Feykir


Feykir - 12.01.1994, Blaðsíða 8

Feykir - 12.01.1994, Blaðsíða 8
Öháð fréttablað á Norðurlandi vestra 12. janúar 1994,2. tölublað 13. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill LANDS BÓK Þrjár bækur með mismunandi binditíma, háum raunvöxtum og lántökurétti í RS m Landsbanki Sími fi íslands kJ1.1.11.1. mm sk Banki allra landsmanna Refakyttur í Austurdal: Skutu sjö tófur á einni nóttu Tófuskyttunum Kára Gunn- arssyni frá Flatatungu og Birgi Haukssyni Valagerði varð vel ágengt þegar þeir lágu fyrir tófu við Jökulsá vestan- verða í Austurdalnum um næstsíðustu helgi. I»eir félagar skutu sjö tófur þessa nótt sem er það mesta sem þeir hafa nokkru sinni veitt á einni nóttu, og er metveiði á þessum árstíma, en ætíð þykja meiri líkur á að ná tófu í æti þegar líður fram á veturinn, þegar fengitíminn fer í hönd og dýr- in eru meira á ferðinni, og þegar harðna fer á dalnum fyrir dýrin í fæðuöflun. Aðstaöan sem þeir félagar hafa á Austurdalnum vestan Jökulsár eystri getur varla verið betri. Þeir leggja út æti við bæ- inn Skatastaði, sem er eini bær- inn í Akrahreppi vestan Jök- ulsár, og skjóta út um svefnher- bergisglugga hússins, en jörðin hefur vcrið í eyði nú í nokkur ár. Rétt fyrir helgina lágu þeir Kári og Birgir fyrir tófu í tvær nætur við Skatastaði, en urðu þá einskis varir. „Við settum ætið út í nóvem- ber og líklega höfum við hitt svo vel á í fynri ferðinni að skjóta flcst eða öll þau dýr sem höfðu vanir komur sínar í ætið, enda var veiðin þá óvenjugóð. Við fengum til að mynda ekki nema þrjú dýr í fyrravetur“, sagði Kári, en hann stundar veiðamar með íhlaupum í vetur, þar sem að hann stundar nám við Kenn- araháskólanna í Reykjavík og skrapp bara í tófuna í jólafríinu. Af öðmm tófúskyttum er það að frétta að Garðar Jónsson í Miðhúsum hefur skotið eina tófu, sem liann fékk í kjaftinum á Akradalnum en þar er hann með veiðihús. Garðar stundar tófuveiðamar einnig í íhlaupum. Erlingur Garðarsson bóndi í Neðra-Asi kvaðst enn ekki hafa gefið sér tíma til að leggja út, en til stæði að gera það á næstunni, enda mætti búast við að þrengja færi að hjá lágfótu eftir nokkuð harða tíð frá því í desemberbyrj- un. Húsfyllir var á þrettándagleði Karlakórsins Heimis í Miðgarði sl. laugardagskvöld. Hiaut kórinn geysigóðar viðtökur áheyrenda, ætlaði fagnaðarlátum seint að linna og varð kórinn að endurtaka mörg laga sinna. I lok söngskemmtunar var að sjálfsögðu sunginn hinn óopinberi héraðssöngur „Undir bláhimni“, og þar upplýsti Þorvaldur Óskarsson formaður Heimis að lagið væri eftir drottningu sem ríkt hafði á Hawai fyrr á öldinni. Nú leggjast menn undir feld! Afarslakir Tindastólsmenn töpuðu stórt fyrir Haukum í Síkinu í gær Ef ekki er ástæða fyrir Tinda- stólsmenn að koma saman og ræða málin eftir leikinn gegn Haukum í gærkveldi, þá verður ekki séð hvenær þess gerist þörf? Svo hörmuleg var Rafmagnsverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga: Framleiðsla hafin á skynjurum Um þessar mundir er hafin markaðssetning og sala á nýj- um skynjarakerfum fyrir ammóníak og freon sem fram- leidd verða af RKS-Skynjara- tækni, Rafmagnsverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Upphafsmaður verkefnisins var dr. Iwsteinn