Feykir


Feykir - 02.03.1994, Blaðsíða 6

Feykir - 02.03.1994, Blaðsíða 6
6FEYKIR 9/1994 Heilir og sælir lesendur góöir. Jóhann- es Bjömsson á Laugarbakka brást vel viö áskoruninni. Hann hefur eins og fleiri landsmenn fylgst meö þeinri orrahríð sem veriö hefur á stjómarheimilinu nú undan- farið, eftir þessari vísu hans aö dæma. Enginn vinnur orðið heilt, aum er krata sálin. A Alþingi er ennþá deilt um afurðasölumálin. Næstu vísu mun Jóhannes hafa ort er hann las í blaðagrein eftir brottrekstur Arthúrs Björgvins, þau ummæli hans aö hann teldi aö Heimir útvarpsstjóri heföi veriö búinn að lofa sér því að sjá um aö Hrafn léti Svölu í ffiði. Og þá er bara aö vænta þess að Ami Jón Eyþórsson bóndi á Bálkastöóum láti ifá sér heyra fyrir næsta þátt. Þá koma hér næst tvær vísur eftir Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd sem ortar vom er hann heyrði andlát hins kunna manns Svein- bjöms Beinteinssonar. Sveinbjörn Beinteinsson er fallinn, sá er lengi af snilli kvað. Bekkurinn við Bragapallinn býður mikið tjón við það. Þá hefur Sveinbjörn goði gengið gamall lífs afveginum. Hvílurúmiðfastafengið fram að efsta deginum. Framtíð mín erfall um sinn, fátt mér verður nú að liði. En sjáðu til þess séra minn að Svölu láti Hrafn í friði. Margir hagyrðingar hafa orðið til þess aö yrkja fallega til stökunnar. Ekki man ég fyrir víst hvort ég hef birt þessa ágætu vísu hér í þættinum, en held aö svo muni ekki vera. Höfundur er Jón S. Bermann. Um leið og Jóhannes upplýsir okkur að lokum um framhaldið í næsta þætti, kvittar hann fyrir þá vegtyllu sem honum hefur nú hlotnast. Bálkastaða-Árni ég boltann sendi þér, þú býrð til snjallar vísur, það flestir segja mér. En Heiðrúnu ég þakka, þó á mig oft hún leiki, og ósköp var hún hugulsöm að koma mér í Feyki. Skrefagóður gekk ég frá geislabreiðum degi. Þú varst leiðarljósið þá langa heiðar\>egi. Annarri vísu man ég eftir með svipaðri meiningu, held ég að hún sé eftir Svein Hannesson frá Elivogum. Flest þó moli tímans tönn, trausta boli hylji, stakan þolirfrost og fönn flóðaskol og bylji. Þá má bæta því við að Vilhjálmur Benediktsson frá Brandaskarði mun eitt sinn hafa komist að eftirfarandi niður- stöðu. Oft mér hugljúftyndi bar ómþýð Ijóðahending. Hún í erjum vetrar var vörn og þrautalending. Næst kemur haglega gerð hringhenda sem mun vera eftir Antantý Jónsson, lengst af verkamann á Skagaströnd. Heúm þó glaumur greiði á gleðitaunum sínum, orkustraunm á égfrá œskudraumum mínum. Annarri hringhendu man ég eftir sem ég held endilega að sé einnig eftir Angantý. Inn á nýja legg ég leið lífs skal flýja harma. Andans hlýja gatan greið gefur skýja bjarma. Góð hressing væri nú að heyra næst brot úr lasleikakvæði, sem reyndar mun alls ekki hafa verið gerð um neina bana- legu. Höfundur er Böðvar Guðlaugsson. írúminu ég heflegið lon og don og lengst afbœði öfitgur og þversum. Við þvílíkar aðstœður er nú tœpast von á yfirmáta kristilegum versum. Lamar mig gigtin, lendin er ncerri stjörf og logandi sárir verkir í öxlum og mjó- baki. Aldrei fyrr var mér brýnni og bráðari þörf á brennivímdreitli ásamt kvenmanni og tóbaki. Þá skal affur gripið til hringhendunnar. Höfundur er Jón Gissurarson í Víðimýr- arseli. Lifum dátt við leik og grín, lamast brátt mun kífið. Andans máttur ekki dvín, er við sáttur lífið. Fleiri hringhendur rifjast upp. Þessi mun vera eftir Jón Jónsson frá Eyvindar- stöðum. Rökkurs undir rósa vef rétt áfiundi skotið. Eg hjá sprundum oftþá hef unaðsstunda notið. Önnur kemur hér eftir Jón. Allt sér tryggja œ sem mest íþví liggur vandi. Núfinmt hyggnum höldum best húsin byggja á sandi. Síðan verður gott að enda með vísu eftir Bjama frá Gröf og þarfnast hún ekki skýringa við. Syndir eins ogfjaðrafok finnast kringum veginn. Þegar ég í leiðarlok lendi hinum megin. