Feykir


Feykir - 22.06.1994, Side 6

Feykir - 22.06.1994, Side 6
6FEYKIR 22/1994 U '17^ rTirTYTO O A A Texti: Kristján J. Gunnarss. X X 1 ^ ^ / m \ T /\ Teikningar: Halldór Péturss. 161. En er á leið morguninn komu konur tvær í stofu fyrst. Það var griðkona og dóttir bónda. Grcttir var við svefn og höfðu fötin svarfast af honum ofan á gólfið. Þær sáu, hvar maóur lá, og kenndu hann. Griðkona fór nú yfir að honum og gægðist, en stundum hljóp hún til bóndadóttur og skellti upp og hló. Litlu síðar stóð Grettir upp og gekk til Þorvalds bónda. Fékk bóndi honum eld og lét flytja hann út til Drangeyjar. 162. Sá maður var á vist með Þorbimi öngli, er Hæringur hét. Hann var ungur maður og fær svo vel, að hann kleif hvert bjarg. Þorbjöm kvað hann eigi til einskis vinna skyldu, ef hann kæmist upp í Drangey og fengi veitt Gretti áverka eða drepió hann. Og eftir þetta fóm þeir til Drangeyjar og skutu honum upp í einhverjum stað, og skyldi hann leynast að þeim, ef hann kæmist upp á eyna. En þeir lögðu að stiganum og tóku tal við þá Gretti. 163. Hæringur kleif bjargið og fékk komist í ein- hverjum stað. Hann sá, hvar þeir bræður voru og horfðu baki við honum. Hugðist hann nú á skammri stundu vinna bæði til fjár og frægðar. Þá varði einskis um hans ferðir, því þeir hugóu að hvergi mætti upp komast nema þar, sem stigamir voru. Þá varö Illuga litið við. Hann mælti: „Maður er hér kominn aó okkur með reidda öxi og sýnist mér heldur ófriðlega láta“. „Snú þú á móti honum þá“, sagði Grettir. 164. Illugu réðst móti Hæringi, og er Austmaður- inn sá það, sneri hann undan. Illugi elti hann, með- an eyin vannst, og þegar hann kom fram á bjargið, hljóp Hæringur þar ofan fyrir, og brotnaði í honum hvert bein. Illugi kom aftur, og spurði Grettir hversu hann hefði við þennan skilið, er honum var ætlaður. „Ekki vildi hann mér hlíta“, segir Illugi, „heldur hljóp hann ofan íyrir bjargið“. Naumt tap í Garðinum í besta leik Tindastólsliðsins til þessa I>rátt fyrir tap gegn Víði í Garð- inum sl. laugardag áttu Tinda- stólsmenn líklega sinn besta leik í deildinni að þessu sinni. Norðanmenn voru yfir í hálf- Ieik, en það var fimm mínútna kafli í upphafi seinni hálfleiks sem gerði út um leikinn, en þá datt leikur Tindastólsmanna niður og Víðismenn gengu á lagið og skoruðu þau tvö mörk sem dugðu þeim til sigurs. Það var ekki langt liðið af leiknum þegarTindatóll náói for- ustunni. Grétar Karlsson sendi þá boltann inn í teiginn. Víðismaður komst þar í boltann, en heldur ráðleysislega og sneiddi boltann fram hjá markverði sínum í netið. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum og lítið um færi, en þó varð Gísli Sigurðsson ntark- vörður Tindastóls að taka á hon- urn stóra sínum citt sinn er hann varði skot af markteig. Eins og áður segir var slen yfir Tindastólsmönnum í upphafi seinni hálfleiks, cn þeir sóttu samt engu minna þar sem eftir var leiksins og Víðismenn björguðu t.d. á línu góóum skalla frá Bimi Sigtryggssyni undir lokin. Tinda- stólsmenn voru hreint ekki sáttir viö úrslitin, enda sýndu þeir það mikið í lciknum að með smá- heppni hefði það átt að duga til stiga. Mjög góð barátta var í Tinda- stólsliðinu í leiknum og nú sást mun ntcira spil til liðsins en sést liefur í leikjunum í vor. Leikur liðsins á miðjunni var góður og Tindastóll haföi þar völd, en slíkt hcfur allt of sjaldan verði uppi á teningnum í leikjunum fram til þessa. Vömin stóð fyrir sínu mestan hluta leiksins og ógnunin sóknarlega var þokkaleg. Tindastóll er enn sem komið er í hópi neðstu liða í deildinni með einungis þrjú stig eftir fimm leiki, gerói jafntefli í þrernur fyrstu leikjunum en hefur síóan tapað tveim leikjum. Staðan er ekki álitleg, en hins vegar er nokkuð ljóst að Tindastóll hefur leikið við liðin í sterkari hluta deildarinnar og þar af þrjá leiki af fimm á úti- völlum. Eftir byrjuninni að dæma virðist stefna í að baráttan á toppi deildarinnar í sumar verði milli BI, Víðis, Skallagríms og Völs- ungs. Þetta em sterkustu lið deild- arinnar í dag, og eftir byrjuninni að dæma er ekki útlit fyrir að Tindastóll niuni blanda sér í topp- baráttu, en hins vegar er óþarfi að afskrifa nokkurt lið í deildinni, því skammt