Feykir - 11.05.1994, Blaðsíða 1
@
rafsjá hf
RAFVERKTAKAR
SÉRVERSLUN
MEÐ RAFTÆKI
SÆMUNDARGÖTU 1
SAUÐÁRKRÓKI
Unglingaheimilið Stóru-Gröf:
Starfseminni haldið
áfram, í breyttri mynd
Ekki hefur þurft að kvarta undan veðráttunni það sem af er maímánuði, sólin skinið flesta daga
og hitastigið stundum farið í tveggja stafa tölu, óvant því sem Norðlendingar hafa búið við á þessum
árstíma upp á síðkastið. Þeir sem vinna inni kunna að meta það að geta drukkið kaffisopann
utandyra og komast aðeins undir bert loft. Svo var að minnsta kosti að sjá á starfsfólki Prent-
smiðjunnar Sást á Sauðárkróki í gær. Það er reyndar ekki víst að svona stundir gefist svo mikið
á næstunni, en mikið verður að gera hjá prentsmiðjufólki þegar nær dregur bæjarstjómarkosning-
unum, 28. maí.
Þýskt skip landar ferskum fiski
Akveðið hefúr verið að starf-
semi deildar Unglingaheimilis
rfldsins, sem starírækt hefur
verið í Stóru-Gröf í Skagafirði í
tæpt ár, verði haldið áfram, en í
breyttri mynd. Ekki verður um
lokaða deild að ræða eins og
verið hefúr, enda er gengið út
frá því að skjólstæðingarnir
sem vistist í Stóru-Gröf í fram-
tíðinni þurfi ekki eins mikla
gæslu og þeir sem verið hafa
þar undanfarið.
Stóru-Grafarheimilinu var
komið á fót til að leysa brýnustu
þörf Unglingaheimilins varóandi
vistun nokkurra unglinga sem
ekki hafði fundist neitt vistunarúr-
ræði fyrir. í Stóru-Gröf hafa dval-
ið fjórir unglingar og að sögn
Bryndísar Guðmundsdóttur for-
stöðumanns heimilsins hefúr
starfsemin gengið framar vonum.
Hópurinn útskrifast frá Stóru-Gröf
nú um miðjan mánuðinn og held-
ur þá út í frelsið. Undanfamar vik-
Hólanesi á Skagaströnd var í
gær veitt heimild til nauða-
samninga, en af því hefur verið
stefht síðan fyrirtækið fékk
greiðslustöðvun snemma árs.
Greiðslustöðvunin rann út í
gær.
Að sögn Lárusar Ægis Guð-
mundssonar framkvæmdastjóra
Hólaness virðist sem víðtækt
samkomulag hafi náðst við
kröfuhafa um nauðasamningana
og bendi flest til þess að það
frumvarp sem kynnt hefur verið
nái fram að ganga, en það gerir
ur hafa unglingamir verið í starfs-
fræðslu á ýmsum vinnustöðum á
Sauðárkróki og hefur þeim alls-
staðar verið mjög vel tekið.
Að sögn Bryndísar forstöðu-
manns mun breyting úr lokaðri
deild þýða að starfsmönnum
fækki úr 12 í 9. Uppsagnir em enn
í gildi og ekki hefur verið gengið
ffá endurráðningum starfsfólks, en
ljóst er að einhverjir verða að
hætta. Aformað er að 4-5 ungling-
ar verði til heimilis í Stóm-Gröf.
„Þá er ljóst að húsnæðismálin
verður að leysa á einhvem hátt, en
þau em ófuílnægjandi. Annars er
ég mjög ánægð með aó ákveóió
hafi verið að halda starfseminni
áfram, og tel að á margan hátt sé
þetta ákjósanlegt form sem hér
hefur verið. Það hefur væntanlega
einnig verið mat þeirra sem ákvörð-
unina tóku og einnig hagkvæmni
sú sem felst í því að nýta áfram þá
þjálfun sem starfsfólkið hér heftir
öðlast", sagði Bryndís.
ráð fyrir þeim meginforsendum
að 30% krafna verði greiddar.
Umsjónarmaður nauðasamninga
hefur veriö skipaóur Ragnar H.
Hall lögmaður. Búist er við að
2-3 mánuðir líði þar til búið verði
að ganga frá samningum.
Rækja hefur verið unnin í
Hólítnesi ffá febrúarbyrjun og
vonast framkvæmdastjórinn til að
þegar líður fram í mánuðinn hafi
nægjanlegthráefhi verið tryggt hl
að unnt verði að taka upp vakrir í
rækjunni um mánaðamótin næstu.
Á mánudagsmorgun kom til
Sauðárkróks þýski togarinn E-
uropa með 130 tonn af ísuðum
fiski, sem hann vciddi úr kvóta
EB í Barentshafi. Togarinn
landaði aflanum, sem var aðal-
lega þorskur og ýsa, hjá Fiskiðj-
unni og gæti orðið framhald á
þessum viðskiptum, að sögn Ein-
ars Svanssonar framkvæmda-
stjóra Fiskiðjunnar. Þetta er í
fyrsta sinn sem Fiskiðjan fær
hráefni ff á þýskum skipum, cn
fyrirtækið hefur keypt nokkra
farma af fiski úr Barcntshafinu
af rússneskum skipum.
Togarinn Europa er frá útgerð í
Bremerhafen og er nánast eina ís-
fiskútgerðin í Þýskalandi sem lifað
hefur af aflasamdrátt síðustu ára.
Svo skemmtilega vildi að á mánu-
dag lá einnig við bryggju á Sauðár-
króki, Skagfirðingur SK-4 nýkom-
inn úr sölutúr frá Bremnerhafen
þar sem skipið selur karfa einu
sinni í mánuði allan ársins hring.
Einar Svansson segir að hér sé
um hálfgerð vöruskipti að ræða
milli landanna, sem séu hagkvæm
fyrir báöa aðila. Fiskiðjan/Skag-
firóingur hagnist Ld. verulega á því
að selja karfann í Þýskalandi.
Fengist hafi 410 milljónir fyrir
karfasöluna í fyrra, en einungis
hefðu fengist 170 milljónir fyrir
karfann unninn hér heima.
Nýlega hefur verið gengið frá
vaktavinnusamningi við starfsfólk
Fiskiðjunnar, sem felst í því að
unnið verður á tvcim sex tíma
vöktum, að minnsta kosti fram yfir
sumarfrí og verður þá staðan met-
in að nýju. Forráðamenn Fiskiðj-
unnar eru bjartsýnir á að takist að
afla hráefnis yfir þennan tíma.
Hólanes fær heimild
til nauðasamninga
—KJch^íii it|DI—
Aóalgötu 24 Sauðárkróki
ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA
FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA
BÍLA- OG SKIPARAFMAGN
VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA
SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019
jm
bílaverkstæði
sími: 95-35141
Sæmundargata 1 b 550 Sauðárkrókur Fax: 36140
Bílaviðgerðir • Hjólbaróaverkstæði
RÉTTINGAR • SPRAUTUN