Feykir


Feykir - 27.04.1994, Blaðsíða 7

Feykir - 27.04.1994, Blaðsíða 7
16/1994 FEYKIR7 Mynd nr. 9. Rökkurkórinn á Suðurlandi Á söngferð sinni til Suður- lands söng Rökkurkórinn í íþróttahúsinu að Laugalandi í Holtum sunnudagkvöldið 24. apríl. Fylltu Rangæingar og aðrir Sunnlendingar húsið og áttu þar skemmtilegt kvöld með þessum söngglaða kór úr Skagafirði. Kórfélagar höfðu stranga ferðaáætlun. Þessir tónleikar voru þeir fimmtu og síðustu á þremur döguni, en tókust í alla staði prýðilega undir góðri og öruggri stjórn Sveins á Víði- mel. Nýsömdum lögum Eiríks Jónssonar var sérlega vel tekið sem og einsöngvurum kórsins Sigurlaugu Maronsdóttur og Hjalta á Giljum. Einsöngvar- amir Sigurjón Jónsson og Ás- geir Eiríksson sungu tvísöng milli þátta auk Þuríðar Þor- bergsdóttur, sem söng einsöng og lék með kórnum á þver- flautu. Þeirra þáttur var mjög góður og þeim var vel fagnað af áheyrendum. Ekki má gleyma að geta góðs undirleiks Tómasar Higgersons. Mikið er um tónleikahald á Suðurlandi um þessar mundir, t.d. söng karlakór Selfoss auk tveggja kóra af Kjalarnesi á Flúðum laugardagskvöldið 23. apríl og fengu geysigóða að- sókn og viðtökur. Undirritaður hafði föruneyti gamals Rökk- urkórsfélaga Jóa í Stapa og Ingibjargar á Blesastöðum á söngkvöldið góða 24. apríl á Laugalandi. Vom þau öll boð- in velkomin en Jói galt fyrir með eftirfarandi ljóði: Þó að napur norðansvali næði yfir fjöll og dali, og bitran ákaft bíti kinn, sungið er um sól og hlýju, senn mun jörðin grœnka að nýju. Birtu og yl í brjósti finn. Undir ofangreindar óskir og þakkir til Rökkurkórsins fyrir skemmtilegt kvöld tekur Ingi Heiðmar Jónsson. Til sölu Hokus Pokus matarstóll og bamabílstóll fyrir 9-18 kíló. Seljast á hálfvirði. Notaðir af einu bami. Upplýsingar í síma 35914. Til sölu tveir gamlir fataskápar og fjórir nýir bastbarstólar. Tilvaldir á svalimar. Upplýs- ingar í síma 35868. Ráðskona óskst! Ráðskona óskast á sveitaheimili á Suðurlandi sem fyrst. Upplýs- ingar í síma 95-36649. Hlutir óskast! Óska eftir að kaupa ísskáp með frysti. Upplýsingar í síma 35491 eftirkl. 18,00. Óska eftir haugsugu og raf- magnstalíu. Upplýsingar í síma 12697. Óska eftir hleðsluvagni, Kemper ideal, nothæfan í varahluti. Upplýsingar í síma 95-27163. Húsnæði óskast! Óskum eftir að kaupa eldra einbýlishús eða góða neðri hæð í tvíbýli nióri í bæ. Upplýsingar í síma 35786. Góð þriggja herbergja íbúö óskast sem fyrst. Upplýsingar síma 22881. Til sölu Pearl export trommusett með hihat og töskum. Upplýs- ingarísíma 36216. Til sölu AEG eldhúsvifta. Selst ódýrt, einnig drengjareiðhjól, þriggja gíra, fyrir 7-9 ára. Upplýsingar í sírna 95-35633 eftirkl. 19,00. Til sölu Toyota Landkmser (lengri gerð) árgerð 1986, vel meó farinn bíll. Upplýsingar í síma 96-81290. Til sölu Mazda 626 GLX 2.0 sjálfskiptur, ekinn 80 þúsund, árgerð 1987. Verð 400 þúsund. Upplýsingar gefur Eiríkur í síma 36034. Upplýsingar hafa borist frá nokkmm aðilunt um báðar ntyndimar sem birtust seinast, en þar sem þær vom ósanthljóða um rnynd nr. 8 verður úrskurður að bíða meðan reynt verður að greiða úr þeirri flækju. En bestu þakkir til þeirra, sem veittu upplýsingar. Myndimar að jressu sinni em gamlar, teknar á Sauðárkróki af Daníel Davíóssyni ljósmyndara á fyrsta áratug þessarar aldar. Mynd nr. 10, af hinum tasvígu ungu mönnum, er komin frá fólki af Veðramótsættinni og má kenna einn bróðurinn frá Veðra- móti lengst til hægri. Hinir allir em óþekktir. Þeir sem geta gefið einhverja nánari vitneskju em vinsamlegast beðnir að hafa samband við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga á Sauðárkróki í síma 95-36640. Mynd nr.10. Hver er maðurinn? A Okeypis smáar Til sölu Til sölu Mazda 626 árgerð 1986, ekinn 128 þúsund km. Mjög góður bíll. Upplýsingar í síma 35141 (Jóhann). Harmonikkuunnendur! Mynd- bandsupptökur ífá síðasta lands- móti SIHU til sölu hjá Sigurði Bjömssyni Raftahlíð 34 Skr. og ASH Keramik Vamiahlíð. Til sölu notaðir varahlutir í margar eldri gerðir dráttarvéla og sex hjóla vömbíla. Einnig öxlar og grindur í vagna og kerrur. Upplýsingar í síma 38055. Til sölu Emmaljunga kermvagn með burðarrúmi, grár að lit og sem nýr. Einnig á sama stað til sölu ungbamastóll fyrir bam allt að níu kílóum. Upplýsingar í síma35818.. Til sölu þrjú hjól, 26 tommu kvenreiðhjól, 20 tommu telpna- hjól og þríhjól. Öll í góðu ásig- komulagi og seljast á hálfvirði nýrra hjóla. Upplýsingar í síma 35065 á kvöldin (ÓlöO- Aðalfundur Skagstrendings hf. verður haldinn laugardaginn 30. apríl 1994 í Fellsborg Skagaströnd og hefst kl. 13,30. Dagskrá: 1. Venjuleg aóalfundarstörf skv. 11. grein samþykkta félagsins. 2. Onnur mál, löglega borin upp. Stjóm Skagstrendings hf. Til sölu er verslun á Sauðárkróki í fullum rekstri, ef viðunandi tilboð fæst. Um er aó ræóa verslun meö bamafatnaó og fleira. Verslunin hefur góó merki og vandaóar vörur. Upplýsingar gefnar á skrifstofunni og í síma 35670 og 35470. Þorbjöm Ámason lögmaóur. Reglusamt fólk óskar eftir að taka á leigu tveggja til þriggja herbergja íbúð sem fyrst. Upplýsingar gefur Láms í síma 35207 á daginn og í síma á kvöldin. Veiðileyfi! Veióileyfi í Flókadalsá fást hjá Guðbrandi í síma 35156. AuglýsiðíFeyki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.