Feykir


Feykir - 14.09.1994, Side 5

Feykir - 14.09.1994, Side 5
31/1994 FEYKIR5 Nokkur orð um umferðarmenn- ingu eða (ó)menningu í bænum Á leiö heim, síökvöld eitt fyr- ir skemmstu, fómm viö fjölskyld- an „einn rúnt í bæinn“ eins og gjaman er kallað. Þegar viö vor- um að snúa viö norðan við Bjama Har. vomm vió stöövuö með blá- um ljósum lögreglubifreiðar. Ungur og ábyrgöarfullur vörður laganna sté út úr bifreiðinni og benti okkur vinsamlega á, aö við hefðum ckki virt stöðvunarskyldu við pósthúsið. Eftir þetta atvik hafa hugsanir mínar beinst mjög að umferðar(ó)menningunni í okktir litla samfélagi. Ekki nýtt af nálinni, því fátt hcfur hlotið jafn- mikla athygli og umræðu manna á meðal síðustu misseri, enda verðskuldað. En þrátt fyrir mikla umræðu og áhyggjur fólks af hinni þungu og hröðu bílaumferð virðist lítið vera í sjónmáli sem dregið gæti úr hraða eða bætt um- ferðakerfíð þannig að minni hætta stafi af. Skólafólkið og umferðin Nú þegar haustar að og skól- amir em teknir til starfa eykst hætta af umferðinni til muna þar sem böm á öllum aldri em á ferli, til og frá skóla, sundlaug eða íþróttahúsi. Jafnhliða þessu viturn við að bílum fjölgar mikið og hraði eykst þegar skólafólk kem- ur til starfa í Fjölbraut og ungir of- urhugar þurfa að prófa sig og tæk- in á beinum og löngum götum bæjarins. Mér dettur þó ekki í hug að skella skuldinni einungis á þetta unga fólk, við - hinir óbreyttu íbúar bæjarins eigum svo sannarlega okkar sök sem og lög- gæslan og bæjaryfirvöld. Umferðarskipulag Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að minnast á umferðina í gegnum skólahverfið. Við verðum kannski bara að bíða þar til alvarlegt umferðarslys verður og sjá til hvort eitthvað verði gert til úrbóta á svæðinu þá. Hranalega sagt, en stundum dett- ur manni slíkt í hug. Mér hrýs hugur við því ástandi sem ömgg- lega á eftir að skapast þegar hálka fer að myndast á götunum og þegar íbúar hvetfisins fara á sín- um venjubundna hraða niður Sæ- mundarhlíóarbrekkuna á leið til vinnu og námsfólk og starfsmenn Fjölbrautar og Sjúkrahúss bíða í brekkunni eftir að geta bcygt inn á Sjúkrahússafleggjarann. Löggæslan Mér hefur stundum fundist sem eftirlit og aðgerðir lögregl- unnar séu hvergi nærri nægjan- legar og að það háa embætti eigi sína sök á þessari ómenningu um- ferðarmála í bænum. Við um- kvartanir hefúr því gjaman verið borið við að embættinu hér á Sauðárkróki sé svo þröngur stakkur skorinn í fjárveitingum að engan veginn sé hægt að anna öll- um þeim störfum sem þörf er á. Sjálfsagt er mikið til í þessu. Sjálf- sagt hafa þeir hvorki mannafla né tíma til að sinna eftirliti annars staðar en í kjama bæjarins á mesta annatíma. Mér sýnist þó full þörf á stórauknu eftirliti í íbúðarhverf- um bæjarins, því hraðaakstur og umferðarlagabrot eru ekki síður tíð þar en niör’í bæ. Eg bendi t.d. á hina gullnu hægri reglu í safn- götunum sem ætlað er aö draga úr hraða og það myndi hún eflaust gera ef hún virkaði. Eg fullyrði hinsvegar að reglan sú er stór- hættuleg vegna þess hve lítið hún er virt. Eg trúi því hinsvegar að við - hinir óbreyttu - getum til- einkað okkur regluna og meira að segja virt hana líka ef vió værum minnt á hana annað veifið. Sameiginlegt átak Þótt ég í þessu pistilkomi setji fram, í fullri vinsemd, ofurlitla gagnrýni á embætti lögreglunnar og bæjaryfirvöld, þá dettur mér ekki