Feykir


Feykir - 02.11.1994, Blaðsíða 5

Feykir - 02.11.1994, Blaðsíða 5
Undir Borginni Rúnar Kristjánsson 38/1994 FEYKIR5 Furðuleg við- kvæmni llluga Jökulssonar Illugi Jökulsson er farinn að skrifa í héraðsfréttablaðið Feyki. Málfrelsið hefur fund- ið færa leið. Uppistaðan í grein hans var að vísu eftir mig. En ég er honum þakklát- ur fyrir að koma á framfæri hluta af ræðu sem ég flutti á Alþingi um daginn. Gjarnan hefði hann mátt birta hana alla. Mitt heimafólk fær nú að sjá um hvað ég talaði í þetta skiptið og getur sjálft dæmt um það hvort stóryrðin séu slík að mestu orðháka Al- þingis setji hljóða. Það er stundum svo að þeir sem hafa hæst og eru harðastir í máli, þola minnst þegar orðum er snúið að þeim. Varla getur það þó verið raunin í þessu máli. Umræðan átti að snúast um pólitísk afskipti af Ríkis- útvarpinu. Boðskapurinn var sá að lýðræði, málfrelsi og mannréttindi væru fótum troðin vegna þess að tíma- bundin breyting varð á tilhög- un pistlaflutnings á Rás 2 samkvæmt ákvöröun yfir- manna á stofnuninni - og engra annarra. Síðan þessi umræða var í þinginu hefur Illugi Verður næg atvinna í vetur? hreppsfélagsins liggja í traustum og ætlar sér að gera hann að veru- höndum sameinaðrar fomstu sem leika. Eg segi: Heil íyrir því. hefur fagran draum að leiðarljósi haldið áfram þætti sínum á Rás 1 og honum sést bregða fyrir í sjónvarpinu. Og bráð- um koma þeir aftur pistlahöf- undarnir á Rás 2. Það verður eftir einhverjar vikur eða í mesta lagi einhverja mánuði. Og til hvers var þá þessi atgangur á Alþingi. Hann hafði ekkert með málfrelsi að gera - eóa frjáls skoðana- skipti. Svona uppfærslu utan dagskrár hæfir ekki alvarleg orð heldur hálfkæringur í mesta lagi. Alþingi hefur mikilvægara og göfugra hlut- verk fyrir land og þjóð en þetta. Hjálmar Jónsson. Þegar líður að vetri í hinum dreifðu byggðum landsins, verð- ur ein spuming oftast öðmm áleitn- ari í hugum fólks. Hvemig verður atvinnuástandið í vetur? Það læð- ist einhver dulinn kvíði að fólki og sumir finna samfara dvínandi dagsbirtu fyrir vaxandi óöryggi innra með sér. Þá er svo mikilvægt að fólk hafi nógu að sinna, og geti horft meó tilhlökkun til þeirrar hátíðar sem boðar sigur ljóss og friðar og fundið í þeim sigri þá gleói sem orðió getur glæðandi aíl í lífi þess. Eftir hátíðina fer svo sólin brátt að klifra hærra og hærra upp á himinbogann og þá fer ylur vors- ins smátt og smátt að seytla inn í hugskot okkar, uns lífsgleðin brýst fram í fúllum blóma og söngfuglamir okkar litlu hefja óð- inn um fegurð sumarsins á land- inu bláa. Þá er gott að vera til og finna náttúmna alla yrkja lofsöng- inn til höfundar lífsins. Um atvinnumál - frá draumi til veruleika Já, hin áleitna spuming þessa árstíma er sem fyrr segin „Hvcm- ig verður atvinnuástandið í vetur? Við sem lifúm og búum á Skaga- strönd höfum okkar væntingar í þeim efnum sem aðrir og einnig vott af kvíða. En þó erhægt að sjá ýmis merki um sóknarfæri til gagns fyrir fólk og bæ. Frá síðasta vori er ljóst að Skagstrendingar hafa eignast í hreppsnefnd ömggan meirihluta frá einum framboðslista, en það hefur ekki gerst í áratugi. Því ætti að vera góð von til þess aó stefnu- mál verði markvissari og fram- sæknari á margan hátt en fyrr, þar sem ekki er verið að eyða púöur- birgðum mannlegrar orku í innan nefndar átök, eins og tíðkaðist oft áður til tjóns fyrir menn og mál- efni. Mér er það í minni, að á framboðsfúndi í vor sagði einn frambjóðandinn, að hann ætti sér draum um ffamtíð Skagastrandar. Lýsti hann þeirri draumsýn fjálg- lcga og er ég þess fullviss að allir sannir Skagstrendingar vilja sjá þann draum rætast. Marteinn Lúthcr King átti sér fagran draum og svo er greinilega um fleiri. Það cr gott til þess að vita að menn eigi sér drauma. Nú er umræddur frambjóðandi í sér- stakri óskastöðu sem valdsmaður til að láta draum sinn rætast, þann draum sem snart blíðan streng í hjörtum manna í vor. Eg er ekki ffá því að ég hafi tárast og er ég þó ekki nema í meðallagi grátgjam. Svona ná sumir menn sterkum tökum, þegar þeir eru bamslega einlægir í ræðum sínum, sem reyndar allt of sjaldan gerist. Eg tel því að bjartsýni eigi að geta ráðið för í hjörtum Skagstrend- inga, þegar horft er til komandi vetrar, þar sem sýnt er að málefhi Ásgarður fær körfuspjald í haust ákvað markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins í samvinnu við Körfuknattleikssamband íslands að gefa körfuboltakörfu á alla leikskólana í landinu, með það að leiðarljósi að efla áhuga barn- anna á körfúbolta og íþróttum almennt. Nýlega var körfúspjald- ið afhent hinum nýja leikskóla Ásgarði á Hvammstanga. Það var fúlltrúi ffá Mjólkursamlagi KVH sem sá um afhendinguna að viðstöddum fulltrúa frá körfuknattleiksdeild Kormáks á Hvamms- tanga. Tilkynnt var við þetta tækifæri að körfúknattleiksdeildin gæfi leikskólanum körfúbolta í til- efrii afhendingar körfúspjaldsins, og verður boltinn afhentur fljótlega. Þó körfuboltans góða nyti ekki við strax voru aðrir boltar til á staðnum og ekki annað að sjá en bömin kynnu vel að meta nýju körfúna. Mynd EA/HP. Auglýsing um umferð á Sauðárkróki Samkvæmt heimild í 81. grein umferóarlaga nr. 50/1987 og aó fenginni tillögu bæjarstjómar Sauðárkróks, eru hér meö settar eftirfarandi reglur um umferó á Sauóárkróki: Á eftirtöldum stöóum skulu vera merktar gangbrautir yfir akbrautir: 1. Sæmundarhlíó neöan Sauðárbrúar. 2. Sæmundarhlíó ofan gatnamóta vió Skagfirðingabraut gegnt anddyrum á Gagnfræóaskóla og Verknámshúsi FNV. Auglýsing þessi tekur þegar gildi. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki 31. október 1994 Halldór Þ. Jónsson. Tilkynning frá umferðarnefnd Þaö tilkynnist hér með aö fyrirhugaóar framkvæmdir, vegna breytinga á skipulagi umferöar á skólasvæði við Sæmundarhlíð, (sjá auglýsingu sýslumanns hér aó ofan), veróa kynntar nánar í næsta tölublaði Feykis, þann 9. nóv. 1994. Umferóamefnd.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.