Feykir


Feykir - 13.04.1994, Blaðsíða 6

Feykir - 13.04.1994, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 14/1994 GRETTISSAGA Texti: Kristján J. Gunnarss. Teikningar: Halldór Péturss. /;/st 141. Eftir jól var það einn dag að Grettir fór til Eyjardalsár, og er þeir Grettir fundust og prestur, mælti Grettir: „Sé ég það prestur", segir hann, „að þú leggur lítinn trúnað á sagnir mínar. Nú vil ég, að þú farir með mér til árinnar og sjáir, hver líkendi þér þykir á vera". Prestur gerði svo. Við fossinn var meitilberg mik- ið og skúti undir. Þá mælti prestun „Langt um ófært sýnist mér þér niður að fara". Grettir svarar. „Fært er víst og mun ég forvitnast um hvað í fossinum er, en þú skalt geyma festar". 142. Eftir það bjó hann sig til ferðar og var fá- klæddur og gyrti sig saxinu, en hafði ekki fleiri vopn. Síðan hljóp hann af bjarginu og niður í fossinn. Sá prestur í iljar honum og vissi síðan aldrei hvað af honum varó. Grettir kafaði undir fossinn. Þar var for- berg mikið og komst hann þar upp á. Þar var hellir mikill undir fossinum og féll áin þar fram af berginu. ífe*v _t-c- az~. ifj 143. Hann gekk þá inn í hellinn, og var þar eldur mikill á bröndum. Grettir sá, að þar sat jötunn ógur- lega mikill. Jötunninn hljóp upp og greip flein einu og hjó til þess, er kominn var, því að bæði mátti höggya og leggja með því. Tréskaft var í. Grettir hjó á rnóti með saxinu, og kom í skaftið, svo að j sundur tók. Jötuninn vildi þá seilast til sverðs síns. í því hjó Grettir framan á brjóstið og lét skammt stórra höggva í milli, þar til jötuninn dó. 144. Prestur sá nú, að áin gerðist blóðlituð, og slyðrur nokkrar rak ofan eftir strengnum. - Hann varð þá laus á velli og þóttist nú vita, að Grettir myndi dauður vera. Hljóp hann þá frá festarhaldinu og fór heim. Var þá komið að kveldi, og sagði prest- ur víslega, að Grettir væri dauður, og sagói, að mik- ill skaði væri eftir þvílíkan mann. Grettir kveikti ljós og kannaði hellinn. Dvaldist honum þar fram á nóttina. Opinn dagur á Hólum A laugardaginn kemur, 16. aprfl, verður fólki boðið heim að Hólum á sýningu sem nem- endur hrossaræktarbrautar halda í reiðskemmu skólans, og hefct hún kl. 13,30. Sýnd verða ýmis atriði er tengjast kennsl- unni í skólanum. Meðal sýningaratrióa verða notkun á tvöföldum taumi, hindr- unarstökk, fimireið og töltsýning. Einnig gefst fólki kostur á að líta á námsmöguleika og kennsluað- stöóu skólans, sem og sýningu á reiðtygjum og öðrum búnaði tengdum notkun hestsins. Þá má geta þess að Skeifu- keppni efri bekkjar verður haldin 30. apríl. Á þessu skólaári var nám- inu breytt í eins árs nám. Þetta gerir það að verkum að halda verður tvær skeifukeppnir þetta árið og fer sú seinni fram 11. júní. Munastund Afar fallegur texti við lag, sem einnig er eftir Kristján frá Gilhaga, er Karlakórinn Heimir hefur haft á söngsskrá sinni í vetur. A'ií sit ég hér þögull og sveipa mig hljótt ísögunnar margslungnu þrœði. Ég kvíði því ekki er kemur þú nótt ég kyrrðina þrái og nœði. Og Ijósið mitt augnaráð fang- að hérfær, þaðflöktir á kerti ístjaka af gusti frá minning er mér fœristncer, sú minning ei víkur til baka. Eg greindi öll djásnin sem gœf an svo mörg ígötuna mína þá lagði. Eg sá margan gimstein ég sá marga björg, en sagði engum frá því og þagði. Mérfannst að ég œtti mérfjár- sjóðiþar ogfœri mín samviska aðþjaka. Þá gaf ég að jafnaði í gáska það svar, ég gríp þetta er kem ég til baka. En genginni vegferð nú get ekki breytt þógimsteina vœnti þar fundar. Að stefna til baka það stoðar ei neitt mót straumfalli líðandi stund- ar. Og ennþá fram tími minn tifar hérótt svo tœmist hver stund til að vaka. Eg kyrrðina þrái er kemur þú nótt. Nú kertið er brunnið að stjaka. Kristján Stefánsson frá Gilhaga. Feykir fyrir 10 árum Sýslunef nd f undar ekki í Sæluviku Ekki verður unnt að halda sýslufund á Sæluviku eins og í fyrra og endurvekja þar með gamla hefð Sæluvikunnar. Ástæð- an er einfaldlega sú að í ár er Sæluvikan of snemma á ferðinni fyrir sýslufund en hann verður ekki haldinn fyrr en upp úr pásk- um. Sést gleggst af þessu