Feykir


Feykir - 27.04.1994, Blaðsíða 6

Feykir - 27.04.1994, Blaðsíða 6
6FEYKIR 14/1994 C A \ Texti: Kristján J. Gunnarss. X X X)^|Jx\. vJTx\. Teikningar: Halldór Péturss. 145. Hann fann þar tveggja manna bein og bar þau í belg einn. Leitaði hann þá úr hellinum og lagð- ist til festarinnar og hristi hana og ætlaði að prestur myndi þar vera, en er hann vissi, að prestur var heim farinn, varð hann að handstyrkja sig upp festina, og komst hann svo upp bjargið. Fór hann þá heim til Eyjadalsár og kom í forkirkju belgnum þeim, sem beinin voru í. Prestur jarðaði þau í kirkjugarði. Grettir duldist á Sandhaugum um veturinn, en varð þá brott að leita. 146. Grettir beiddi þá Guómund ríka ásjár. Guð- mundur mælti: „Ey sú liggur á Skagafirði er Drangey heitir. Hún er svo gott vígi, að hvergi má komast upp á hana, nema stigar séu við látnir. Gætir þú þangað komist, þá veit ég eigi þess manns von, er þig sæki þangað með vopnum eða vélum, ef þú gætir vel stigans". „Reynt skal þetta vera", segir Grettir, „en svo ger- istég myrkfælinn, aó ég má ekki einn vera". Guðmundur mælti: „Trú þú samt engum svo vel, aó þú trúir eigi best sjálfum þér". 147. Grettir hélt nú til Bjargs. Móðir hans fagn- aði honum vel og þau Illugi bæði. Geróust þá svo mikil brögð að myrkfælni hans, að hann kvaðst ekki lengur vinna það sér til lífs að vera einn saman. Grettir sagði móóur sinni, hvað Guömundur hinn ríki hafði ráðið honum. Kvaðst hann vilja komast í Drangey, ef hann fengi einhvem dyggðarmann að vera hjá sér. Illugi bróðir hans var þá fimmtán ára gamall og allra manna gervilegastur. Hann mælti: „Ég mun fara með þér bróóif. 148. Asdís leiddi þá frá garði. „Nú farið þió syn- ir mínir tveir", sagði hún „og má enginn rcnna und- an því sem honum er skapað. Látið nú eitt yfir ykk- ur ganga. Vopnbitnir munuð þió verða, en undarlega hafa mér draumar gengið. Gætið ykkur vel við gem- ingum. Fátt er rammara en fomeskjan". Þá mælti Grettir: „Grát þú eigi móðir. Það skal sagt að þú hafir sonu átt en eigi dætur, ef við erum með vopnum sóttir, og lif vel og heil. Feykir fyrir 10 árum Vélsleðamenn í ógöngum Um fátt hefur meira verið rætt á Sauðárkróki undanfama daga en ævintýri vélslcöamanna uppi á ör- æfunt, þar scm þeir lcntu í mikl- um hrakningum. Fjórtán vélsleða- menn frá Sauöárkróki fóm á mót vélsleðamanna í Nýjadal og vom þeir tæpa sex sólaihringa í túm- um, í stað tveggja eins og ætlun- in var. Feykir bað Odd Eiríksson einn ferðalanganna að segja frá ferðalaginu og undirbúningi þess: „Viö byrjuðum á því að halda nokkra undirbúningsfundi, könn- uðum hverjir ætluðu að fara og ákváðum fyrirhugaða leið, hug- uðum að útbúnaói, fatnaði, tjöld- um og slíku. Strax í upphafi gerð- um við okkur það ljóst aó þetta gæti orðið áhættusamt ferðalag og því yrði að vera tjaldpláss fyrir alla lciðangursmenn. Síðar kom í ljós að sú ráðstöfun kom sér vel. Við vomm allir mjög vel út- búnir, í ullarfötum og vindheldum göllum, svokölluðum vélsleða- göllum ásamt regnfatnaði. Nóg var af vcttlingum og sokkum og allir meö tvenn ullamærföt. Sleð- amir vom líka vel útbúnir". Undirboð í vegagerðinni Nýlcga vom opnuð tilboð í vegaframkvæmdir við Sauðár- króksbraut og í Langadal. Þegar tilboðin vom opnuð kom í ljós að þau lægstu nema einungis 50% af kostnaðaráætlun vegagerðarinnar og hin hæstu em rétt undir eða rétt yfir upphaflegri áætlun. Jónas Snæbjömsson umdæm- isstjóri vegagerðarinnar kvað þessar niðurstöður koma nokkuð á óvart, en þær væm upplýsandi um ástandið hjá verktökunum um þessar mundir. „Við teljum þetta fyrst og fremst byggjast á undirboðum á vélataxta. Verktakar geta kannski sparað sér eittlivað í aðstöðu, en fyrst og fremst er þetta undirboð". Lægsta tilboð í Sauðárkróks- braut kom frá Glerá á Akureyri, kr. 1.070.000. Króksverk bauð þrettán þúsund krónum hærra og var með næst lægsta tilboðið. Ytan frá Akureyri var með lægsta tilboðið í Langadalinn. Nóg að gera í bygg- ingabransanum Undanfarin tvö ár hefur tré- smíðafyrirtækið Melagerði sf á Blönduósi unnið að smíði 12 verkamannabústaða á Blönduósi. Tvær síöustu íbúðimar vom af- hcntar nú um síðustu helgi. Það vom þeir Grétar