Feykir


Feykir - 23.02.1994, Qupperneq 8

Feykir - 23.02.1994, Qupperneq 8
Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra 23. febrúar 1994,8. tölublað 14. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Frá æfingu á Saumastofunni á Hvammstanga. Leikflokkurinn á Hvammstanga: Æfir Saumastofuna Æfingar á leikritinu Sauma- stofan eftir Kjartan Ragnars- son hafa staðið yfir um nokk- urt skeið hjá Leikflokknum á Hvammstanga og líður nú að frumsýningu sem áætiuð er nk.Iaugardagskvöld 26. febrú- ar. Hörður Torfason hefur annast leikstjórn og er þetta í annað sinn og annað árið í röð sem Hörður leikstýrir á Hvammstanga. Leikendur eru níu talsins og alls koma um 20 manns að því að koma sýningunni á fjalimar. Aætlað er að sýning verði aftur 3. mars á Hvammstanga og síð- an verði verkið sýnt utan byggð- arlagsins, á Skagaströnd 9. mars, í Búðardal 12. mars og Kópa- vogi 13. mars. Að leikförinni lokinni er svo fýrirhugað að sýna þrisvar á Hvammstanga, 17., 18. og 20 mars. Formaður Leik- flokksins á Hvammstanga er Auðbjörg Magnúsdóttir. EA. Deildarstjóraskipti hjá KS í Varmahlíð , Já ég ætla að vona að reynsla mín af dvölinni í Mývatnssveit- inni komi mér til góða. Mér lýst mjög vel á þetta nýja starf og vil sjá Skagafjörð eflast. Við erum í þjóðbraut og höfum góða möguleika að því leyti. Það verður kappkostað að veita góða og lipra þjónustu“, segir Helgi Gunnarsson sem taka mun við starfi deildarstjóra úti- bús KS í Varmahlíð með vor- inu. Helgi segist taka við góðu búi af Guðmanni Tobíssyni, sem hafi unnið farsælt og gott starf frá því kaupfélagsútibúið var opnað í Varmahlíð fyrir 26 ámm. Það er að ósk Guðmanns sem deildar- stjóraskiptin verða, og ætlarhann að flytja sig um set til Sauðár- króks og takast þar á við nýjan og væntanlega heldur rólegri starfs- vettvang hjá kaupfélaginu. Helgi Gunnarsson hefur und- anfarin misseri haft umsjón meö byggingavörudeildinni í Skag- firðingabúð, en var þar áður bú- settur í Mývatnssveitinni, þar sem hann leigði og rak útibú Kaupfé- lags Þingeyinga. LANDS Þrjár bækur með mismunandi binditíma, háum raunvöxtum og lántökurétti í RS fm Landsbanki Sími Mk ís,ands LJlllll •J*J*J*J*J JjU Banki allra landsmanna Verkalýðsfélagið Fram: Hvetur til að héraðið verði eitt sveitarfélag LFNV sýnir Stútungasögu Leikfelag fjölbrautaskólans frumsýnir annað kvöld (fimmtudagskvöld) Ieikritið Stútunga sögu. Er hér um nýlegt leikverk að ræða eft- ir þau Armann Guðmunds- son, Hjördísi Heiðrúnu Hjartardóttur, Sævar Sigur- geirsson og Þorgeir Tryggva- son. Leikendur eru um 25 talsins, þar af tveir kennar- ar skólans, þeir Björn og Geirlaugur Magnússynir. Æfingar á Stútungasögu hafa staðið yfir í nokkrar vik- ur undir leikstjóm Eddu V. Guðmundsdóttur. Talsvert af söng og tónlist er í verkinu og er sú hlið í umsjón Hilmars Sverrissonar. Eins og fjöldi leikenda gefur tileíhi til að áætla, vinna mjög margir að uppfærslu þessarar sýningar. Jeppafólk í ógöngum Flugbjörgnnarsveitin í Varma- hlíð var kölluð út klukkan hálfníu á laugardagskvöld, til eða grennslast eftir ungu fólki sem hafði farið á tveim jepp- um í Staðarfjöllin um miðjan daginn. Björgunarmenn fóru á tveimur snjóslcðum og snjó- bfl upp í fjöiiin, en fljótlega eft- ir að þeir lögðu af stað kom einn jeppamannanna gang- andi niður í Vatnshlíð. Varð það til að auðvclda leitar- mönnum að finna fólkið. Að sögn Böðvars Finnboga- sonar hjá Flugbjörgunarsveit- inni, var fólkiö búið að vera á gangi í fjóra tíma þegar það fannst og var farið aó gæta