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum 541 Blönduósi, sími 95-27154. Athyglisvert mannlíf: Útvegsbændur enn til í Mjóafirði Hvammstangi: Lokið við leikskóla í sumar Tindastóll kominn á lygnan sjó Eftir sigur á Skallagrími í síðustu viku Stærsta ffamkvæmd á vegum Hvammstangahrepps á þessu ári verður að ljúka við byggingu leikskóla, en bygg- ing hans hefur staðið í nokkur ár. I nýja leikskólanum verður aðstaða fyrir 40 böm. Til þess að ljúka byggingu leikskól- ans verður varið 10 milljónum króna. Sanmkvæmt fjáihagsáætlun Hvammstangahrepps sem afgreidd var nýlega verður lítils háttar fjárveiting til hönn- unar íþróttahúss á staðnum, sem ákveðið hefur verið að reisa á lóð samhliða sund- lauginni. Líklegt er að bygging íbúð- arhúsnæðis verður einungis í félagslega íbúðarkerfinu eins og verið hefur undanfarin ár. Hvammstangahreppur fékk á síðasta ári úthlutað einni íbúð frá Húsnæðismálastofnun. A þessu ári verði lokið við byggingu þriggja íbúða sem teknar verða í notkun á árinu. Tindastólsmenn gerðu góða ferð í Borgarnes sl. fimmtu- dagskvöld, þegar þeir sigruðu Skallagrímsmenn 69:67 í úr- valsdeildinni. Með þesum sigri kom Tindastólsliðið sér í þægilega stöðu í deildinni, og ætti þátttökuréttur næsta vetur að vera að mestu í höfh. Eins og lokatölumar gefa til kynna var um að ræða sætan sigur í mjög jöfnum leik. Tinda- stóll hafói þó yfirleitt ffumkvæðið, og var fimm stigum yfir í leikhléinu, 40:35. Vamarleikur og barátta var í öndvegi sem og í fleiri leikjum Tindastóls í vetur. Skallagrímsmenn jöfnuðu 67:67 þegar fimm sekúndur voru til leiksloka, en þeir bmtu strax á Ingvari, sem hitti úr fyrra skotinu og eftir að hafa hneigt sig fyrir trylltum áhorfendum setti hann það seinna niður. Stig Tindastóls skomðu: Páll Kolbeinsson 18, Ingvar Ormars- son 14, Róbert Buntic 13, Láms Pálsson 8, Sigurvin Pálsson 6, Hinrik Gunnarsson 6 og Ómar Það mæddi mikið á Ingvari Ormarssyni í lok leiksins sl. fimmtudagskvöld. Sigmarsson 4. Hjá Skallagrími vom Ermolinski og Ari stiga- hæstir með 20 stig hvor. Næsti leikur Tindastóls, og sá fjórði síðasti í deildinni í vetur, verður gegn Haukum í Hafnarfirði nk. laugardag. Einn bátur hefur stundað róðra frá Brekku síðan um mánaðamótin janúar-febrú- ar. Gæftir hafa verið stirðar og afli tregur. Að sögn Sigfús- ar Vilhjálmssonar bónda á Brekku eru fjórir bátar gerð- ir þaðan út og munu þeir fara á net upp úr mánaðamótum. Aflinn er lagður upp í Brekku og verkaður í salt. Tveir af þessum bátum munu síðan fara á grásleppu í mars-aprfl. í haust var tekin í notkun ný smábátahöfn og er hún til mikils hagræðis fyrir sjómennina, en hefur þó ekki reynst sem skyldi, þar sem nokkur óróleiki er í höfninni í hafátt. I Brekkuþorpi er búið á sjö bæjum auk þess að búskapur er stundaður á Dalatanga. Á Mjó- afirði er orðið útvegsbóndi enn í fullu gildi, þar sem þrír bændur hafa viðurværi sitt jafnt af landi og sjó. Sigfús vildi meina, að þó vissulega hefði þrengt að bændastéttinni á undanfömum ámm, þá væri skerðing á afla- heimildum sjómanna enn meiri og nefndi sem dæmi að á fimm ámm hefði þorskkvóti á trillu sem hann gerir út í félagi við bróður sinn ntinnkað úr 60 tonnum í tæp 11. Mjóafjarðarheiði lokaðist nokkm fyrir jól og er mikill snjór til fjalla en aftur á móti er autt á annesjum. Mjófirðingar hafa því lítið verið á ferðinni það sem af er árinu en hyggjast létta sér upp um næstu helgi og fara á þorrablót Mjófirðingafé- lagsins í Neskaupstað, ef veður leyfir. Úrslit í tvímenningi Bridsfélags Sauðárkróks Sem spilaður var 26. febrúar síðast liðinn: 1. Kristján Blöndal / Bjami R. Brynjólfsson.60 stig 2. Páll Hjálmarsson / Stefán Skarphéðinsson.30 stig 3. Garðar Guðjónsson / Jón Öm Bemdsen......30 stig

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.