Guð- mundsson og Hjörleifur Júlíusson sem stofnuóu Melagerði sf, þegar þeir áttu lægsta tilboðið í smíði verkamannabústaðanna. Sam- hliða byggingu þeirra hafa þeir reist hús yfir starfsemi fyrirtækis- ins. Það hús er 240 fermetrar. Að sögn Grétar Guðmundssonarhafa þeir byggt húsið fyrir eigið fé án þess að fá til þess opinbcr lán eða styrki. I sumar ráðgera þeir að stækka húsið, enda em næg verk- efni fyrirliggjandi. „Við getum nú boðið í hvaða verk sem er“, sagði Grétar Guð- mundsson í samtali við Feyki. „Við höfum þegar tekið aö okkur smíði fimnt íbúðahúsa á Blöndu- ósi í sumarog fleiri vcrkefhi em á döfinni. Mér sýnist því útlitið í byggingariðnaðinum hér meó besta móti, a.m.k. hefur það ekki fyrr verið jafn líflegt hjá okkur". Útboð Steypt þekja á Syðraplan á Sauðárkróki Hafnarstjóm Sauðárkróks óskar eftir tilboóum í aö leggja lagnir og steypa þekju á Syöraplan. Helstu magntölur eru um 500 metrar af ídráttarlögnum, 7700 metrar snjóbræðslurör og 1680 fermetra steypt þekja. Verkinu skal lokið eigi síóar en 15. ágúst 1994. Utboósgögn veróa afhent á skrifstofu Sauðárkróksbæjar og á Vita- og hafnarmála- skrifstofunni, Vesturvör 2, Kópavogi frá 28. apríl, gegn 5000 króna greióslu. Tilboó verða opnuð á sömu stööum mánudaginn 16. maí 1994 kl. 11,00. Hafnarstjórn Sauðárkróks. Feykisbikarinn loksins byrjaður I>rem leikjum er lokið í Fcykis- mótinu í knatLspyrnu sem hófst á sumardaginn fyrsta. Tindastóls- menn unnu Kormáksmenn stórt í fyrsta leik mótsins, 7:0, í leik sem fram fór á Króknum. Hvatar- menn fóru að fordæmi Tindastóls- manna og unnu cinnig mjög sann- færandi sigur, 6:1 á Þrym. I>essir leikir fóru báðir fram á sumar- daginn fyrsta. Sl. sunnudag sótti síðan Hvöt Kormák heim og dcildu liðin með sér stigum. Leikur Tindastóls og Kormáks var jafn til að byrja með. Heima- menn voru þó sterkari í fyrri hálf- leiknum þrátt fyrir að leika á móti norðangolunni. Tindastólsmenn áttu í erfiðleikum með að nýta færin til að byrja með og það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks sem Guð- brandur Guðbrandsson braut ísinn. Fljótlega í seinni hálfleiknum bætti síðan Oddur Jónsson öðru marki við. Skömmu síðar fengu Kormáksmenn vítaspymu og hefðu e.t.v. getað breytt gangi leiksins með að skora úr henni. En Stefán Vagn varði og nú var eins og flóðgáttir opnuðust hjá Kormáki og Tindastólsmenn gengu á lagið. Guðbrandur bætti við tvcim mörkum og síðan skoruðu ungu strákamir drjúgt undir lokin, Hilmar Hilmars- son tvívegis og Marteinn Jónsson einu sinni. Þetta var eflaust besti leik- ur Tindastóls í vor, en liðið hefur átt slöku gengi að fagna í æfingaleikj- um. Tapaði t.d. fyrir Kormáki á Hvammstanga fynr í vor. Leikur I>ryms og Hvatar var leik- inn við kuldalegar aðstæður á fimmtudagskvöldið. Hvatarmenn léku undan vindinum í fyrri hálf- leiknum og vom áberandi betri aðil- inn í norðan fræsingnum. Blönduós- ingum tókst að brjóta ísinn snemma leiks er Sveinbjöm Asgrímsson skor- aði úr vítaspymu, sem var mjög um- deildur dómur. Hvatarmenn bættu við þrem mörkum fram að leik- hléinu. Síðari hálfieikur var jafnari og þá tókst gestunum að bæta við tveimur mörkum, en Þrym tókst að setja eitt undir lokin. Mörk Hvatar skomðu þeir Gísli Torfi Gunnarsson 3, Sveinbjöm Asgrímsson 2 og Páll Leó Jónsson 1. Orri Hreinsson skor- aði l'yrir Þrym. Það vom líka erfiðar aðstæður á Hvammstanga á sunnudag þegar Kormákur tók á móti Hvöt. Hvatar- menn höfðu fmmkvæði í leiknum framan af og leiddu meó 1:0 í leik- hléi. Kormákur jafnaði síðan snemma í seinni hálfieiknum og lengi vel var síðan tíðindalítið. Lokamínútumar vom hinsvegar dramatískar. Hvöt komst yfir þegar fjórar mínútur vom til leiksloka, en Kormáksmenn gerðu sér lítið fyrir og jöfnuöu á síðustu sekúntunum. Mörk Hvatar gerður þeir Kristján Blöndal og Helgi Amarson, en Rún- ar Guðmundsson og Albert Jónsson skomðu fyrir Kormák. Næsti leikur í Feykisbikarer leik- ur Þryms og KS á Sauðárkróksvelli í kvöld. A sama stað leika síðan Tinda- stóll og Hvöt á föstudagskvöld og á sunnudag em á dagskrá leikir Kor- máks og KS og Tindastóls og Þryms.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.