Feykir


Feykir - 11.05.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 11.05.1994, Blaðsíða 4
4FEYKIR 18/1994 x Bæjarstjórnarkosningar á Blönduósi 28. maí x „Verkamikil bæjarstjórn" segir Pétur Arnar Pétursson á H-lista „Ég tel að nú sé að láta af störfiim ein verkamesta bæjarstjórn sem Blönduós- ingar hafa átt. Af verklegum fram- kvæmdum á kjörtímabilinu ber hæst Iokaáfangi íþróttahússins, sem unnin var á kjörtímabilinu og húsið tekið í notkun í september 1992. íþróttahúsið var búið að vera stór draumur hjá okk- ur lengi og bygging þess hafði staðið yfir í 12 ár, en þetta var dýr framkvæmd, lokaáfanginn kostaði um 80 milljónir“, segir Pétur Arnar Pétursson efeti mað- ur á lista H-lista vinstri manna og óháðra fyrir bæjarstjórnarkosningarn- ar. Pétur verður sá eini úr núverandi bæjarstjórn sem heldur áfram, en hann er núverandi forseti bæjarstjórnar Blönduóss. „Síðan koma mörg önnur mál sem við unnum að á kjörtímabilinu. Við höfóum það í gegn að ráóist yrði í gerð brimvam- argarðsins og sér nú fyrir endann á því verki. Eg hef trú á því að þessi framkvæmd eigi eftir að styðja vemlega við atvinnulíf- ið hér í framtíöinni. Þá gerðum við einnig átak í umliverfismálum, og þar ber hæst að sorpmálin komust í lag. Blönduós er nú eini þéttbýlisstaðurinn á Norðurlandi vestra sem heíiir fullkomið starfsleyfi fyr- ir sorpeyðingu“. En nú gekk samstarf ykkar við sjálfstæð- ismenn ekki alveg árekstralaust fyrir sig? , J>að má segja að af stærstum hluta hafi samstarfið gengið ágætlega. Aó vísu kom upp ágreiningur varðandi leiðir til styrktar atvinnulífinu, og þar á ég við að sjálfstæð- ismcnn vom ekki sáttir við að bærinn léti fé í b-stoínsjóð Kaupfélags Húnvetninga1'. Hver verða að þínu mati stærstu málin á þessu kjörtímabili? „Atvinnumálin tvímælalaust, það em þau mál sem skipta sköpum fyrir okkur í dag. Undanfarið hefur verið unnið að því að skapa víðtæka samstöðu í héraðinu varðandi atvinnumálin. Það er ljóst að vax- andi skilnings gætir meðal sveitarstjómar- manna um að sveitafélögin verði að koma Pétur Arnar Pétursson. þama til aðstoðar tímabundið. Ég hef trú á því að sá gmnnur sem þama hefur skapast fari að skila árangri á næstu mánuðum, og vonast t.d. til að úrvinnsla hörpuskeljar hefjist hér með haustinu. Þá emm við á H- listanum tilbúin að skoða með opnum huga möguleika á hverju því atvinnutæki- færi sem í boði er, hvort sem það verður til vegna nýrrar starfsemi hér í bænum eða flutningi fyrirtækja til bæjarins. Varðandi fjármál bæjarins, sem mikið hafa verið til umræðu, þá vil ég taka það fram að á síðasta ári greiddum við nióur skuldir bæjarins um 16 milljónir og útlit fyrir að svipaðir liiutir muni gerast á þessu ári. Það má segja að við séum komnir fyr- ir vind, eftir miklar framkvæmdir á árinu 1992 og allir aðilar sem í bæjarstjóm sátu gerðu sér grein fyrir að mundu breyta skuldastöðu bæjarins talsvert. Þá má einnig geta þess að framkvæmdalega stöndum við mjög vel. Það em engin að- kallandi stórverkefni sem reka á eftir okk- ur næstu árin, bara venjulegt viðhald og smærri verkefni. Það em aðeins tvö ár í aó við eigum hitaveituna skuldlausa og hún ásamt vatnsveitunni er mjög sterkt og traust fyrirtæki'', sagði Pétur Amar að endingu. „Við náum inn manni" segir Sturla efsti maður F-listans Aðalástæðan fyrir því að þessi listi kom fram var megn óánægja fólks í bænuni með hvernig staðið var að ákvarðana- töku varðandi uppröðun á hina listana þrjá sem fram höfðu komið. Að auki sýndist fólki stefna í að næstu bæjar- stjórn skipuðu nær eingöngu starfs- menn bæjarins og opinberir starfs- menn“, segir Sturla Þórðarson tann- læknir og efsti maður á F-lista, lista framfarasinnaðra borgara, sem nú bjóða í fyrsta sinn fram á Blönduósi. „Þetta gerðist mjög snöggt og það kom á marga þegar listinn birtist Það var í raun- inni ekki byrjað fyrir alvöm fyrr en á föstu- dagsmorgni og listinn var til ásamt tilskyd- um fjölda meðmælenda um kvöldið'*. Sigrún Zophoníasdóttir skipar annaó sæti á F-listanum, en hún er núverandi bæjarfulltrúi H-listans. „Menn vom ekki sáttir við það hvemig flokkamir notuöu niðurstöður svokallaðra skoðanakannana varðandi uppröðun á listana. Þá líst fólki ekkert á hvemig bæjarstarfsmennimir ætla að storma inn í bæjarstjómina og okkur finnst þetta mjög óheppilegt Það er raun- ar ekki við bæjarstarfsmennina sjálfa að sakast. Hlutimir hafa einfaldlega æxlast þannig aö þcir virðast eiga greiða lcið í efstu sætin á listunum, enda vinsælir menn. Að auki cm flest allir frambjóð- endur gömlu listanna nýliðar í sveitar- stjómarmálum. Það