tölu- verðrar þreytu hjá því, en jepp- ana hafði það fest í svokölluðum Vatnadal. Greiðlega gekk að ferja fólkið heim til sín, en jepp- amir voru frá Víðimýrarseli og Vatnshlíö. Böðvar sagði að þeir þremenningar sem kallaðir voru af þorrabótinu í Miðgarði hefðu verið mættir þangað að nýju klukkan hálf eitt. A sunnudag var síðan farið að ná í jeppana og reyndist það ekki heiglum hent, enda ekkert færi til að fara á jeppum upp í fjöllin í hlákunni sem gerði um helgina. Héldu lækimir ekki jeppunum, en um síðir tókst þó að koma jxim til byggða. Stjórn Verkalýðsfélagins Fram hefur sent áskorun til allra sveitarstjórna í Skagafirði að taka nú þegar upp viðræður með það að markmiði að hérað- ið verði eitt sveitarfélag. Askor- unin er tilkomin vegna viðvar- andi atvinnuleysis undanfarna mánuði, og er stjórn Fram þeirrar skoðunar að menn hafi látið sér úr greipum ganga tækifæri til að sameinast um frekari atvinnuþróun og fjölg- un starfa, þegar hafiiað var sameiningu sveitarfélaga á síð- asta hausti. A fundi sínum nýlega fagnaði stjóm Fram því að með samstilltu átaki og mikilli vinnu fjölmargra hafi að mestu tekist að koma í veg fyrir stöóvun og gjaldþrot fyrir- tækja á félagssvæðinu. Þá er það einnig fagnaðarefhi að í sumum fyrirtækjum er í gangi vöruþróun og markaðssókn, auk þess sem ný fyrirtæki eru að hasla sér völl með nýjar framleiðslugreinar á svæð- inu. Allt sé þetta jákvæð þróun sem leiði af sér fjölgun atvinnu- tækifæra, segir í áskoruninni. Hinsvegar sé áhyggjuefhi, að það atvinnuleysi sem viðvarandi hafi Hafrannsóknarstofnun mælir með því að heimildir til rækju- veiða á Skagafirði verði tvö- faldaðar ff á því leyfi sem gefið var út í haust, úr 200 tonnum í 400 tonn. Er það svipuð veiði og Ieyfð hefur verið í firðinum undanfarin ár, kvótinn hefur rokkað frá 400-500 tonnum, þegar þær voru mestar í hitt- eðfyrra. Ráðuneytið hefiir ekki staðfest leyfið, en fastlega má reikna með að svo verði. Þegar Dröfnin rannsakaði mið- in í haust var lítið um rækju, og voru þá heintild til veiða skorin niður. Þegar veiðar hófust síðan að nýju efdr áramótin, hafði mikil aukning orðið í rækju á firðinum og hefúr veiði verið mjög góð að verið á félagssvæðinu undanfama mánuði, nái nú í auknum mæli til íbúa strjálbýlli hreppa héraðsins, og bregðast þurfi við því á viðeig- andi hátt. Stjóm Fram telur að nú sé vænlegast að kalla sem flesta til ábyrgðar, til að takast á við at- vinnuþróun í héraðinu, og því sé best borgið með sameiningu hér- aðsins í eitt sveitarfélag. Jón Karlsson formaður Verka- lýðsfélagsins Fram segir að af mörgum aðilum sem að atvinnu- málum komi, hafi af öðmm ólöst- uðum engir sýnt þeim meiri skiln- ing en forráóamenn Sauðárkróks- bæjar, og hafi bæjarfélagið stutt vel við atvinnulífið á mörgum umliðnum ámm. A sama tíma hafi fjölgað fólki úr sveitnum er sótt hafi vinnu til Sauðárkróks. Sá tímapunktur hljóti að koma að öll- um sveitarfélögum í héraðinu beri að sameinast í því verkefni, sem atvinnuþróun og atvinnuuppbygg- ing sé. Jón segir þaó geti ekki talist sanngjamt að Sauðárkrókur taki að mestu einn á sig þessar byrðar í framtíðinni, sem þýði ekkert annað en fresta verði verk- legum framkvæmdum og upp- byggingu þjónustu í bænum. undanfömu. Þrír bátar em á rækj- unni, 3 ífá Krók og einn ffá Hofsósi. Oddvitinn Sameining sameining. Þetta er nú orðið svolítið þreytandi. Hafrannsóknarstofnun: Tvöfaldar heimildir til rækjuveiða á Skagafirði BÖKABÚB BEXlTcXARS Gæðaframköllun

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.