Feykir - 11.05.1994, Blaðsíða 8
11. apríl 1994,18. tölublað 14. árgangur.
Sterkur auglýsingamiðill
Það komast allir í Gengið
unglingaklúbb Landsbankans
Sláðu til og komdu í Gengið
Pottþéttur klúbbur!
m Landsbanki
Sími35353^4 '^ands
Banki allra landsmanna
Svanhildur hefur saumað íslenska fánann í yílr 20 ár á Hofsósi. Myndin er tekin við
afhendingu hans í Dillonshúsi í Arbæ. Frá vinstri eru auk Svanhildar, Ingólfur Margeirsson
sem sæti á í þjóðhátíðarnefnd, Arni Sigfússon borgarstjóri í Reykjavík og Haraldur
Sumarliðason formaður Samtaka iðnaðarins. Þeir lögðu áherslu á mikilvægi þess að hafa
íslenskan fána blaktandi við hún, ekki síst á þjóðhátíðarári.
Fáninn afhentur í Dillonshúsi
í síðustu viku var haldinn í
Dillonshúsi í Reykjavík frétta-
mannaiúndur þar sem íslenski
fáninn var kynntur sem íslensk
framleiðsla. Við það tækifæri
afhenti Svanhildur Guðjóns-
dóttir forstöðumaður Sauma-
stofúnnar á Hofsósi nokkrum
aðilum íslenska fánann að gjöf,
en það er aðeins á Hofsósi sem
íslenski fáninn er framleiddur
hér á landi og hefúr framleiðsla
hans veitt mikilvæg störf í
þorpinu. Saumastofan á Hofs-
ósi hefúr hinsvegar mætt
harðri samkeppni við innflutta
fána, en nú á lýðveldisári er
gert átak í því að Islendingar
kaupi fána framleidda hér á
landi.
A undanfömum misserum
hefur verið brýnt með eftirminni-
legum hætti fyrir landsmönnum
að þeir velji fremur íslenska fram-
leiðslu en erlenda til að spoma
gegn atvinnuleysi í iðnaöi. Það er
mikilvægt að efla atvinnulíf á
landsbyggðinni, sérstaklega í
smærri byggðarlögum eins og á
Hofsósi. Fánamir frá Hofsósi em
mjög vandaðir að allri gerð og
frágangi, og leiðir það til mun
betri endingar. Fáninn er í vönd-
uðum umbúðum til að geyma
hann í milli þess sem hann er
dreginn að húni og honum fylgja
ítarlegar leiðbeiningar um alla
notkun.
Svanhildur Guðjónsdóttir hef-
ur saumað íslenska fána frá 1973,
eða í rúm 20 ár. Hún tók rekstur-
inn á leigu af Kaupfélagi Skag-
firðinga þegar fyrirhugað var að
leggja starfsemina niður vegna
minni verkefna sem m.a. stafaði
af harðnandi samkeppni við inn-
flutta fána. Hjá Saumastolúnni á
Hofsósi starfa auk Svanhildar í
hlutastarfi Halldóra Márusdóttir,
Guöbjörg Guðnadóttir og Maren
Sveinbjömsdóttir. Að jafnaði eru
liðlega 500 fánar framleiddir á ári
hjá saumastofúnni.
Nemendatónleikar á
Hvammstanga
Tónlistarskóli V.-Hún. hélt vor-
tónleika sína á Hvammstanga 7.
inaí sl. I>ar komu fram þeir
nemendur sem verið hafa við
nám í deild skólans á Hvamms-
tanga í vetur. Aður höfðu nem-
endatónleikar verið haldnir í
Barnaskóla Staðarhrepps 28.
aprfl og sunnudaginn 8. maí
voru á dagskrá tónleikar í fé-
lagsheimilinu Asbyrgi í Mið-
firði.
Alls stunduðu um 100 nem-
endur nám við skólann í vetur.
