Feykir


Feykir - 27.04.1994, Blaðsíða 8

Feykir - 27.04.1994, Blaðsíða 8
Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra 27. aprfl 1994,16. tölublað 14. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið Pottþéttur klúbbur! Jw Landsbanki Sími 35353 ísiands Banki allra landsmanna „Ekkert verið hægt að gera við þessu fyrir 12 árum" Organisti Sauðárkrókskirkju með sjaldgæfan atvinnusjúkdóm Rögnvaldur segist strax vera farinn að finna mun á sér við spilamennskuna, en taugaeitri var sprautað í vöðva sem togaði í þumalfingurinn og skapaði ósjálfráðar hreyfingar. Gífurlegt fann- fergi í Fljótum „Ég býst við að ef þessi kvilii hefði komið fram hjá mér fyr- ir rúmum áratug, þá hefði ekkert verið hægt að gera við þessu, og þá hefði maður sjálf- sagt orðið þreyttur á þessu og gefist upp á spilamennskunni. Þetta er það hvimleitt“, segir Rögnvaldur Valbergsson org- anisti Sauðárkrókskirkju, en hann var orðinn illa haldinn af krampa í þumalfíngri þannig að það háði honum verlulega í starfinu. Rögnvaldur er ný- kominn úr læknismeðferð vegna þessa sjúkdóms, sem er sjaldgæfúr atvinnusjúkdómur, t.d. vissi sérfræðingurinn sem meðhöndiaði Rögnvald ekki um neinn annan hljómborðs- leikara hérlendis sem ætti við þennan sjúkdóm að stríða, en nokkur dæmi munu vera um hann erlendis frá. „A læknamáli er þetta kallað skriíkrampi og fyrr á öldum voru víst töluverð brögð að því að skrifarar fengju þetta, eftir að hafa staðið allan daginn við púlt- ið. Þetta skapast af síendurtekn- um hreyfmgum, sem verða síðan ósjálfráðar. Akveðinn vöðvi í hendinni verður sterkari en aðrir og heilinn sendir boð til þessa vöðva um að kreppa. Þannig dróst þumalfingurinn stöðugt inn Örn Ingi listamaður og lífs- kúnstner á Akureyri hetúr verið ráðinn til að hafa umsjón með undirbúningi Sumarsæluviku á Sauðárkróki, fjölskylduhátíð sem haldin verður í tilefni lýð- veidisafmælisins. „Ég er sann- í hendina á mér og flæktist þar fyrir eins og aðskotahlutur, þannig að þetta trufiaði mig verulega í spilamennskunni“, segir Rögnvaldur. Læknismeóferðin sem Rögn- valdur gekkst undir, fólst í því að taugaeitri var sprautað í vöóvann og hann deyfður niður að hluta til. Taugaeitrið á að endast í 3-6 mánuði og þá verður að endur- taka meðferðina. „Þetta er ákaflega einstak- lingsbundió. Hjá sumum lagast færður um að þetta verður fjöl- skylduhátíð ársins á Islandi. Ég verð óánægður ef það verður ekki niðurstaðan“, segir Örn Ingi, sem telur þetta stærsta verkefni sem hann hefúr tekið að sér hingað tfl. Hann hefúr annast undirbúning afmælishátíða á Hólntavík og Hvammstanga, auk þess að vinna að ýmiskonar inenningarvökum í um 30 skól- um víðsvegar um landið, sem all- ar hafa endað meðeinhverskon- ar hátíðum. Öm segir margar hugmyndir hafa komið upp og sé verið að vinna úr þeim þessa dagana. Stefnt er að því að þátttaka í einstökum þetta með tímanum en aðrir þurfa að glíma við þennan sjúk- dóm alla ævina. Þctta taugaeitur, sem heitir botalin toxid, er unn- ið úr jarðvegsgerlum. Þetta er mjög sterk efni og ég fékk bara pínulítinn skammt útþynntan. Þaó var byrjað að nota þetta efni í Bandaríkjunum fyrir um 12 árum, en þangaó til var ekkert hægt að gera vió þessum sjúk- dómi“, sagði Rögnvaldur. - Svona fleygir læknavísindunum fram. dagskrárliðum verði sem víðtækust og verður hátíðin haldin víðsvegar um héraðið. „Við ætlum aó gera eitthvað ævintýralegt sem dregur að fólk. Það verður ýmislegt í boði