Feykir


Feykir - 02.11.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 02.11.1994, Blaðsíða 1
2. nóvember 1994, 38. tölublað 14. árgangur. Oháö fréttablað á Norðurlandi vestra rafSjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Útgerðarfélagið Skagfirðingur: 37 milljóna hagnaður fyrstu níu mánuði ársins Samkvæmt uppgjöri á rekstri útgerðarfélagsins Skagfirðings fyrir fyrstu níu mánuði ársins er 37 miiljóna hagnaður á félag- inu. Þetta er fyrsta endurskoð- aða uppgjörið er lítur dagsins ljós eftir að Skjöldur hf samein- aðist Skagfírðingi um síðustu áramót Fjármunamyndun í rekstrinum hefur verið á þessu tímabili 115 milljónir. Framlag til afskrifta og fjár- magnskostnaðar hefur einnig aukist, er 152 milljónir miðað við 141 milljón allt árið í fyrra. Eigið fé Skagfirðings er nú 325 milljón- irog veltufjárhlutfall 1,15. Núverandi hlutafé Skagfirð- ings hf er 343 milljónir. Heimild er fyrir 380 milljónum í hlutafé og er ætlunin að auka það í 400 milljónir á næstunni, samkvæmt fréttatilkynningu frá stjómendum félagsins. Skagfirðingur er opið félag sem stefnir að skráningu á Verðbréfaþingi íslands fyrir lok næsta árs. Dótturfélag Skagfirðings hf, Djúphaf, keypti í byrjun síðasta mánaðar frystitogarann Sjóla HF- 1 frá Sjólaskipum í Hafriarfirði. Útgerð Sjóla hefur verið einn af frumkvöðlum úthafskarfaveiða hér við land og er hann eftir fyrstu átta mánuði ársins annar afiahæsti togari landsins. Eftir þessi kaup gerir Skagfirðingur út fimm tog- ara: Drangey, Hegranes, Skafta, Skagfirðing og Sjóla. Skeiðsfossvirkjun: Endurgerð annarrar aflvélarinnar lokið í síðustu viku var önnur aflvél Skeiðsfossvirkjunar gangsett að lokinni gagngerri endurnýj- un. Vinna við vélina hófst í júní og hefur staðið yfir síðan. Sett- ur var upp nýr rafall ásamt stjórn- og varnarbúnaði. Afl- vélar Skeiðsfossvirkjunar hafa verið í notkun frá árinu 1945 þegar virkjunin var tekin í notkun og má því segja að tími hafi verið kominn tíl endurnýj- unar á þeim og er stefht á að taka vél II upp næsta sumar. Þetta voru ekki einu fram- kvæmdirnar við Skeiðsfossvirkj- un í ár því í vor var skipt um botnloku í stíflugarðinum. Af þeim ástæðum var ekki raforku- framleiðsla í liðlega mánaðar- tíma, því miðlunarlónið var al- gjörlega tæmt. Aætlaður kosto- aður vegna framkvæmda við virkjunina í ár er um 90 milljón- ir króna. Skápar fyrir endabúnað rafala voru smíðaðir hjá Rafkóp-Sam- virki. Stöðvamotkunarskápurvar settur saman hjá Samey hf og stjóm- og varnarbúnaðarskápur hjá rafmagnsverkstæði Rarik. I vatnsvélinni voru endumýjaðar leiðiskóflur og settar nýjar þétt- ingar og fóðringar. Gangráði var breytt í stafrænan gangráð með því að setja í hann nýjan for- styrkiventil ásamt nýjum staf- rænum rafhluta. Uppsetningu búnaðar önnuöust starfsmenn Rafmagnsveitnanna ásamt fag- mönnum frá Siglufirði og Sauð- árkóki. Ráðgjafar Rarik við þetta verk voru Verkfræóistofan Rafteikn- ing hf og Verkfræðistofa Sigurð- ar Thoroddsen hf. ÖÞ. Húnaþing: Riða stað- fest á tveim bæjum Nýlega fannst riðá í einni kind frá Ytri-Löngumýri í Svína- vatnshreppi. Niðurskurður hefur verið fyrirskipaður á hjörð Björns Björnssonar bónda, sem telur um 500 fjár. Um svipað leytí fannst einnig riða í kind á bænum Galtarnesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Nið- urskurður hefur einnig verið fyriskipaður á tæplega 300 fjár í Gal tarnesi og verður fé á þess- um bæjum fargað á næstunni. Að sðgn Bjöms Bjömssonar bónda á Ytra-Löngumýri hefur riða verið landlæg í Svínavatos- breppi öl fleiri ára og yfirleitt ver- ið skorió á 1-2 bæjum á hverju ári, reyndar slapp síðasta ár. í haust kom nýr fjárstpfh á tvo bæi i Svínavatoshreppi, og það er að sjálfsögðu þeim sem berjast gegn riðuveiki vonbrigði að stöðugt skuli koma upp'ný.ög ný riðu- veikitilfelli, samhliða því að nýir stofhar em teknir inn á svæðið. ?::,',; „Samgangur fjár hér á þessu svæðí er töluverður, bæði á heið- um og í réttum og síðan er tölu- verður samgangur milli bæja", sagði Björn BjÖrnsson á Ytri- Löngumýri. Börnin voru ekki sein á sér að bregða á leik í snjónum er féll um helgina. Bræðurnir Jóhann og Hallgrímur Jóns- synir tóku sig til og hlóðu þessa myndarlegu snjókerlingu á Iaugardaginn og hundurinn þeirra, hann Amor, virtist líka vera ánægður með hvernig til tókst með kerlinguna. Þeir bræður fengu þó ekki að njóta afraksturs erfiðis síns lengi þar sem einhverjir óboðnir gestir fóru inn í garðinn um kvöldið og brutu listaverkið niður. Skemmdarfýsnin virðist víða ráða ríkjum og eiga sér fá takmörk, en sést mun hafa til ferða þessara spellvirkja. Ráðið í starf félagsmála- stjóra Sauðárkróks Regína Ástvaldsdóttir félags- ráðgjafi hefur verið ráðin fé- lagsmálastjóri á Sauðárkróki og er hún væntanleg til starfa um áramótin. Matthías Vikt- orsson lét af starfi félagsmála- stjóra í haust eftir 11 ára starf og þegar starfið var auglýst fyrir nokkru sóttu níu um. Regína, sem á uppruna sinn að rekja til höfuðborgarsvæðis- ins, starfar nú í Noregi. Hún er rúmlegaþrítug að aldri og starfaði um nokkurt skeið hjá félagsmála- stofnun Reykjavíkur. Regína þekkir lítillega til í Skagafirði. Hafði þann starfa m.a. meðan hún vann hjá félagsmálastofhun- inni að taka út aðstöðu þar sem ungum skjólstæðingum stofhun- arinnar var komið fyrir á sveita- bæjum til lengri eða skemmri dvalar. ? HCfe*?iii u$- Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÉva: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 jm bílaverkstæði sími: 95-35141 Sæmundargala lb 550 Sauöárhókur Fax: 36140 Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.