Sex kennarar starfa við skólann
og kennt er á fjómm stöóum í
sýslunni, þ.e. á Hvammstanga,
Laugabakkaskóla, Bamaskóla
Staðarhrepps og Þorfinnsstaða-
skóla.
Um kvöldið var síðan mikil
hljómlistarhátíð í Félagsheimilinu
á Hvammstanga sem vom fjáröfl-
unartónleikar Tónlistarskóla V,-
Hún. Þar kom fram hljómsvcit
harmonikkunemenda Tónlistar-
skóla Eyjafjarðar ásamt Einari
Guðmundssyni, Jóni Hrólfssyni
og Jóni Amasyni. Stjómandi var
Guðjón Pálsson. Einnig kom fram
Félag harmonikkuunnenda í
Reykjavík, þar á meðal Þorvaldur
Bjömsson frá Bjarghúsum sem
stjómaöi hljómsveitinni. Var þetta
vel sótt hátíð og mikil stemming í
salnum. Atliyglisverðasta atriði
hátíðarinnar að öðmm ólöstuðum
var efiaust einleikur Einars Guð-
mundssonar á harmonikku sem
bar vott um mikla hæfileika og
æfingu.
EA.
Ungir nemendur leika á hijóðfæri sín á nemendatónleiknum.
Seiðin komin og eldið hafið hjá Máka
Hlýsjávareldi er hafið á Sauð-
árkróki, en í síðustu viku komu
2000 barraseiði frá Frakklandi
og er byrjað að ala þau í kerjum
tilraunaeldisstöðvar Máka við
Freyjugötu 7 á Sauðárkróki,
þar sem gamla Slökkvistöðin og
vélaverkstæði KS voru áður til
húsa. Samkvæmt fféttum hefúr
verið von á seiðunum ansi Iengi,
en að sögn Guðmundar Arnar
Ingólfesonar ffamkvæmdastjóra
Máka, er ástæðan sú að ákveðið
var að ekki yrði farið hraðar en
svo í uppbyggingu fyrirtækisins
að hlutafé dygði fyrir stofn-
kostnaði.
„Við leggjum mikla áherslu á
að þeim peningum sem okkur er
trúað fyrir í hlutafé, verði varið til
verklegra framkvæmda en ekki til
að greiða vexti“, segir Guðmundur
en Máki á þá aðstöðu sem sköpuð
hcfur verið við Freyjugötuna skuld-
lausa í dag. Við tekur nú þriggja
ára þróunarverkefni við eldi. Fyrsta
framleiðslan kemur úr tilrauna-
stöðinni eftir 15 mánuði og gert er
ráð fyrir að framleiðskin verði lið-
Iega 30 tonn á ári fyrstu þrjú árin.
Guðmundur og þeir Mákanrenn
horfa til þess að fá leigða aflagða
laxeldisstöð fyrir áífameldið, þann-
ig yrði unnt aö komast hjá miklum
stofnkostnaði.
Aðspurður sagði Guðmundur
að hlutafjársöfnun heföi gengið
þokkalega, en samt ekki framar
vonum. Hlutafjárloforó og greitt
hlutafé nema í dag um 13 millj-
ónum króna, og enn vantar 10-15
milljónir, er mundu fara til upp-
byggingar framtíðareldis. Fram-
leiðslan á hinsvegar að standa undir
rekstri tilraunaeldsins í þrjú ár.
„Við vonum að Skagfirðingar
og aðrir horfi með bjartsýni til
þessarar atvinnuuppbyggingar sem
hér á sér stað og taki þátt í þessu
mcö því að leggja fram hlutfé",
segir Guðmundur. Samstarfsaðilar
Máka eru Franska hafrannsókn-
arstofnunin og Háskóli Islands.
Oddvitinn
Bankamir græða ekki mikið
á þeim Mákamönnum.
Gæðaframköllun
BÓKABjJÐ
BKYIÆIARS