jafnvel næturprófgram, allavegana á Jónsmessunóttina. Aóalmióstöó- in verður íþróttahúsið sem verður dubbað upp eins og gert var á Rót- aryhátíðinni. Við verðum einnig með útásvið og það á mjög óvenju- legum stað í héraðinu. Ég ætla að halda því leyndu svona fyrst um sinn hvar það verður staðsett. Við stefnum að því að koma upp lista- og leiksmiðju fjölskyldunnar sem starfrækt verður hátíðardagana. Það er margt í deiglunni en annars „I»etta eru búnir að vera leið- inda hviður í veðráttunni síðan í byrjun mars, eintómir um- hleypingar og bara bölvaður hríðarjagandi núna síðustu vik- unar, enda er hér heljarmikill snjór og útlit fyrir að hann muni standa citthvað fram á vorið, minnsta kosti ef ætlar að viðra svona áfram. I dag er hér hríð, frost og kuldi og Ld. ófært öllum bflum hingað heim til mín“, sagði Þorsteinn Jónsson bóndi á Helgustöðum þegar Feykir sló á þráðinn til hans á öðrum degi sumars. Gífúrlegt fannfergi er nú í Fljótum og muna nienn vart eftir svo miklum snjó á þessum árstíma. Varla sér á dökkan díl, ekki einu sinni í hamrabelti í fjöllum. Þorsteinn sagði veturinn hafa verið góðan framan af, þrátt íyrir að snjóa hefði gert strax snemma í desember og þá ekki leyst fram að þessu, þá hefði tíð verið mild lengst af. Það hefði snjóað á þíða Gunnar Kristófersson á Laugar- bakka varð íslandsmeistari í dorgveiði, en mótið fór fram á Arnarvatni sl. laugardag í feikigóðu veðri. MsigraðiDavíð er ekki mikið meira um það að segja á þessari stundu“. Aðspurður sagði Öm Ingi að þcirri hugmynd hefði verið skotið að sér að endurtaka Órlygsstaða- baidaga. ,Ég cr að reyna að lækna Skagfirðinga af því að fara svon djúpt í málið. Þetta vom jú á þriðja þúsund manns sem þama áttust við og þó aö Skagfirðingar eigi mikið af hrossum sem gaman væri að tcfla fram, þá held ég að verði að nálgast þetta mál frá annarri hlið, en ég held ég sjái fyrir mér á- kveðna lausn“, sagði Óm Ingi. Gert er ráð fyrir að Sumarsælu- vikan standi fra sunnudeginum 19. júní til laugardagsins 25. júní. jörð og því væru mcnn ekkert smeykir um skemmdir vegna kals, svo framarlega sem ekki geri vorkulda þegar jörðin kemur und- ansnjó. „Én ef þetta fer ekki að lagast bráðlega þá gæti þetta litið illa út hjá okkur og allt verður seinna á ferðinni. Snjórinn er mun meiri en í meðalári. Girðingar flestar undir snjó þannig að meðalsnjódýpt er líklega eitthvað á annan metri. Snjórinn sem kom í páskahretinu seig dálítið um daginn, en þetta er gaddur undir, mjög þéttur snjór sem þarf góða þýðu á. Það er byrjað að koma lamb og lamb, svona af slysni, en sauðburðurinn byrjar yfirleitt ekki hjá mönnum fyrr en urn miðjan maí og upp úr því. Bændur hér gera þetta til að þurfa ekki að vera með lambfé lengi á húsi. Það gerir ekkert til hér þó byrji ekki að bera fyrr en niánuö af sumri, féð er samt alveg nógu vænt“, sagði Steini á Helgu- stöðum. Örn Þorsteinsson frá Fosshóli í Miðfirði í flokki 12 ára og yngri. Mótió þótti heppnast ákaflega vel. Keppendur voru rúmlega 30 og veiddust um 400 fiskar, sá stærsti um þrjú pund. Gunnar veiddi 63 físka, næsturkom Sigfús Hreiðarson á Akureyri með 60 fiska. Davíð Óm, þó ungur sé, geiði sér lítið fyrir og veiddi 20 bleikjur. Oddvitinn Ef á að berjast á Örlygs- stöðum, skal ég vera Kol- beinn ungi. Örn Ingi dagskrárstjóri Sumarsæluviku Miðfirðingar íslands- meistarar í dorgveiði Gæðaframköllun BÓKABtJÐ BKYMiIARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.