Feykir


Feykir - 09.03.1994, Blaðsíða 6

Feykir - 09.03.1994, Blaðsíða 6
6FEYKIR 10/1994 U Lir|irrTCC \ \ Texti: Kristján J. Gunnarss. VJKij 1 Jl Iðð r\ VJ r\ Teikningar: Halldór Péturss. 133. „Séð mun ég hafa þá, sem þér leitið að. Skorti yóur nú alllítið að finna þá, því að þeir voru hér fyrir sunnan mýramar þær, sem eru til vinstri hand- aT‘. En er þeir heyröu þetta, þeystu þeir út á mýramar. Þar vom svo mikil tén, að þeir komust hvergi fram og urðu að draga úr hestana og hröktust þar í lengi dags. Báðu þeir illa fyrir þessum fömmanni, er þá hafði svo dárað. Öllum þótti nú Þórir hafa fengið af slíkt eða verra en íyrr í þeirra viðskiptum. 134. A Sandhaugum í Bárðardal var reimt mjög. Þaö bar til að Steinvör húsfreyja fór til Eyjadalsár til jólatíða, en bóndi var heima. Um nóttina heyrðu menn brak mikið í skálann og til sængur bónda. Um morguninn var bóndi horfinn og vissi enginn, hvaö af honum var orðið. Grettir hafði spum af þessu og gerði ferð sína til Bárðardals og kom aðfangadag jóla til Sandhauga. i/ 135 Hann duldist og nefndist Gestur. Húsfreyja sá að hann var furðu mikill vexti. Hann beiddist gist- ingar. Húsfreyja kvað honum mat til reiðu, - „en ábyrgst þig sjálfur". Hann kvað svo vera skyldu, „mun ég vera heirna", segir hann, „en far þú til tíða ef þú vilt“. „Illt þykir mér heima að vera“, segir hún, „en ekki kemst ég yfir ána“. „Eg skal fylgja þér yfir “, segir Gestur. Síðan bjóst hún til tíða og dóttir hennar með henni, lítil vexti. Hláka mikil var úti og áin í leysing- um. Var á henni jakaför. 136. Þá mælti húsfreyja: „Ófært er yfir ána bæði mönnum og hestum". „Vöð munu á vera", kvað Gestur, „og verið eigi hræddai'1. „Ber þú fyrst meyna", kvað húsffeyja, „hún er léttari". „Ekki nenni ég að gera tvær ferðir að þessu“, seg- ir Gestur, og greip þær upp báðar og setti ina yngri á kné móður sinnar Lokaspretturinn í körfunni framundan I»að líður að lokum körfubolta- vertíðarinnar. A næstu dögum fara fram tveir síðustu heimaleik- ir Tindastóls í úrvalsdeildinni í vetur. Nk. fóstudagskvöld koma KR-ingar í heimsókn á Krókinn og á þriðjudagskvöldið síðan Njarðvfldngar. Þá leikur meist- araflokkur kvenna síðasta leik sinn í defldarkeppninni um næstu helgi gegn Grindavík syðra. Imrfa konumar að vinna þann leik til að komast í úrslitakeppn- ina, en um síðustu helgi vann Tindastóll yfirburðasigur á IR- ingum í tveimur leikjum, munur- inn var yfir 50 stig í öðmm leikn- um og yfir 60 í hinum. Karlalið Tindastóls sótti Hauka heim sl. laugardag. Leikurinn þótti frekar bragðdaufur, en Tindastóls- menn veittu þó Haukaliðinu venðuga mótspymu. Lokatölur urðu 78:70 fyrir Hauka og þeir höfðu einnig fimm stig yfir í leikhléi, 31:26. Ró- bert Buntic skoraði 20 stig fyrir Tindastól, Ingvar Ormarsson 13, Omar Sigmarsson 11, Sigurvin Páls- son 10, Hinrik Gunnarsson 7, Láms D. Pálsson 6 og Ingi Þ. Rúnarsson 3. Páll Kolbeinsson lék ekki með Tindastóli sökum bakmeiðsla. Tindastóll skoraði fimm