Feykir - 05.05.1993, Qupperneq 8
Einkareikningur,
framtíðarávísun
á góða ávöxtun, ódýran yfirdrátt
og víðtæka viðskiptaþjónustu!
5. maí 1993,16. tölublað 13. árgangur.
Sterkur auglýsiugamiðill
Sími35353
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
28 milljóna krafa Loðskinns:
Eimskip sýknað
Sr. Bolli Gústavsson vígslubiskup á Hólum vígir nýju kirkjuna á Blönduósi.
Blönduóskirkja vígð
Nýja kirkjan á Blönduósi var
vígð laugardaginn 1. maí að við-
stöddu fjölmenni. Kirkjan
stendur á áberandi stað norðan
Bliindu skammt frá þjóðvegin-
um. Ixingum hefur form kirkj-
unnar verið umdeilt, enda fór
arkitektinn Maggi Jónsson frá
Kagaðarhóli ekki troðnar slóð-
ir við hönnunina. Hann lcitaði
fyrirmyndar í náttúrunni og
umhvcriinu, og að eigin sögn
var hann jafnan þver og fastur
fyrir þegar hcimamcnn reyndu
að fá því breytt sem hann lagði
til, cnda vildi hann cnga fcilnótu
í sínu verki.
Sr. BoIIi Gústavsson vígslu-
biskup Hólastiftis vígði kirkjuna.
Sóknarpresturinn sr. Ami Sigurðs-
son þjónaði fyrir altari og Kirkju-
kór Blönduóskirkju söng ásamt
félögum úr Kirkjukór Hólanes-
kirkju, undir stjóm Julian Hewlett
Margir lleiri tónlistarmenn komu
fram við athöfnina: Gréta Guóna-
dóttir lióluleikari, Rosmery Haw-
lctt þverflautuleikari, Juliet
Faulkner lék undir á orgel, Skarp-
héðinn Einarsson og Hjálmar Sig-
urbjömsson á trompeta, Ian Wilk-
insson á básúnu og Baldvin Kr.
Baldvinsson söng einsöng. Upp-
lestur önnuðust þau Elín S. Sig-
uióardóttir, Guðmundur Ingi Leifs-
son, Margrét Einarsdóttir og Vil-
hjálmur Pálmason.
Kirkjan er mikið hús og rúmar
fjórðung sóknarbama í sæti. Hug-
mynd og drög arkitektsins að
kirkju vom samþykkt 1974, en
fyrsta skóflustungan tekin 1982.
Trésmiójan Stígandi á Blönduósi
var aðalverktaki kirkjubyggingar
eftir aó uppsteypu sökkuls var
lokið, en hana annaðist Einar
Evensen. Verkfræói- og tækni-
þjónustu annaðist Verkffæöistofa
SiguröarThoroddsen. Byggingar-
eftirlit var í höndum Guðbjarts
Ólafssonar hjá Blönduósbæ.
Héraðsdómur Reykjavíkur
sýknaði nýlega Eimskipafélag
Islands af kröfu sútunarverk-
smiðjunnar Loðskinns hf á
greiðslu vöru sem félagið af-
greiddi án pappíra í Tyrklandi í
aprílmánuði 1990. Krafa Loð-
skinns var upp á 28 milljónir
króna. Ekki hefur verið ákveð-
ið hvort málinu verði áfríjað til
hæstaréttar. „Við töldum og
teljum okkur eiga þessa kröfu,
því lögum samkvæmt er strang-
lega bannað að aflienda vöru án
pappíra, en þeir voru í okkar
vörslu. Spurningin er hinsvegar
hvort við verðum að sækja hana
á hendur erlendum aðilum fyr-
ir þarlendum dómstólum og
hvort við höfúm nokkurt bol-
magn til þess“, segir Birgir
Bjarnason framkvæmdastjóri
Loðskinns.
Forsaga þessa máls er sú aö
umrædd vara var í febrúarmánuði
1990 seld dönskum aóila sem síó-
an sendi hana áfram til Tyrklands.
Um þetta leyti fór svo danski aðil-
inn í gjaldþrot þannig aö Loðskinn
sat eftir mcó ógreidda reikninga.
Ef Loðskinn hefur cndanlega
tapaó þessari kröfu er um mikió
tjón að ræöa sem ckki léttir róöur-
inn í erliöri fjárhagsstöðu fyrir-
tækisins. Fjárhagslegri endur-
skipulagningu reksturs sem á-
kveðin var á síðasta hausti er ekki
lokiö og segir Birgir framkvæmda-
stjóri aö þau mál verói í biöstööu
þar til rekstramiðurstaóa síðasta
árs liggi fyrir, en þaö verði vænt-
anlega upp úr næstu mánaðamót-
um. Fljótlega eftir þaö sé aö vænta
svara frá nokkrum af stærstu aðil-
unum.
Aö sögn framkvæmdastjóra
Loöskinns hafa framleiðslu- og
markaðsmálin gengiö ágætlcga
og aó því leyti standi fyrirtækið
ágætlega. Markaðimirhafi aó vísu
veriö seinir í gang, en tekið síöan
virkilega vel við sér og ekkert sem
bcndi til annars cn l'ramleiðsla
næstu mánaöa muni seljast svo til
jafnóöum.
