Feykir


Feykir - 23.02.1994, Blaðsíða 5

Feykir - 23.02.1994, Blaðsíða 5
8/1994 FEYKIR5 Jón Karlsson form. verkalýðsfélagsins Fram: Atvinnuleysi, Atvinnuþróun í umræðum um atvinnumál og atvinnuástand, virðist nokkuð útbreidd skoðun aó hér á Sauðár- króki og Skagafjarðarsvæðinu sé atvinnuleysi lítið og yfir höfuó gott atvinnuástand. Aö sönnu eru þetta afstæð hugtök; mikið eða lítið atvinnuleysi fer kannski eft- ir því við hvað er miðað. Þá skiptir að sjálfsögðu máli hvem- ig ráðamenn á hverjum stað mat- reiða þessa hluti í fjölmiðlum og almennar skoöanir fara þá eftir því hvað menn heyra þar. Hér hefur ekki verið blásið mikió út það atvinnuleysi sem verið hefur og er staðreynd. Menn hafa frekar reynt að sam- einast um lausnir og ýmiss konar atvinnuþróun er í gangi sem skapar fleiri störf. Hinsvegar er atvinnuleysió staðreynd. Um það vitna t.d. þær 36 milljónir króna sem greiddar vom í atvinnuleys- isbætur á síðasta ári. Það má líka draga ályktanir af því, að á árinu 1992 vom greidd- ar 42 milljónir. Nú er það stað- reynd að á Sauðárkróki hafa ekki orðið áföll af völdum jyaldþrota, og ekki samdráttur meira en almennt er. Heldur raunar þvert á móti. Þegar váboðar hafa sést og hætta hefur steðjaó að hafa ffamsýnir og hugsandi menn tek- ið höndum saman og þá gert ráð- stafanir sem dugað hafa til að sem fæstir hafa misst vinnu sína af þeim sökum. Er þar á engan hallað þó að sagt sé að þar hafa forystumenn Sauðárkróksbæjar verið í farar- broddi í áratugi. Hefur bærinn í aðalatriðum komið skynsamlega inn í atvinnumálin, yfirleitt á rétt- an hátt og á réttum tíma. Með því haft fmmkvæði um atvinnuþróun og uppbyggingu, sem og björg- unaraðgerðir þegar illa hefur horft. Má þar nefna sem dæmi stofnun US á sínum tíma, Fjöl- brautaskólann, Steinullarverk- smiðjuna og nú síðast cndurreisn Loðskinns. Og þegar betur er að gáð, er í gangi hjá fyrirtækjum og einstak- lingum margvísleg þróun, ný- sköpun og markaðssetning, bæði innan rótgróinna fyrirtækja og svo stöfnun nýrra. Er hægt að nefna a.m.k. tug af slíkum verk- efnum og em vemlegar líkur á að meirihluti þcirra komist í höfn. Allt þetta skapar störf, treystir gmndvöllinn undir búsetu og vænlegt mannlíf og eykur fólki bjartsýni og þor. Ekki veitir nú af. Sem fyrr er sagt er staðreynd- in hinsvegar sú að viðvarandi at- vinnuleysi er. Nú í dag (18. febr.) vom verkalýðsfélögin að greióa útbæturtil 129félagsmanna. Em þeir búsettir um félagssvæðið allt, en 50 þeirra eiga lögheimili á Sauðárkróki. Þetta atvinnuleysi stafar ekki af neinum sérstökum áföllum í atvinnulífmu, heldur af því að því fólki fjölgar sífellt sem sækir í þau störf sem fyrir hendi em. Og reyndar em ástæðumar augljósar: a.m.k. tvær þeirra, samdráttur í landbúnaði og svo hitt að Sauðárkrókur þykir væn- legur staður til búsetu. Atvinnuþróun og fjölgun starfa er það gmndvallaratriði sem mestu máli skiftir um áfram- haldandi þróun. Tæpast verður um það deilt að héraðið allt er orðið eitt atvinnusvæði. 