þriggja stiga körfúr í leiknum á móti ljórum Hauka. Með sigri gegn KR-ingum á föstudagskvöldið geta Tindastóls- menn gulltryggt sæti sitt í deildinni. Þeir hafa 14 stig, en Skallagrímur og Valur 12. Tindastóll stendur vel að vígi meó sigur í báðum innbyrðis- viðureignum við þessi lið, sem þýð- ir að það dugar þeim ekki að verða jafn Tindastóli að stigum. Auk þess- ara tveggja heimaleikja á næstunni á Tindastóll efldr að keppa við Grinda- víksyðra. Körfubolti 2. deild: Þrymur í úrslit Körfuknattlcikslið Þryms ffá Sauðárkróki tryggði sér um hclgina rétt tilkcppni í úrslit- um 2. dcildar Islandsmótsins í körfubolta. Liðið sigraði ör- ugglcga í síðasta fjölliðamóti síns riðils, í keppni sem ffarn fór á Blönduósi. Þrymsmenn sigruðu USVH 76:49, Leiftur 93:46, UFA 81:66 og USAH 56:47. USAH varð í öðru sæti í mótinu, UFA í því þriðja, Leiftur í fjórða og USVH rak lestina. Leiftur, sem stóð jafnfætis Þrym fyrir keppnina á Blönduósi, varði í öðru sæti rið- ilsins eftir fjölliðamótin fjögur í veuir. Urslitakeppni annarrar deild- ar verður líklega á dagskrá í lok apríl, að sögn Halldórs Inga Steinssonar stjómarmanns í Þryms. Styrktaraðilar fjölliðamótsins á Blönduósi voru: Búnaóarbanki Islands, Islandsbanki, Vilko, Goói og Vátryggingafélag Islands. Feykir fyrir 10 árum Þrj'ú leikrit í Sæluviku Hvorki fleiri né færri en þrjú leikrit verða sýnd í Sæluviku Skagfirðinga að þessu sinni og eru öll sett upp af leikfélögum í Skagafirði. Það er því óhætt að fullyrða að leiklistin sé í blóma um þessar mundir lijá Skagfirð- ingum. Leikfélag Sauðárkróks mun sunnudaginn 1. april ffumsýna sakamálaleikritið Beðið í myrkri eftir Fredrick Knott. Hávar Sigur- jónsson leikstýrir. Umhverfis jörðina á áttatíu dögum er fræg saga eftir Jules Veme og hefur Bent Ahlfors gert leikrit byggt á henni. Leiklistar- klúbbur Fjölbrautaskólans fmm- sýnir það þriðjudaginn 3. apríl. Leikstjóri er Geirlaugur Magnús- son. Þriðja leikritið kemur frá Hofs- ósi. Það er skopleikurinn Saklausi svallarinn cftir Amold og Bach, sem Kristín Bjamadóttir leikstýr- ir. Ær kafna í reyk Mikið tjón varö á bænum Rútsstöðum í Svínavamshreppi laugardaginn 18. febrúar sl., en þá köfhuðu 86 ær, þrjú geldneyti og nokkrar hænur í reyk. Næstu nótt drápust tvær ær til viðbótar úr reykeitmn. Eldurinn kviknaði út frá raf- magni í skúr, sem var milli tveggja hlaða og læsti hann sig þaðan í heyiö í báðum hlöðunum. Mikinn reyk lagði af bmnanum með fyrmefridum afleiðingum. Fólk af nálægum bæjum og slökkviliðið á Blönduósi kom á „Já við emm bara með fé. Við misstum skal ég segja þér beljuna. Hún veiktist fyrir tveimur ámm og svo urðum við að farga henni um haustið. Þaó visnaöi upp á henni kálfurinn og einhver skrattinn var að henni annar. Hún fór svo í slát- urhúsið á Þingeyri. Svo hringdi Sigurður Jarlsson ráðunautur því hann vissi að við urðum að lóga beljunni. Hann sagði að eldri kona á Barðaströndinni vildi selja belju. Jú, jú, það var allt í lagi frá hennar