Feykir


Feykir - 05.05.1993, Qupperneq 6

Feykir - 05.05.1993, Qupperneq 6
6FEYKIR 16/1993 Heilir og sælir lesendur góðir. í síðasta þætti var vísað til Guðríðar Helgadóttur með framhald okkar kveðskapar og heyr- um við nú frá hcnni. Þegar kemur allt til alls engu er von á skjóli, efað saman svik ogfals sitja á einum stóli. Þegar við hverja þraut er glímt, þrekið vex og snilli, ekki kvikað aldrei hímt átakanna milli. í blíðviðrinu nú um daginn yrkir hún svo. Allra linda leysast bönd, Ijúfar kenndir glœðast, Ijóma tindar loft og lönd, lífsmögn endurfœðast. Svo þegar kólnaði aftur rifjaðist upp hjá Guðríði þessi vísa sem mun vera gerð í haustkulda. Svellar að skörwn, sölnar stör svifar íförin hrímið. Styttast svörin stirðna kjör, staðnar á vörum rímið. Vinakynni kallar Guðríður næstu vísu. Þegar kynnist sálu sál saman h’innast munar. I leyndum inni bálarbál. beggja sinnifunar. Guðríður vísar til bróður síns Egils Helgasonar, Skógargötu 17, Sauðárkróki með framhaldið. En næsta vísa held ég að sé eftir Snæbjöm Kristjánsson. Þá kcmur næst vísa scm ég man ekki livort birst hefur áóur hér í þættinum, og ekki hcldur fyrir víst eftir hvem hún er. Ljóma á þitt lífsstarfbrá lista þráin ríka. Fjalla bláa eyjan á alltoffáa slíka. Maður nokkur vildi sýna fram á að hann gæti ort vísu, og gcrði það á eftirfar- andi hátt. Vetur, surnar, vor og haust vil ég draga ýsur. Það er ekki vandalaust að yrkja góða bögu. Áframhald er á yrkingum út af svo- kölluðum Hrafnsmálum. Guðríður Brynj- ólfsdóttir er höfundur að næstu tveimur vísum. lslands blómgast andans hagur inn á göfiig víkur svið. Kostulegur krummaslagur kominn er í sjónvarpið. Vekur mörgum ógn og angur, eitthvað þarf að hressa við. Heiftarlegur Hrafnagangur hefiur skaðað sjónvarpið. Ein vísa kemur hcr enn eftir Guðríði sem mun vera sjálfslýsing, ort á elliárum. Slök til burðar, vönkuð vinn viskuhraðinn enginn. Orkuforði allur minn er til þurrðar genginn. Að lokum þessi eftir Guðríði. Oft er okkarfeðra fold fagur sunginn óður. Seinna verð ég sjálfað mold sem að nœrir gróður. Þá heyrum við frá Rúnari Kristjáns- syni á Skagaströnd. Á heimleið frá Reykjavík yrkir hann svo. Norður heiðar hugurflýgur, hraðar finn ég blóðið streyma. Þakkarbœn frá brjósti stígur bráðum verð ég aftur heima. Aó gefnu tilefni yrkir Rúnar svo. Þó að margt í málum teppist, margir auki söguburðinn, heilbrigðis í kerfi keppist krati einn við niðurskurðinn. Btýtur tíðum á sér arminn út afmörgu gönuhlaupi. Lœknar sem að gifsa garminn gera það á hæsta kaupi. Nokkur æsingur hefur orðið út af ill- kynja messu sem flutt rnun hafa verið um páskana. Undir slíkri umræðu rifjaðist upp vísa sem ég held að sé eftir Theódór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi. Fyrrum klerkar kunnu að beita kjarnyrðum úr gömlum skrœðum. Nií er að mcshi horfið heita helvíti úr þeirra rœðum. Hcyrt hef ég Amþór Amason nefndan höfund að næstu vísu. Lítið mína léthíð grœt lífinu erþannig varið. Ennþá finnst mér syndin sœt sœkir í gamla farið. Þá kentur vísa um áhugavcrð við- skipti. Verða mun ég voða hýr og verslun gera fiína. Efað kaupir einhverjýr Onnu Gunnu mína. Þá er afmælisvísa eftir Þorvald Þórar- insson frá Hjaltabakka. Vonaröldur yngja geð aldur völdþó taki. Góð eru höldin hjá þér með hálfa öld að baki. Og það verður Þorvaldur sem lýkur þættinum. Stundin nálgast, hnípinn, hljóður horfi ég alla leið til baka. Hér er svo minn hinsti óður handa þeim sem eftir vaka. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum. 541 Blönduósi, sími 95-27154. EES-málið er einstakt Tilkynning frá áhugahóp um þjóðaratkvæði Samningnum um evrópskt efnahagssvæði (EES) var breytt nú í mars. Þess vegna hafa verið lagð- ar lyrir Alþingi brcytingar á lögum firá 13. janúar s.l. um það efni. Lög- unum verður aðeins breytt með lögum. Lagabreytingar sem Al- þingi samþykkir verða samkvæmt stjómarskránni að fá staðfestingu forseta cða þjóðarinnar. EES-málið er einstakt. Mörgum hefur þótt sjálfsagt að þjóðarat- kvæðagreiðsla verði um það. Enn er tækifæri að láta verða af því. Dreift hefur verið blöóum til undir- skriftar lyrir almenning í þéttbýli og dreiíbýli, m.a. til verkalýðsfé- laga, kvenfélaga og búnaðarfélaga. Þeir sem fá blöðin í hendur eru hvattir til að ganga rösklega að verki og safna undirskriftum sem flestra, halda