I. Sigfússon prófessor. Skynjar- arnir byggja á hálfleiðara- tækni. Vöruþróunarverkefhið hefur tekið um eitt ár. Ammoníak og freon em mest notuðu kælikerfin í frystihúsum og frystitogurum. Ammoníak sem sleppur út í fyrstiklefum, t.d. að næturlagi, getur valdið miklu tjóni á frystum fiski og dæmi era um tugmilljóna tjón af þeim völd- um hér á landi. Freon er efrii sem vegna umhverfismengunar mun á næstu áram verða dýrara og sum- ar tegundir þess bannaðar. Freon er lyktarlaust og dæmi um að efn- istap frystitogara í einum veiðitúr geti numið hundraðum þúsunda króna. Vöraþróun RKS skynjaranna hefur tekið mið af því að hanna sérstaklega kerfi sem gætu virkað eins og viðvöranarkerfi, brana- og innbrotskerfi. Skynjaramir geta gangsett loka og lokað fyrir gegn- streymi, gangsett viðvöranarkerfi eða t.d. hringt í vélstjóra í frysti- húsi og gert viðvart um leka. Undanfarin ár hafa verið gerð- ar tilraunir og mælingar í frysti- húsum og frystitogurum og stefna RKS verið að tileinka sér sérstak- lega þetta umhverfi. Markaðs- könnun innan vébanda „fram- kvæði í framkvæmd“ verkefnis ITI og Iðnlánasjóðs hefur verið gert. Stefnt er að útflutningi sam- hliða sölu á innanlandsmarkaði. Framkvæmdastjóri RKS- Skynjaratækni er Rögnvaldur Guð- mundsson iðnrekstrarfræöingur. Auk hans og Þorsteins I. Sigfús- son hafa þeir Jón E. Friðriksson frá KS og Kristján B. Garðarsson fyrrverandi iðnráðgjafi ásamt Hróbjarti Jónassyni rafeindavirkja unnið aö framkvæmd verkefnis- ins. frammistaða liðsins í seinni hálfleiknum. Þá var ekki lið inni á vellinum fyrir Tindastól, heldur fimm einstaklingar. Og ekki bætti úr skák að einstak- lingana skorti einbeitingu og vilja til að klára leikinn. frað var einungis Páll Kolbeinsson sem sýndi góða baráttu og karakter. Tindastólsmenn virkuðu áhuga- lausir og þreyttir í leiknum og sú spurning er áleitin hvort þessi ungu strákar æfi hrein- lega ekki alltof mikið. Altént virðist augljóst að Tindastólslið- ið á að geta svo mikið meira en það hefur oftast sýnt í vetur. Leikurinn lofaði góðu í byrjun og mcstallan fyrri hálfleikinn leit út fyrir jafnan og skemmtilegan leik. Munurinn í hálfleik var ein- ungis sjö stig, 40:33 fyrir Hauka, en rétt fyrir leikhléið höfðu Tinda- stólsmenn átt góða möguleika á að fara með jafna stöðu til bún- ingsherbergja. Það var síðan virkilega gremju- legt hvemig leikurinn hrandi í seinni hálfleiknum. Haukamir byrjuðu þá eins og frá var horfið í þcim fyrri og í rauninni var leik- urinn búinn þegar fimm mínútur vora liðnar af seinni hálfleiknum. Þrátt fyrir að munurinn væri þá enn innan við 20 stig, virtust Tindastólsmenn ætla að skora margar körfur í hverri sókn og greinilegt var að sigur Haukanna var í höfn með sflcu ráðslagi, enda reyndist gestunum úr Hafharfirði formsatriði að ljúka leiknum. Lokatölur urðu 59:79 og í raun- inni var það eina sem gladdi aug- að í seinni hálfleiknum er Robbi Baldvins dró upp risastóra nektar- mynd skammt ftá körfuspjaldinu meðan Haukamenn tóku víta- köstin. Þrátt fyrir þennan yfirburðar- sigur sýndu Haukamir ekki töfra Framhald á síðu 2. Gæðaframköllun Oddvitinn Þar skutuðu þeir henni ref fyrir rass! BÚKABtJÐ BKYNcJARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.