hversu langt Sæluvikan er komin frá upphafi sínu er menn söfnuðust saman á Sauðárkróki í tilefni sýslufundar og héldu Sæluviku til að gera sér dagamun. Nú er ekki einu sinni hægt að halda sýslu- fundinn í Sæluvikunni þó menn fegnir vildu, því tímasetningin passar alls ekki. Ókeypis á Vorvöku „Vorvakan á Hvammstanga verður í ár með hefðbundnu sniði og á hefðbundnum tíma", sagði Helgi Ólafsson formaður Lions- klúbbsins Bjarma í samtali við Feyki. Það er Lionsklúbburinn og ungmennafélagið Kormákur sem standa fyrir þessum lista- og menningarviðburði ár hvert. Þar gefst fólki jafnan kostur á að hlýða á landsþekkta listamenn flytja verk sín og þar eru uppi list- sýningar. Aðgangur að öllum dagskrárliðum er jafnan ókeypis. Vorvakan hefst síðasta vetrar- dag og stendur fram á laugardag. Meðal efnisatriða er söngur Krist- ins Sigmundssonar óperusöngv- ara við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar. Þá mun djasshljóm- sveitin Gammamir halda tónleika á fimmtudag og kór ungmennafé- lagsins Kormáks mun syngja undir stjóm Guðjóns Pálssonar skólastjóra Tónlistarskólans. Jafhan er mikið um upplestur á húnvemsku efni á Vorvökunni. Að þessu sinni verður m.a. fluttar vísur eftir Þorstein Díomedesson. Þá mun séra Pétur Þ. Ingjaldsson flytja erindi um prentverkið á Breiðabólstað í Vesturhópi. Þá verður á Vorvöku myndlistarsýn- ing Stefáns Gunnlaugssonar og ljósmyndasýning, gamlar myndir úr héraðinu sem hafa verið stækk- aðar. Mikið um að vera á Húnavöku Húnavakan hefst föstudags- kvöldið 13. apríl með sýningu Leikfélags Blönduóss á Spansk- flugunni og síðan rekur hvert at- riðið annað. Að venju er það Ungmenna- samband A.-Hún. sem hefur veg og vanda af því að koma Húna- vökunni á. Síðan koma mörg fé- lög til liös við sambandið og leggja til efni. Samkórinn Björk flytur fjöl- breytta söngdagskrá á pálma- sunnudag. Þar verður m.a. flutt Gloría efrir Antonio Vivaldi. Fjöl- skyldusamkoma á vegum Umf. Hvatar á Blönduósi verður mánu- daginn 16. apríl. Sú skemmtun er ein af þeim nýjungum sem félag- ið bryddar upp á í tilefni 60 ára af- mælis síns á þessu ári. Hin árvissa Húsbændavika verður að kvöldi síðasta vetrar- dags. Þar mun Helgi Seljan al- þingismaður rabba við samkomu- gesti og Omar Ragnarsson fer á kostum enda rúm 25 ár síðan hann hóf feril sinn með því að herma eftir hundum og hönum í Langadal. Þá verður á Húsbænda- vöku spurningakeppni USAH Sveitarfélögin svara, og sitthvað fleira af innanhéraðs efni. Inga Dóra íþrótta- maður UMSS Inga Dóra Magnúsdóttír körfu- knattleiks- og knattspyrnukona var á ársþingi UMSS, sem hald- ið var á dögunum, útnefnd íþróttamaður Skagafjarðar. Inga Dóra, sem einungis er 17 ára gömul, er þegar komin í fremstu röð og hefur leikið með landsliði í sínum aldursflokkum í báðum greinum. Þá var hún kosin bestí leikmaður í meistara- flokki kvenna hjá Tindastóli á síðasta ári. Arsþing UMSS var haldið í fé- lagsheimilinu Ljósheimum í Skarós- hreppi í boði Knattspymufélagsins Þryms og hestaíþróttadeildar Skaga- fjarðar. Þinghaldið bar þess vott að landsmót er í nánd og er stefnt að þátttöku í mörgum greinum á lands- móti. Fjölmörg mál voru á dagskrá ertengjast íþrótta-ogfélagsstarfi, en meiri gróska er nú innan aðild- arfélaga UMSS en oftast áður. Formannaskipti verða nú hjá UMSS. Jóhannes Ríkharðsson læt- ur af formennsku en við tekurRagna Hjartardóttir fyrrverandi sund- og frjálsíþróttakona. Með henni í stjóm voru kjörin Sigrún Angantýsdótt- ir, Helga Þórðardóttir, Unnar Pét- ursson og Edda Lúðvíksdóttir. Af starfi UMSS er það helst að frétta að frjálsíþróttafólk æfír vel undir stjóm Gísla Sigurðssonar þjálfara. Liðið hefur farið tvisvar í æfingabúðir og verður farið einu sinni til viðbótar í í æfingabúðir fram að landsmóti. Hið unga sundlið æfir einnig mjög vel og er mikils að vænta af því í framtíð- inni, ef fer fram sem horfír. Meðal efnilegra sundmanna má nefna Ólaf Harðarson og Sunnu Ingi- mundardóttur. Sunna setti til að mynda 11 héraðsmet á síöasta ári og átti aðild að fimm boðsunds- metum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.