011 þró- un ekki síst varðandi samgöngur hefur unnið í þessa áttina. Þess- vegna hlýtur ábyrgðin af fram- haldinu að vera allra íbúa svæð- isins og þeirra sem til foiystu em kvaddir á hverjum tíma. Það hlýtur að blasa við, að sveitarfé- lögin eins og þau em nú em of litlar einingar til að takast á við þau verkefni sem framundan em í atvinnu- félags- og menningar- málum svæðisins. Það er ekki einkamál eins sveitarfélags eða forráðamanna þess að stuðla að jákvæðum aðgerðum í þeim efn- um. Hér hlýtur að þurfa sameig- inlegt starf. Skagfirðingar létu fram hjá sér fara gullið tækifæri, þegar íbúar í helmingi sveitarfélaganna höfnuðu sameiningu á síðasta ári. Þetta gmndvallaratriði að halda þeirri þróun sem raunar er hér í gangi, að skapa öllum starf sem hér vilja vera, gengur tæpast upp nema tekist verði á við verkefni frá stærri heild - og allir séu með. Með einu sveitarfélagi í Skaga- firði em önnur og betri skilyrði til að takast á við þá þróun sem ætla verður að flestir vilji sjá hér á næstu ámm. Því var það aó stjóm Verkalýðsfélagsins Fram geröi um þetta samþykkt sem send var bæjarstjóm Sauðárkróks og öll- um oddvitum á svæðinu. Má raunar líta á þessa grein sem eins- konar greinargerð með þeirri ályktun og til frekari útskýringa og áréttingar. Þó svo sameiningin hafi verið hafnað í sex hreppum er það eng- an veginn endanlegur dómur. 011 skynsemi mælir með því að þráðurinn verði tekinn upp að nýju og þeir sem lögðust gegn sameiningunni í haust endur- skoði sína afstöðu. Menn tali saman og kanni gaumgæfilega hvort ekki sé hægt að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Og umfram allt, að þau samtöl og niðurstaða verði látin snúast um það sem mestu máli skiptir. ff Komast áfram í lífinu og lifa vel og lengi" Er draumatakmark forseta skólafélags FNV Fullt nafn: Kristín Sigurrós Ein- arssdóttir Fcedd: 3. apríl 1974. Foreldrar: Einar Gíslason og Auður Sigurrós Isaksdóttir. Systkini: Gísli cr elstur, svo Sigríður, Brynjólfur Oskar og Astríður og ein hálfsystir Anna Guðný. Deild í FNV: Félagsfræðabraut. Þrjú lýsingarorð sem lýsa þér best: Oþolinmóð, kröfuhörð og afar upptekin. Hvar finnst þér best að vera: Uppi í rúmi. Hvernig líkar þér að vera hérna í skóla: Mjög vel. Hvaðfinnst þér best við skólann: Gott félagslíf. Hvaða viðburður í skólanum finnst þér skemmtilegastur: Erfítt að gera upp á milli. Leikritin, Opnu dagamir og árshátíðin. Hvað finnst þér verst við Sauðár- krók: Það er erfitt að segja. En ætli þaó sé ekki rokið. Kristín Sigurrós Einarsdóttir forseti skólafélags FNV. Helstu áhugamál: Ætli það sé ekki þetta arfgenga, ýmis konar félagsstörf. Uppáhaldsmatur: Maturinn hennar mömmu. Besta kvikmyndin: Eg fer afar sjaldan í bíó. Engin sérstök. Hvaða þekktri persónu vildirðu helst kynnast: Söngvaranum í hljómsveitinni Vinum Dóra. Hvað er það versta sem gceti komið fyrir þig: Lenda í ein- hverju alvarlegu slysi. Hvað gleður þig mest: Að vera í góðra vina hópi. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Ætli ég verði ekki að segja Ung- mennafélag Fljótamanna. Skrýmastifélaginn: Tóti smiður. Hver er helstafyrimyndin: Engin sérstök, maóur reyndir bara að tileinka sér það góða í þeim sem maður kynnist. Uppáhalds tónlist: Ég hlusta á allt nemajass. Uppáhalds teiknimyndapersóna: Grettir. Uppáhalds stjórnmálamaðurinn: Jóhann Arsælsson. Lífsregla: Komast yfir sem flest í lífinu. Hvað myndirðu gera efþú ynnir milljón íhappdrœtti: Ætli maður mundi ekki bara ferðast og skemmta sér fyrir það. Draumatakmark: Komast áfram í lífinu, og lifa vel og lengi. Félagasamtök, forráöamenn iyrirtækja og klúbba! „Látum sönginn hljóma" Söngskemmtun Geirmundar Bókanir og upplýsingar í síma 96-22770 Láttu fagmenn yfirfara loftnetið hjá þér! Erum með ný og góð mælitæki til að mæla út loftnetskerfi. Önnumst einnig uppsetningu á ioftnetskerfum. ❖ Ríkisjónvarp + útvarp * Stöð 2 % Farsíma % Bílaloftnet % Og fleira RAFMAGNSVERKSTÆÐI sími 95-35200 - fax 36049

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.