em tvö mál sem standa upp úr við upphaf nýs kjörtímabilis. Annars vegar að koma lagi á fjármál bæjarins og bæta skuldastöðuna frá því nú er. Hinsvegar em það atvinnumálin sem em mál málanna og „Hagsmunir heildarinnar látnir ráða við stjórn bæjarins" „Við á K-listanum viljum sjá markviss- ari stjórnun bæjarins en verið hefiir á síðasta kjörtímabili. Við viljum að bæn- um sé stjórnað með hagsmuni heildar- innar að leiðarljósi, en ekki útfrá hags- munum einstakra fyrirtækja eða ein- staklinga, eins og virst hefiir í einstök- um málum á síðasta kjörtímabili. Þá viljum við einnig bæta stjórn bæjarins á þann máta að samskipti yfirstjórnar bæjarins og undirmanna verði betri“, segir Hörður Ríkharðsson æskulýðs- fulltrúi á Blönduósi, efeti maður á K- listanum lista félagshyggjufólks fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 28. maí. Það vekur óneitanlega athygli að starfs- menn Blönduósbæjar em ofarlega á þrem framboðslistum á Blönduósi. Auk Harðar, er Gestur Þórarinsson verkstjóri í áhalda- húsi í öðm sæti á H-lista og Ágúst Þór Bragason garöyrkjustjóri er í öðm sæti D- listans. Hönður Ríkharðsson segir að ástæöu þessa megi rekja til þess að samskipti yfir- stjómar bæjarins og starfsmanna liafi ekki verið nægjanlega góð. „Allavegna er ekki hægt að sjá að það séu laun bæjarstarfs- manna sem valdi þessum samskiptavanda, þau sýnist mér vera sambærileg því scm gerist annars staðar, því hlýtur þaö að vera eitthvaó annað". Hörður hefur verió æskulýðsfulltrúi á Blönduósi síðan 1987. Hann er Reykvík- ingur en hefur lengi verið viðloðandi Blönduós og nágrenni. Hörður er stjóm- málafræðingur að mennt og segist ekki Sturla Þórðarson. vinna verður að þeim málum af kralti á næsta kjörtímabili. Við höfum framkvæmt mikið á síðustu ámm og þessvegna er peningastaðan erfið. Allir flokkar stóðu að ákvörðunum eins og t.d. um byggingu íþróttahússins. Ég held ég hafi meira að segja setið í bæjarstjóm þegar teikningar af íþróttahúsinu vom samþykktar á sínum tíma'', sagði Sturla. Sturla er cnginn nýliði í bæjarpólitík- inni á Blönduósi. Hann sat í bæjarstjóm fyrir H-listann árin 1978-’86. Hann cr bjartsýnn á að F-listinn nái inn manni í kosningunum. „Ég væri ckki að þessu ef ég teldi mig ekki eiga erindi í bæjarstjóm- ina og möguleika á að komast inn. Síðan er að spyrja aö leikslokunv', sagði Sturla Þórðarson. Hörður Ríkharðsson ásamt yngstu dóttur sinni. telja sig neinn nýgræðing í pólitíkinni. Hann var í 5. sæti K-listans síðast og hefur setið í nefndum bæjarins á vegum listans og fylgst með gangi bæjarmála og bæjar- stjómarfunda. „Samstarf sem verió hafði milli K og H beið skipbrot eftir síðustu kosningar, vegna ágreinings um gerð brimvamargarðsins. Við vildum fara í samstarf meó Skag- strendingum um höfhina þar, og verja frekar þeim fjármunum sem veittir vom í brimvamargarðinn í aðra atvinnuuppbygg- ingu hér á staðnum. Okkur fannst of mik- ið í lagt að fara í brimvamargarðinn og íþróttahúsið samtímis, enda fóm fjármál bæjarins úr böndunum á kjörtímabilinu. Skuldastaðan stórversnaði og það leiddi til þess að bærinn varð að selja eignir. Bæjar- skrifstofumar vom seldar í hitteðfyrra og síðan hlutur bæjarins í útgerðarfélaginu Þórdisi í fyrra. Þrátt fyrir að eignir séu seld- ar í gríð og erg hefur staða bæjarins varla batnað svo að nokkm nemi. Það verður vitaskuld að koma fjármál- um bæjarins í viðunandi horf. Það verður ekki auðvelt verkefni, en nauðsynlegt til að skapa svigrúm til átaks í atvinnumálum og til að verjast hugsanlegum áföllum á því sviði. Framkvæmdir á síðasta ári vom í lágmarki og svo verður einnig í ár. En við höfum samt ákveðið að ekki verði farið í neitt stórverkefhi fyrr en fjármálin em komin á fastan gmnn. Menn hafa talað um byggingu sundlaugar, en það er alveg klárt að í það verður ekki ráðist fyrr en sýnt er að atvinnumálin séu í þokkalegu horfi og skuldastaðan hafi batnað. Vonandi verður það fyrr en seinna. Atvinnumálin em náttúrlega þau mál sem leggja verður mikla áherslu á. Við munum beita okkur fyrir því að sem flest- ir verði virkjaðir til þátttöku í glímunni gegn atvinnuleysinu og munum leita eftir samvinnu við nágrannasveitarfélög og félagasamtök við það verkefni. Við höfum hér líka fólk sem hefur verið að berjast í því að koma á fót atvinnurekstri. Það er sjálfsagt aó aðstoóa þessa aðila eftir föng- um og þeir geta miölað okkur af reynslu sinni. K-listinn mun leggja áherslu á að ekki verði slakað á félagslegri þjónustu bæjar- ins “, sagði Hörður Ríkharðsson að end- ingu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.