Feykir


Feykir - 12.01.1994, Blaðsíða 5

Feykir - 12.01.1994, Blaðsíða 5
2/1994 FEYKIR5 Hagfræði Jóseps Rúnar telur bestu hagfræðina þá er Jósep beitti fyrir margt Iöngu, að spara til mögru áranna. Myndin, sem tekin er á mark- aðstorgi í landi Jóseps, sýnir gnægð matar í körftim. Oft er það svo þegar menn leita lausna á vandamálum að þeim sést yfir að fortíðin getur veitt mikinn lærdóm í þeim efn- um. Eitt af því sem veldur ómæld- um skaða á okkar dögum er sú tilhneiging manna að gera til- tölulcga einföld mál að hinum flóknustu viðfangsefhum. Oftast verður þetta fyrir tilverknaó menntaðra manna sem með þessu leitast við að byggja múra utan um starfssvið sitt og hags- muni, svo enginn geti bjargað sér með eitt eða neitt nema leita til þeirra sem sérfræðinga. Þannig hefur lögfræðin búið um sig svo að í dag þorir helst eng- inn að skrifa nafn sitt á blaðsnep- il nema lögffæðingur hafi bless- að yfir miðann - að sjálfsögðu fyrir æma þóknun! Hin gömlu, einföldu handsöl em úr sögunni og gagnkvæmt traust sömuleið- is. Af sömu ástæðum hefur svo- nefnt stofnanamál verið búið til, en það tryggir kerfisliðinu að- gang að hinum eina rétta skiln- ingi á málunum. Þannig geta þeir sem búa innan múra kerfis- ins, sýnt öllum almenningi sem er að sjálfsögðu fyrir utan, mik- ilvægi sitt enn frekar. Það er nefnilega svo, að því hærra sem menn telja sig standa í þjóðfélagsstiganum, því við- kvæmari er sjálfsímyndin og því meira telja menn sig þurfa að verja. Um þessa hluti mætti sannarlega margt segja og það bíður ef til vill betri tíma. En í þessum pistli ætla ég að fara nokkrum orðum um hagfræðina, sem er ein fræðigrein sem menn hafa verið í önnum við að gera sem flóknasta og torskildasta í augum hins almenna borgara. Auðvitað telja hagfræðingar sig þurfa að verja sitt sérsvið með sömu aðferðum og aðrir fræð- ingar nota. En einhvem veginn finnst mér hagfræði Ásgeirs á Þingeyrum og Einars í Nesi og margra bændahöfðingja fyrr á tíð, hafi verið miklu betra inn- legg í hagþróun lands og þjóðar, heldur en öll sú lærða hagftæði - vísindaumræðu sem gengur í sí- bylju nú á dögum. En hvemig skyldi nú vera best að reka þjóð- félag á sæmilega heilbrigðum grundvelli? Það er vissulega mikil spum- ing og vafalaust tímabær! Eitt svarið hlýtur að vera að best sé að einfalda allan rekstur og opna kerfið sem mest fyrir hinum al- menna borgara. En með slíku væri sennilega komið við kaun- in hjá mörgum. Þá er náttúrlega vegið að sérstöðu og sérhags- munum manna og allt fer upp í loft. Kerfið verður nefnilega að vera lokað og óskiljanlegt, svo hinn venjulegi maður þarfnist hjálpar hinna lærðu við allt nema að skeina sig! En þá em mál raunar komin á þá stöðu, að hag- fræði hinna lærðu er farin að vinna andstætt þeirri einföldu hagfræði sem ætti auðvitað að vera leiðarmark þjóóarinnar. Eg kalla þá þjóðlegu og einföldu hagfræði ósköp látlausu nafni - ég kalla hana „hagfræði Jóseps"! Með því er vísað til þess lær- dóms sem liðin tíð gefur. Þessi fágæta hagfræði sem er auðvitað auðskiljanleg og einföld, byggist á því hvemig Jósef Jakopsson réð draum Faraós forðum og hélt á málum, svo velmegun ríkti áfram í Egyptalandi, þó kreppa og hallæri væri í nágrannalönd- unum. Jósef safnaði í foröabúr og átti varasjóð til að mæta mögm ámnum. Egyptaland gat meira að segja verið birgðakista tyrir önnur lönd, sem vom orðin bjargarlaus, enda með þá hag- fræði á oddinum að góðæri yrði alla tíð og engin þörf á að spara eða byggja upp varasjóði. Þannig hagfræði hefur líka verið í gildi hér á Islandi undan- farin ár og nú em mögm kýmar að koma upp úr ánni og heldur soltnar að sjá! Hvar er forðabúr- ið, hvar er varasjóður lands og þjóðar eftir góðærið langa? Ég held við ættum að senda Fried- man og Hayek og þeirra líka út á sextugt djúp, en leggja lag okkar hér eftir við Jósef Jakopsson! Við ættum að vísa á bug flókn- um formúlum reiknimeistaranna sem hafa svo lengi viöhaft sína lærðu hagspeki til tjóns fyrir þjóðfélagið. Menn hafa verið að reikna hin og þessi fyrirtæki inn í stór- veldisaðstöðu á heimsmörkuð- unum, en dæmin hafa ekki geng- ið upp og allt endað í rjúkandi rúst! Lærdómsspeki er auðvitað góð og gagnleg og gulls ígildi, en þegar hún er farin að vinna al- farið gegn heilbrigóu brjóstviti, Undir borginni Umsjón Rúnar Kristjánsson er hún komin út úr réttum far- vegi. Þegar hún fjötrar sig í flóknum formúlum getur svo sem farið að þær vefjist um hálsa hinna sprenglærðu meistara og hengi þá! Á Islandi er lítið þjóðfélag sem þarf ekki á frjálshyggju og hávísinda-hagfræði að halda. Hér er það mannlega hliðin sem þarf ávallt að rísa öðru ofar, ef vel á að fara. Andi samhjálpar og náungakærleika þarf að ríkja. Hagfræði mannúðar þarf að búa áfram í hjörtum okkar Islend- inga, því hún mun skila arði blessunar inn í okkar samfélag öðru fremur. I þeirri hagfræði sem fer saman við hina einföldu hagfræði Jósefs felst lykillinn að heilbrigðu efnahagslífi og al- mennri velmegun í þessu landi. Ritað á nýársdag 1994. Rúnar Kristjánsson. Undir dalanna sól Söngur karlakórsins Heimis fékk geysigóðar viðtökur á þrettándagleði kórsins sem haldin var í Miðgarði sl. laugardagskvöld. Kórinn var margklappaður upp í lokin og þá voru dregjn upp úr gullkistunni Iög sem ekki voru á söngdagskránni nú, en öðlast hafa miklar vinsældir meðal landsmanna, eins og td. lagið Undir dalanna sól sem hér er kyrjað að þeim bræðrum Gísla og Sigfiisi Péturssyni frá Álftagerði ásamt stuðn- ingi annarra kórfelaga. Lagið minnir einnig á að sól tekur nú að hækka á lofti og senn sér fyrir enda skammdegis. Útsala hefst laugardaginn 15. janúar í Skagfirðingabúð. Allt a5 80% afsláttur Skagfirðingabúð

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.