utan um blöðin og sjá um að þau verði send án taíár. Á blöóunum er yfirlýsing með ósk til forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, um að leggja lög um endanlegan EES-samning fyr- ir þjóðina samkvæmt heimild stjómarskrárinnar, þar sé réttur sem ekki megi taka frá þjóðinni. Hann fclist í lagaákvæði 26. greinar stjómarskrárinnar þar sem segir orðrétt: „Nú synjar forseti laga- frumvarpi staðfestingar og fær það þó engu síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæói allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar meó leynilegri atkvæða- greiðslu. Lögin falla úr gildi ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu". Einungis þjóðaratkvæðagrciðsla mun stuóla aó friði um málið hjá þjóðinni þegar frá líður hver sem niðurstaðan verður. Á undan ntun fara mun betri kynning á öllum hliðum málsins en fengist hefur. Tíminn kann að vera naumur. Bregóist því fljótt vió og sendið undirritaðan lista jafnharðan. Ekki er nauðsynlegt að þeir séu alveg út- fylltir. Sendið til: Skrifstotú forseta Islands stjómarráðshúsinu 150 Reykjavík. Gamlir og reyndir minkabanar: Eru ekki mótfallnir gildruveiðunum Markús Sigurjónsson bóndi á Reykjarhóli hafði samband við blaðið vegna fréttar í næstsíðasta blaði um veiðar á mink í gildrur. Markús sagði að á fréttinni mætti skilja að hann hefði ekki trú á þcssari veiðiaðferð og væri eitthvað mótfallinn henni. Það væri alls ekki svo. „Eg vil hvctja alla pilta sem áhuga hafa að fara út í minkaveiðar. Hinsvegar held ég að veiðar í gildrur henti ekki nema á ákveðnum stöðum. Það hefur t.d. sýnt sig að gildran hentar mjög vel í Sauðármýrum eins og fram kom í viðtalinu við Bigga Malla. Hinsvegar máttu gjaman skila því til Bigga að hann verði endilega að ná minknum sem er uppi í Sauðár- gilinu rétt ofan við brúna. Ég er búinn að sjá honum brcgða þar fyrir nokkrum sinnum í vetur", sagói Markús á Reykjarhóli. Það er eins með Þór í Saurbæ og Markús, að hann telur blaða- mann ckki hafa túlkað orð sín rétt um ágæti gildruvciðanna, og þessi aðferð geti hentað ágæt- lega þar sem hún á við, en víóa henti hún hreint ekki eins og sýndi sig á þeim árum sem Þór var við minkaveiðar í Fljótum. Hrafnhildur . Jónsdóttir T Þann 1S. apríl s.l. bárust okk- ur þær hræðilegu fregnir að hún Hrabba vinkona okkar hefði lát- ist í bílslysi kvöldió áður. Sér- hvert smáatriði um samveru- stundirnar sem vió höfðum eytt með Hröbbu brutust fram í huga okkar, brosið hennar hlýlega og bjarta sem var aldrei sparað í návist annarra og bláu djúpu augun hennar sem voru svo falIPPeg en þó leyndardómsfull. Hrabba var alltaf svo yfir- veguð, tók hverju sem var mcð jafnaðargeði og rólegu fasi. Allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún vel og var samvisku- söm í starfi og námi. Hún kom alltaf fram við aðra eins og hún vildi að fólk kæmi fram vió sig. Hrabba eignaðist stóran vinahóp hvert sem hún fór og var góður vinur, alltaf mátti treysta henni og reiða sig á hana í einu og öllu. Minningarnar sem tengjast Hröbbu eru fullar af gleði og munu þær eiga sérstakan stað í hjarta okkar að eilífu. Við vilj- um votta fjölskyldu hcnnar dýpstu samúð og biðjum Guð að gefa þeim styrk í sorg sinni. Hilda, Júlía og Óla. Ástkær bekkjarsystir okkar og vinkona, Hrafnhildur Jóns- dóttir, lést af slysförum aðfara- nótt sunnudagsins 18. apríl s.l. Okkur bekkjarsystkini hennar langar til að minnast hcnnar í örfáum orðum. Þótt við höfum þekkt Hröbbu mismikiö, þá eig- um við öll góðar og skemmti- legar minningar um hana. Hrabba var mjög lífsglöð og elskuleg. Hún var ákveðin, haldin ævintýraþrá, ætlaöi sér marga hluti og var óhrædd við að framkvæma þaó sem hana langaöi til. Hún var sjálfstæó, atorkusöm og drífandi. Henni gekk vcl í Ilestu sem hún tók sér fyrir hcndur, en þó sérstaklega öllu því sem viðkom mynd- og handmennt. Hrabba var búin að reyna margt, en fann sig vera á réttri hillu í Verkmenntaskólan- um á Akureyri á mynd- og handmenntabraut skólans. Við erum þakklát að hafa fengið aó kynnast henni, og þökkum henni fyrir allt þaó sem hún gaf okkur. Við vottum fjöl- skyldu og aóstandendum henn- ar okkar dýpstu samúö. Minn- ingin um Hröbbu lifir í hjörtum okkar allra um ókomin ár. Bekkjarfélagar úr árgangi ‘72 Grunnskóla Sauðárkróks.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.