Feykir


Feykir - 09.03.1994, Blaðsíða 5

Feykir - 09.03.1994, Blaðsíða 5
10/1994 FEYKIR5 Námstefna um at- vinnumál kvenna Samband Austur-Húnveskra kvenna stóö nýlega fyrir náms- stefnu um atvinnumál kvenna. Var meginverkeíni námstefnunn- ar atriði tengd handverki og list- munagerö kvenna, svo sem eins og sölu og markaðsmál og einnig var á dagskrá fræðsluerindi og umræöur um mannleg samskipti. Fyrirlesarar vom Elín Antonsdótt- ir frá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarð- ar, Helga Erlingsdóttir frá félaginu Handverks konur milli heiða og Helga Thoroddsen fyrrv. verkefn- isstjóri Þingborgar. Elín Antonsdóttir og Helga Er- lingsdóttir byggðu sín erindi upp sameiginlega. Elín rakti þróun í vinnu kvenna frá fyrri tíð til okkar daga og greindi frá einstökum fyritækjum sem konur hafa byggt upp og rekstri þeirra. Þá kynnti Elín sérstaklega markaðs- og sölu- mál og rakti ferlið frá hugmynd að þróun og framleiðslu, þar til áhrif neyslu þessarar vöm hafa komið ffam. Helga sagði frá uppbyggingu Handverkshóps milli heiða, hvemig hópurinn skiptir sér í aðra smærri, eftir landfærðilegri stöðu og verkefnum. Þakkaði hún sér- staklega góða aðstoð ráðunauts búnaðarsambandins svo og Elínar atvinnuráðgjafa. Þá greindi Helga frá fjármögnun verkefna, t.d. hvaða sjóðir legðu handverkinu lið. Vikið var að tofnun Goóafoss- markaðar hf og Helga kynnti nokkrar ffamleiðsluvörur hópsins. Þá lagði Helga áherslu á að hand- verkskonur sinntu skatta- og fram- talsmálum samviskusamlega, þannig að þessi starfsemi væri lögleg og yrði ekki flokkuð til „svartrar atvinnustarfsemi“. Helga Thoroddsen ræddi fyrst og fremst um mannlega þáttinn í uppbyggingu slíkra hópa. Lagöi hún áherslu á ábyrgð einstaklings- ins gagnvart vinnu sinni og sjálf- um sér, sameiginlegum markmið- um og samvinnu að hugmyndum innan hópsins. Helga byggði erindi sitt fyrst og fremst á reynslu sinni varðandi þróun Þingborgarhópsins. A eftir fyrirlestrinum vom hringborðsumræður og tóku marg- ir þátttakendur til máls. Niðurstöð- ur voru einkum að byggja þyrfti upp fleiri hópa hér í héraði, en einn hópur er starfræktur nú í Svínavatnshreppur, eða myndi tengsl við einstaklinga sem vinna aö handverki vítt og breitt um Húnaþing. Sérstaklega væri nauð- synlegt að ráða verkefnisstjóra sem hjálpaði til viö sölu, markaðs- mál og fjárútvegun. Til námssteffiunnar mættu tæplega 30 manns og stóð hún í átta kennslustundir. Henni var ætl- að að skapa umræður og efla áhuga og frumkvæði þeirra sem að handverki starfa, en ekki af- greiða ályktanir. Gestir lýstu mik- illi ánægjumeðþettaffamtakSam- band Austur-húnvemskra kvenna, svo og með námsstefnuna í heild, sem þeim fannst bæði fróðleg, skemmtileg og síðast en ekki síst gagnleg. Elín Sigurðardóttir. „Lifi fyrir daginn í dag" er lífsregla Snæbjörns Valbergssonar Fullt najh: Snæbjöm Freyr Valbergsson Fœddur: 25. maí 1973. Foreldrar: Valberg Hannesson fyrrv. skólastjóri Fljótum (látinn) og Ashildur Öfjörð. Systkini: Þórdís Malmquist hálfsystir og Bcrgur Ketilsson hálfbróóur, og alsystkynin Rögnvaldur, Aðalbjörg, Valdís, Hannes og Magnús sem lést af slysförum fyrir nokkmm árum. Deild í FNV: Hagfræðabraut. Þrjú lýsingarorð sem lýsa þér best: Mjög upp- tekinn, frekar hógvær, en misþolinmóður. Hvar finnst þér best að vera: I góðra vina liópi. Hvernig líkar þér að vera hérna í skóla: Þokkalega. Hvað finnst þér best við skólann: Félagslífið. Hvaða viðburður í skólanum finnst þér skemmti- legastur: Opnir dagar og skólaheimsóknir. Hvaðfinnst þér verst við Sauðárkrók: Það er rokið og misjafnt veðurfar. Helstu áhuganml: Fótbolti, sund, brids og tölvur. Uppáhaldsmatur: Medium steiktar nautalundir. Besta kvikmyndin: Das Boot. Hvaða þekktri persónu vildirðu helst kynnast: Óla Gríms. Hvað er það versta sem gœti komið fyrir þig: Ná ekki að útskrifast í vor. Hvað gleður þig mest: Þegar manni er hrósað. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Manchester United. Skrýtnastifélaginn: Pálmi Vilhjálms. Hver er helsta fyrimyndin: Hannes bróðir. Uppáhalds tónlist: Ymisskonar dægurlagatónlist, t.d. meó U2. Uppáhalds teiknimyndapersóna: Binni og Pinni. Uppáhalds stjórnmálanuiðurinn: Ólafur Ragnar Grímsson. Snæbjörn Valbergsson er gjaldkeri í Skólafélagi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Lífsregla: Lifa fyrir daginn í dag. Hvað myndirðu gera efþú ynnir milljón í happ- drœtti: Gera minna er ég get og koma hlutunum á aðra. Draumatakimrk: Verða betri en ég er og vera aðalmaðurinn. ÍSLENSK F/RIRTÆKI 1994 Hafðu ÍSLENSK FYRIRTÆKI við höndina. Þar finnur þú svörin. ÍSLENSK FYRIRTÆKI er bók sem gripið er til aftur og aftur þegar þörf er á haldgóðum upplýsingum um ÍSLENSK FYRIRTÆKI og stofnanir. í bókinni er að finna allar helstu upplýsingar sem menn í viðskiptum og athafnalífinu þurfa svo oft að grípa til. Verð bókar: 1 eintak: Kr. 4.950,- 2 eintök: Kr. 4.450,- pr. bók 3 eintök: Kr. 3.950,- pr. bók 5 eintök: Kr. 3.450,- pr. bók 10 eintök: Kr. 2.950,- pr. bók I bókinni eru: 1) Kennitölur, símanúmer og faxskrár fyrirtækja 2) Fyrirtækjaskrá 3) Vöru - og þjónustuskrá 4) Umboðsskrá 5) Utflytjendaskrá Notagildi ISLENSKRA FYRIRTÆKJA Gunnar Helgi Hálfdánarson forstjóri Landsbréfa hf. Fróöi hf.Ármúla 18, 108 Reykjavík Pantanasími: 91-812300 Fax 91-812946 er otvirœtt. FRÓDI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.