í hug að þessir aðilar séu ein- ir og sér megnugir að breyta ómenningunni í menningu. Það eru að sjálfsögðu hinir óbreyttu ökumenn einkabílanna- við sjálf - sem fyrst og síðast þurfum að skoða hvemig við stjómum þess- um vélum, skoða hvort við kunn- um nógsamlega og virðum þau umferðarlög sem í gildi eru. Væri ekki tilvalið að mæta þessu fal- lega hausti með nýja og betri vit- und um hve miklu við sjálf getum komiö til leiðar í umferðarmálum með því að líta í eigin barm. Höf- um í huga að það er stöðvunar- skylda á fleiri stöðum en á hom- inu lijá Búbba og verðum stöðugt vakandi gagnvart eigin aksturs- lagi og annarra. Látum ekki umferðina stjóma okkur - stjórnum henni sjálf. Með ósk um gott umferðar- haust. Herdís Sæmundardóttir. „Norðan þrír", ný hjóm- sveit reyndra marína I»eir kalla sig „Norðan þrír“ gamlir landsliðsmenn í popp- bransanum á Króknum, sem hafa nú stillt saman strengi sína að nýju og ætla að gera út á árs- hátíða- og skemmtihúsamark- aðinn í vetur. Hörður „Bassi“ Olafsson og bræðurnir Hilmar og Viðar Sverrissynir syngja allir auk þess að leika á hljóð- færi sín. Bassi og Hilmar hafa verið í góðu sambandi við skemmtistaðina síðustu árin. Segja þeir að nú þegar sé talvert búið að bóka hljómsveit- ina og það líti ágætlega út með veturinn. „Norðan þrír“ mun koma fram í fyrsta sinn laug- ardaginn 8. október nk. Það vakti óneitanlega nokkra athygli nú fyrir skemmstu þegar Bassi hætti í Herramönnum. „Þrátt fyrir ágætis samstarf í Herramönnum fannst mér kom- inn tími til að breyta til. Eg held líka að í Norðan þremur gefist mér tækifæri til að gera enn skemmtilegri hluti en ég hef vcr- ið að fást við“, sagði Hörður „Bassi" Olafsson. Hilmar Sverrisson hefur verió að leika einn á danshúsum undan- farin ár, t.d. mikið á Mímisbar á Hótel Sögu. „Þaó er hrikalega erfitt að spila svona einn. Það út- heimtir gífurlega orku. Mér leist strax vel á þcssa hugmynd þegar hún kom upp og held að þriggja manna sveit hæfi ágætlega mark- aðnum eins og hann er í dag. Innilegar þakkir sendum vió ykkur öllum sem sýnduð okkur samúö og vináttu vió fráfall sonar okkar og bróður Gunnars Helga Ólafssonar Eskihlíð 3, Sauðárkróki sem andaðist þann 26. ágúst sl. Steinunn Ámadóttir Óskar Már Atlason Atli Már Óskarsson Árni Þór Atlason Bára Jónsdóttir Jón Gestur Atlason. Bræðurnir Hilmar og Viðar Sverrissynir ásamt Herði G. Ólafssyni, sem er t.h.í mynd. Arshátíðamar hafa verið að minnka og því kostnaðarlega betra að fá fámennari sveitir til að spila á þeim. Síðan eru „pöbbam- ir“ flestir það litlir að þar komast ekki fyrir nema fámennar hljóm- svcitir", sagói Hilmar Sverrisson. Þeir þremenningar eru allir mjög þekktir tónlistarmenn úr sínu heimahéraði og víðar um landið. Viðarhefurþó lítið leikió með hljómsveitum síðustu 15 árin. „Mig hefur kitlað lengi að byrja aftur og það var annaðhvort að láta vcrða að því eða hætta al- veg“, segir Viðar sem þenur húð- imar. Bassi leikur á bassann og syngur bassann og Hilmar leikur á hljómborð og gítar. Allir syngja þeir einsöng og raddaðan söng og telja það ekki síst styik sveitarinnar. Vantar þig aukavinnu, sem þú getur jafnvel unnið heima hjá þér? Hefurðu áhuga á að safna auglýsingum? Ef svo er, haföu þá samband viö ritstjóm Feykis í síma 35757, eöa í heimasíma ritstjóra eftir klukkan 21 á kvöldin, 35729.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.