Feykir


Feykir - 06.04.1994, Side 5

Feykir - 06.04.1994, Side 5
13/1994 FEYKIR5 Um tilurð lagsins Undir bláhimni, sem fólk hefur hrifist af í 30 ár Mér er sagt að fyrir nokkru hafi hið landsþekkta og vinsæla lag, Undir bláhimni blíðsumars- nætur“, verið flutt í Saumastofu- þætti Hermanns Ragnars Stef- ánssonar. Var þess getið til, að lagið væri sænskt og textinn eft- ir Magnús Gíslason, fyrrum skólastjóra, en hann mun um skeið hafa verið búsettur í Sví- þjóð. Nú hef ég heyrt ýmsar tilgátur um þjóðemi þessa lags. Það á að vera þýskt, enskt, skoskt, írskt og nú sænskt. Og nýjustu „upplýs- ingar“ um þjóðemi lagsins herma, að það sé ættað frá Hawaieyjum. Ekki er það á mínu færi að skera úr um þetta og ég held að menn ættu að láta sér hægt með fullyrðingar um þjóð- emið nema óyggjandi upplýsing- ar liggi íyrir. Það er eins með ljóðið og lag- ið að ýmsar tilgátur hafa heyrst um höfund þess. Astæðan er óef- að sú, að á hljómplötu Heimis er aðeins sagt, að ljóðió sé eftir Magnús Gíslason. Það er auðvit- að rétt en allflestir munu samt engu nær um hver höfundurinn er. Um hann verður hinsvegar ekki deilt. Hann er Magnús Kr. Gíslason, fyrrum bóndi á Vögl- um í Skagafirði. Er Ijóðið að finna í ljóðabók hans, „Vísur og ljóð frá VöglunV'. Nú vill svo til, að mér er nokkuð um það kunnugt hvemig þetta vinsæla lag komst á „kreik“ hérlendis, aó einhverju marki. Eg heyrði það fyrst á þeim ámm þegar ég var nemandi í Garð- yrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfúsi. Þá spiluðu gjaman á böll- um í Hveragerði tveir góðkunnir harmónikuleikarar þeirra ára: Gísli Jónsson frá Loftsstöðum í Flóa og Eiríkur Bjamason frá Bóli í Biskupstungum. Af þeim læröi ég lagið. Þá var það sagt vera írskt þjóðlag og nefndist „- Kveðja farmannsins“, eftir text- anum, sem við það var sunginn, en hann ljóðaði eitthvað á þessa leið, ef ég man hann rétt: „Þegar farmaður leggur frá landi á hið lognskyggða, glampandi haf falla öldur að sœbörðum sandi, sundin glitra við skýjanna traf En afþilfari land sitt hann lítur, þar er Ijúfasta minnig ei gleymd, þar sem aldan á útnesjum brýtur, þar er unnusta farmannsins geymd". Vel má vera að hér hafi eitt- hvað skolast til enda heyrði ég fleiri en eina útgáfu af textanum. Eg vil heldur ekki fullyrða að lagið sé írskt þjóðlag þótt mér Magnús Gíslasonskáldbóndiá Vöglum,höfundurtextansviðUndir bláhimni, var gleðimaður. Hér minnnist hann við gangnapelann í Silffastaðarétt. ið því kvartettinn okkar leystist upp skömmu síðar þegar tveir af okkur hurfu norður til heima- haga. En þótt svo færi að þessi raddsetning mín á laginu væri al- ger frumraun og fráleitt nokkur listasmíði, þá ákvað ég samt að láta bíða um sinn aó afhenda ruslakörfuna hana. Um þessar mundir vom tveir karlakórar starfandi í Skagafirði: Heimir, sem starfað hafði óslitið í meira en 30 ár, og Feykir, sem einkum var myndaður af mönn- um austan Héraðsvatna, starfaði í nokkur ár en sameinaðist svo Heimi. Söngstjóri Feykis var um þetta leyti vinur minn og frændi, Ámi heitinn Jónsson á Víðimel. Þegar ég kom til Skagafjarðar um vorið bar fúndum okkar Ama fljótlega saman. Hann settist við píanóið, lék lagið, varð hrifinn af því og ég gaf honum það. Feyk- ismenn tóku svo að syngja lagið og héldu því áfram meðan kórinn starfaði. Þá erfói Heimir það og síðan hefur það raunvemlega verið á söngskrá kórsins alla tíð, að því er ég best veit, og er eitt þeirra laga sem kórinn hefur sungið inn á hljómplötu. Og þar með hafði lagið svo sannarlega „fengið fætuma". Eins og fyrr segir var radd- setning mín á laginu gerð af al- gerri vankunnáttu, enda mun henni eittlivað hafa verið breytt í áranna rás og þá auðvitað til bóta. Mér þykir á hinn bóginn vænt um að hafa átt þátt í að koma á framfæri lagi og ljóöi, sem menn hafa sungið og hrifist af í meira en 30 ár. Þetta greinarkom var upphaf- lega, að meginefni til, birt í Morgunblaðinu. Nokkrir kunn- ingjar mínir hafa síðan mælst til þess, að ég sendi Feyki það til birtingar, því „þar á það heima“, segja þeir. Við þeim tilmælum er hér með orðið. Fram skal tekið, að nokkrar „upplýsingar“ em í þessari síðustu útgáfu, sem ekki er að finna í Morgunblaðsgrein- inni. Magnús H. Gíslason. finnist svipmót þess bera býsna mikinn vott um það. Svo liðu árin. Eg raulaði lagið stundum með sjálfum mér en heyrði það annars sára sjaldan. Síðla sumars 1958 gerðist ég blaðamaður við Tímann og gegndi því starfi öðm hverju fram á vor 1961. Brátt rak að því að saman bar íúndum okkar fjög- urra Skagfirðinga. Allir höfðum við yndi af söng og ég held að segja megi að enginn okkar hafi verið með öllu laglaus. Kom þar fljótlega í tali okkar, að við ákváðum að stofna kvartett. Var hann þannig skipaður frá fyrsta tenórs til annars bassa: Magnús H. Gíslason Frostastöðum, Þor- steinn Sigurðsson Hjaltastöðum, Sveinn Pálmason frá Reykjavöll- um og Gunnar Bjömsson ftá Sól- heimum. Seinni veturinn, sem kvartettinn starfaði, hafði orðið sú breyting á, að Þorsteinn var farinn til átthaganna en í stað hans kom Jóhannes Jónsson Miklabæ. Söng hann nú fyrsta tenór en ég annan. Hér er ekki ætlunin að rekja sögu þessa félagsskapar, scm svo sannarlega veitti okkur marga ánægjustundina. En á útmánuð- um 1961 datt mér í hug að reyna að raddsetja íyrir kvartettinn okk- ar „Kveðju farmannsins". Jafn- framt ákvað ég að skipta um texta við lagið. Lét „Kveðju far- mannsins" lönd og leið en valdi í staðinn ljóðið hans Magnúsar míns á Vöglum, „Undir bláhimni blíðsumarsnætur“, sem mér fannst falla vcl að laginu. Aldrei varð þó að því að við æfðum lag- Greinarhöfundur kastar hér tuggu í féð á sauðburði heima á Frostastöðum fyrir nokkrum árum. Verðlækkun til bænda! J©"GRASKÖGGLAR Framleiðsla 1992, kr. 24 þúsund tonnið án vsk, Framleiðsla 1993 á kr. 26 þúsund tonnið án vsk. Graskögglaverksmiöja KS Vallhólmi sími 38233, myndsími 38833

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.