en helsta verkclni samb;mds- ins er vinnuv;ikan sem orðin cr ár- viss þáttur og var í vetur haldin í 11. sinn að Löngumýri. Vinnuv;ik- an stcndur frá föstudegi til sunnu- dags og lýkur með köku- og muna- basar. Afrakstri vökunnar er síðan varið til líknarmála í héraðinu og hcfur Sjúkrahús Skagfirðinga gj;unan notiö þar góðs af. A aðalfundi SSK að þessu sinni var auk vcnjulegra aöalfundar- starfa haldið fræðsluerindi, en slíkt er siður á aðalfúndum. Gcstur þess;t fundar var Hclga Gunnlaugs- dóttir garðyrkjufræðingur. Talaði hún um vorvcrkin í garðinum. Núvcrandi formaður Samb;mds skagfirskra kvenna cr Pálína Skarphcóinsdóttir á Gili. Samvinnubókin 6,50% nafhvextir 6,61% ársávöxtun r Arsávöxtun á síðasta ári var 6,92% Raunávöxtun á síðasta ári var 5,35% Innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.