Slæm sending frá Skagaströnd:
Pramminn í Blönduós-
höfn veldur erfiðleikum
Gústav dæmdar bætur
vegna frelsissviftingar
Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi í síðustu viku ríkissjóð til
að greiða Gústav Daníelssyni á
Hvammstanga 50 þúsund krón-
ur í skaðabætur auk vaxta og 57
þúsund í málsvarnarlaun. Gúst-
av var í ágústmánuði 1991
vistaður ásamt tveim öðrum
mönnum frá Hvammstanga í 15
klukkustundir í fangaklefúm
lögreglunnar á Blönduósi, vegna
nets sem þeir félagar tóku úr
vörslu lögreglu og veiðieftirlits-
manns. Dómurinn taidi óþarfa
að vista manninn í fangageymslu
og tilkveðja menn frá RLR sem
hafði í för með sér lengri frelsis-
skerðingu en efni stóðu til.
Þnitt fyrir niöurstöðuna taldi
héraðsdómur þó ljóst aö Gústav
heföi átt aóild aó broti gegn opin-
bcrum starfsmönnum fyrir hand-
töku, það er aó hindra þá í starfi.
I stefnu sinni taldi Gústav at-
haf'nir lögreglu móðgandi og
harkalcgar og ekki heföi verið gætt
lögskylds réttar sakaös manns.
Samkvæmt lögum myndast bóta-
skylda af hálfu ríkisins ef handhafi
valds fcr offari. Dómurinn telur að
með hliósjón af því hefði verið
eólilegast að lögregla tæki skýrslu
afmönnunum sem komu við sögu
og látió þá síöan lausa. Lögreglan
hefði gangið of langt í aðgeróum
sínum hvað varðar vistun í fanga-
klefum. Handtakan hefði hinsveg-
ar átt rétt á sér.
Ágúst Sigurósson félagi Gúst-
avs hefur einnig höföaó skaðabóta-
mál af sömu ástæðu. Þaö mál er
seinna á ferðinni, þar sem lögmað-
ur hans vildi sjá til hvemig málinu
um lögmæti netalagnarinnar reiddi
af. Sem kunnugt cr féll þaö Ágústi
í vil í Hæstarétti nýlega, þar sem
rétturinn taldi gögn bresta til aó
skera úr um þann vafa, hvor sker-
ið sem netið var lagt út frá teldist til
fastalandsins eóa ekki.
Af málskjölum má sjá aó frá-
sögn einstakra aöila af ferð veiði-
eftirlitsmanns til Miðfjarðar í ágúst
1991 og eftirmálum hennar, er tals-
vert reyfarakennd. Forvitnum les-
endum skal bent á að glefsur úr
henni er að finna á 4. síðu blaðsins.
Gamall grjótflutningsprammi
sem settur var niður við höfnina
á Blönduósi fyrir nokkrum
árum og ætlaður var sem lægi
fyrir smábáta á staðnum, hcfur
ekki komið að tiiætluðum notum
en þcss í stað skapað stórkostleg
vandamál, þar sem að hann
safnar sandi úr framburði
Blöndu beggja vegna við sig og
hefur það orðið til þess að stærri
skip við bryggjuna taka niðri á
grynningunni sem myndast hef-
ur við bryggjuna.
Að sögn Guðbjarts Olafssonar
bæjíirtæknifræðings á Blönduósi er
ljóst að fjarlægja verður prammann
en þaö er ekki heiglum hent. „Hann
er oróinn fullur af sandi og eina
leiðin sem við sjáum tii að unnt
verði að tjarlægja prammann er að
dæla sandinum burtu meö steypu-
dælu eða einhverju slíku verkfæri.
Þá var sett brotajám í annan enda
prammans og það auðveldar ckki
verkið. Við emm búnir að fá tilboð
frá forráóamönnum Dýpkunarfé-
lagsins upp á 700 þúsund og ég
býst við að því verði tekið, en enn
scm komið er ekki til fjármagn til
að framkvæma verkið. Annars cr
pramminn í eigu ríkisins svo
strangt til tekið ætti þaó opinbcra
að sjá um að fjarlægja þessa eign
sína“, sagði Guðbjartur Olafsson.
Tilkoma prammans við
Blönduóshöfn má rekja til þcss cr
Skagastrandarhöfn var dýpkuð
1988. Þá kom hann upp úr botnlög-
unum við hafnargarðinn og til stóð
að sökkva honum út af Vatnsnesi,
en þá var það sem hafnamefndar-
mönnum á Blönduósi kom í hug að
upplagt væri að nota liann sem
smábátahöfn við bryggjuna á
staónum. Þessi scnding frá ná-
grönnunum á Skagaströnd hefur
hinsvegarekki reynst ncinn happa-
fengur fyrir Blönduósinga. Nær-
vera prammans við Blönduós hind-
arar þó í engu þær framkvæmdir
sem fyrir nokkru voru hal'nar við
gerð brimvamargarðsins.
Gæðaframköllun
BÓKABýÐ
BRYNiXAHS