hendi en Sigurður Sigurðarson dýralæknir aftók það í alla staði að við fengjum hana. Ég sagði honum að þetta væri á sama ljársvæði og spurðu hvers vegna við mættum ekki kaupa beljuna. Þá sagði hann að það hefði verið að fféttast frá Englandi að riðuveiki væri komin í kýmar. Ég sagði þá við hann: „Em þeir bara famir að senda veikina hingað á nokkmm mínútum þaðan vestur í Amaríjörð". Það er engin belja hér í hreppn- um nema úti á Björgum sem það hefur fyrir sjálft sig og Lokin- hamra. Svo hringdi Sigurður og sagði að ég mætti kaupa belju inni staðinn og tókst að ráða niðurlög- um eldsins. Ekki urðu teljandi skemmdir á húsum, cn töluveiður á heyi. Hey og skepnur vom tryggðar. Skriður kominn á vatnsmálið Eftir margra ára undirbúning virðist loksins hilla undir að skrið- ur komist á framkvæmdir við vatnspökkunarverksmiðju á Sauðárkróki. Þann 24. febrúar sl. var undirritaður í Reykjavík samningur milli alþjóðlegs versl- unarfyrirtækis í Toronto í Kanada og Islensks lindarvams, fyrirtækis Hreins Sigurðssonar. I samningnum skuldbindur kanadíska fyrirtækið sig til að kaupa hvorki meira né minna en 18 þúsund tonn af fersku vatni frá Sauðárkróki árlega og gildir samningurinn til 10 ára. Kanadíska fyrirtækið er heild- sölufyrirtæki en bandarískir aðil- ar sjá síðan um dreifingu vatnsins á markað þar í landi. Hreinn Sigurðsson sagói í samtali við Feyki að ef veður leyfði yrði byggingaframkvæmd- um haídið áfram við verksmiðju- húsið í þessum mánuði. Hreinn áætlar að í ársbyrjun 1985 geti verksmiðjan tekið til starfa og strax í upphafi ættu 25-30 manns að vinna þar.. Samhliða samningnum við Kanadamenn hefur verið gerður nýr samningur milli Sauðárkróks- bæjar og Hreins Sigurðssonar um einkarétt Hreins á köldu vami til pökkunar og sölu. Gildir sá samn- ingur til 10 ára, eins og samning- urinn við Kanadamenn. í Djúpi. „Þaðan á ekki að senda riðuveikina", sagði ég þá. Ég sag- aðist vita um beljumar í Djúpinu. Þær væru gamlar og ónýtar og ver- ið væri að lóga þeim og þær keypti enginn maöur. Sagt var að þær mjólkuðu ekkert og ekki hefði ver- ið nógu góð umsinning um þær. Jæja, svo hringdi ég að Kirkju- bóli í Dýrafirði og spurði eftir hvort þeir ættu kvígu eða einhverja belju. Jú þeir áttu þaó. Ég spurði hve gömul hún væri. „Hún er svona tveggja ára“, var sagt. Ég spurði hvort hún væri fengin. Það vissu þeir ekkert um. Hún væri bara úti. Ég spuiöi hvort þeir vildu ekki selja okkur hana eóa einhverja belju, því við mættum kaupa þama í Dýra- firðinum. Ég fékk ekkert svar með það. „Þið hljótið að geta sagt já eða nei“, sagði ég. Ekki var hægt að fá svar. „Haldiði að við förum svona illa með beljuna", sagði ég. „Nei". Svo hringdi ég aftur í þá og fékk þvert nei. En veistu hvað? Þeir settu hana heldur á sláturhúsið heldur en selja okkur hana. Svo nú verðum við bara að kaupa mjólk. G.HjyVestfirska. Úr héraðsfréttablöðum Beljuraunir feðganna á Ósi

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.