er liðið mótsins. Niðjamót Hjálmars og Guðnýjar frá Bólu Niðjamót vcröur haldið að Bólu í Blönduhlíð 13. ágúst í sumar. Aíkomcndur hjónanna Guðnýjar Olafsdóttur og Hjálm- ars Jónssonar munu þar koma saman og hefst minningarathöfn unt skáldió kl. 13,00 mcó ávarpi Eysteins Sigurðssonar. Sungin verða lög m.a. við kvæði og sálma eftir Bólu-Hjálmar. Stað- kunnugir og sögufróðir menn verða nærstaddir að grcina þeini sem það kjósa ftá helstu kennileit- um og atburðum í lífi þeirra Bólu- hjóna. Lengd dagskrárinnar við Bólu fer eftir veðri. Klukkan 17,00 hefst svo sam- koma í félagshcimilinu á Blöndu- ósi. Þar er þess vænst að niöjar skáldsins annist dagskrárliðini.a. með lestri úr eigin verkum. I ráði er að gefa út niöjatal og þá í tengslum við það að árið 1996 verða 200 ár frá fæðingu Bólu- Hjálmars. Niðjamótið í surnar er að öórunt þræði hugsað til undir- búnings því. Jafnframt er þess vænst að nægur áhugi sé fyrir hendi meðal afkomendanna til þess að hal'a forgöngu að veglcgri hátíð að tveim áruni liönum, m.a. mcð yfirlitssýningu á hagleiks- vcrkum Bólu-Hjálmars o.fi. Afkomendur skáldsins eru á bilinu 1100-1300 og gefst með mótinu í sumar gott tækifæri til aö kynnast og huga að dýrmætari sameiginlegri forsögu. Frá klukk- an 20 föstudagskvöldið 12. ágúst og fram til miðnættis verður Opið hús í félagsheimilinu á Blönduósi þíæ sem niðjar skáldsins í Húna- þingi hafa boð inni fyrir þá sem komnir cm tímanlega. Minningarrcinirinn í Bólu í Blönduhlíð hefur nú verið vand- lega girtur og vcrður í sumar unn- ið að fegmn lians. Það er Ung- mennafélagió Glóóafeykir í Akra- hreppi sem hefur tekið að sér varóveislu reitsins. Skagfirðinga- félagið í Eyjafirði gaf sýslunni minnisvarðann árið 1955 en varó- inn er eftir Jónas Jakopsson myndhöggvara. Fyrstu árin á eftir sá skógræktarfélagiö unt að planta trjám og gerði það myndarlega. Eltir nokkurra ára vanhirðu og niöumíðslu tók svo Glóðafeykir reitinn í sínar hcndur. Hjálmar Jónsson. Neisti og KS sigruðu En hin norðvestanliðin töpuðu Neisti á Hofsósi og KS unnu sína leiki í fjórðu deildinni um helgina en Þrymur, Hvöt og Kormákur biðu iægri hlut í sín- um leikjum. KS heldur forskoti sínu í 4. deildinni og Magni fylgir fast á eftir sem áður. Neistamenn gerðu góða l'erð austur í Lauga og unnu sannfær- andi sigur á HSÞ b 2:1. Neisti var áberandi betra liðió í l'yrri hálf- leiknum og sótti án afiáts. Upp- skám þcir tvö ntörk. Það fyrra gerði Oddur Jónsson upp úr þvögu við teiginn. Seinna í hálf- lciknum fiskaði síðan Jón Þór Oskarsson víti og úr því skoraði Oddur sitt annað mark í leiknum. Leikurinn jafnaðist síðan í seinni hálficiknum og um miðjan hálf- leikinn náðu heimamenn að rninnka muninn en þar við sat. KS vann ömggan sigur á Hvöt á Siglufirði, 3:0, og náðu Hvatar- menn ekki að sýna sitt rétta and- lit eftir góða frammistöðu gegn Magna í bikamunt. Steingrímur Öm Eiðsson og Ragnar Hauksson skomðu fyrir KS í fyrri hálfleik og Bjarki Flosason bætti einu við í þcim seinni. Þrymur mátti sætta sig við 1:4 tap gegn Magna á Króknum á laugardaginn, þrátt fyrir að Króksliðið sýndi ágætis baráttu. Staðan var 2:0 fyrir Magna í Ieik- hléi og gestimir höfðu bætt þriðja markinu við þegar Atla Frey Sveinssyni tókst að klóra í bakk- ann fyrir Þrym. Kormákur steinlá fyrir SM á Melum í Hörgárdal sl. fimmtu- dagskvöld. Lcikurinn var jafn í fyrri háfleiknum, cn Eyfirðingum tókst samt að setja eitt mark fyrir hlé. Vamarleikur Kormáks bilaði síöan illilega í seinni hálfleiknum og þá fengu Hvammstangabúar á sig fjögur niörk. Leiðrétting við Kosninga- úrslit í Skarðshreppi Mistök áttu sér stað varðandi frétt af kosningaúrslitum í Skarós- hreppi í síðasta blaði. Þar var sagt að H-listinn hefði fengið 43 atkvæði, en þaö rétta er að hann fékk cinu atkvæði færra. Eitt vafa- akvæði kom upp úr kjörkassanum, cn L-listinn fékk 37 atkvæði af 80 greiddum atkvæðum í Skarðshreppi. Þá urðu þau mistök að nafn annars og þriðja manns á L-lista vom nel'nd sem verðandi hreppsnefndarmenn í Skarðhreppi. Nafn Andrésar Helgasonar í Tungu, efsta manns listans féll niður, og það er Sigrúm Aadnegaard sem fylgir honunt í hreppsnefndina.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.