Feykir


Feykir - 29.03.1995, Síða 1

Feykir - 29.03.1995, Síða 1
RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Skoðanakönnun Feykis á fylgi framboðanna í kjördæminu: Framsókn bætir við sig 10% Fylgishrun hjá Alþýðuflokki og Kvennalista Framsóknarflokkurinn mundi bæta við sig tæplega 10% fylgi frá síðustu kosningum ef kosið yrði til Alþingis í dag, sam- kvæmt könnun á fylgi stjórn- málaflokkanna sem Feykir gekkst fyrir um síðustu helgi, önnur framboð sem bjóða fram nú og buðu fram síðast tapa öll fylgi. Mest áberandi er fyigistapið hjá Alþýðuflokki, fylgi flokksins minnkar sam- kvæmt könnuninni um meira en helming frá síðustu þing- kosningum og Kvennalistinn fengi ekki nema rúman þriðj- ung atkvæða frá síðustu kosn- ingum. Þjóðvaki mælist með 9,87% fylgi í kjördæminu. Svörun í könnuninni var 63,16% sem þykir nokkuð gotk Samkvæmt könnuninni fengi Framsóknarflokkurinn tvo menn kjördæmakjöma, Sjálfstæðisflokk- urinn einn og Alþýðubandalagið einn. Sjálfstæðiflokkinn vantar minnst upp á uppbótamanninn í atkvæðamagni, hefur 33% upp í svokallaða kjördæmatölu, Þjóð- vaki kemur næstur með 26% og þá Framsóknarflokkurinn með 21%. Urtakið í könnuninni var 551, sem em um 9% af kjörskrá, stuðst við tilviljunarúrtak sem tekið var úr þjóðskrá og náði úr- takið yfir Ma Noiðurlands vestra 18 ára og eldri. Haft var síma- samband við fólk og fengust svör frá 348 af þeim 551 sem spurðir Skoðannakönnun Feykis um fylgi framboöa á Noróurlandi vestra fyrir kosningamar 8. apríl. Þeir sem afstöðu tóku Könn. Kosn. mism. % A Alþýðuflokkur 5,26 .. 11,60 -6,34 B Framsóknarflokkur ....41,7 ....32,30.... 9,48 D Sjálfstæðisflokkur ..26,32 ...28,10 -1,78 G Alþýðubandalagið ...14,80 ...19,20 -4,40 V Kvennalistinn 1,97 5,20 -3,23 J Þjóðvaki 9,87 9,87 Heimastjómarflokkurinn.. 1,70 -1,70 Þióðarflokkurin/ Fl. mannsins 1,50 -1,50 Frjálslyndir 0,40 -0,40 Fylgi framboða flokkað eftir svæðum V.-Hún. A.-Hún. Skr. Skag. Sigl. % A-listi Alþ.fl 7,89.. ....5,00 4,05... ...1,50 ..11,11 B-listi Frams .36,84... ...46,25...47,30... ..52,24.... ..15,55 D-listi Sjálfst 34,21... ..31,25...20,27.... ,. 26,86... ..20,00 G-listi Alþýðub.. .15,78... ...15,00...14,86... ....5,97... ..26,67 V-listi Kvennal.. ....2,64... 0,00 4,05.. 2.98.. ....0.00 J-listi Þjóðvaki. ....2,64... 2,50 9,47.. ... 10,45...26,97 vom. 64 neituðu að svara. Þeir sem náðust ekki í, vom fluttir eða fundust ekki voru 109. Veikir eða gátu ekki svarað vom 22 og búsettir erlendis eða látnir 8. Urtakið var kynjaskipt. Af þeim sem ekki vildu svara vom konur rúmlega helmingi fleiri eða karlar eða 44 á móti 20 körl- um. Af þeim sem svömðu vom karlar í nokkmm meirihluta eða 191 á móti 157 konum og gæti þetta skekkt myndina eitthvað. Lagðar vom þrjár spumingar fyrir svarendur um hvað þeir myndu kjósa ef alþingis- kosningar yrðu á morgun. Fyrst var spurt „Ef Alþingiskosningar væm á morgun hvaða flokk eða lista mundir þú kjósa?“ Þeir sem vissu ekki eða vom óvissir vom spurðir áfram „hvort einhver flokkur eða listi væri líklegri en annar?“. Ef fólk var enn óvisst var spurt „hvort líklegra væri aö viðkomandi kysi Sjálfstæðis- flokkinn eða aðra flokka. Hér er ró og hér er friður.... Baldvin Kristjánsson (yngri) á Sauðárkróki á góðri stundu í góðum félagsskap. Aðhalds gætt í fjárhags- áætlun Hvammstangahrepps „Þetta er stíf aðhaldssöm fjár- hagsáætlun og við erum að reyna að greiða niður skuld- irnar“, segir Guðmundur Guð- mundsson sveitarstjóri á Hvammstanga, um fjárhags- áætlun hreppsins sem sam- þykkt var í síðustu viku. A- ætlunin gerir ráð fyrir að skatt- tekjur hreppsins verði 77,6 milljónir á þessu ári sem er örlítil aukning frá síðasta ári. Aætlunin gerir ráð fyrir að til reksturs málaflokka fari 52 milljónir og þar em skólamálin fjárfrekust. Gert er ráð fyrir að til þeirra fari 15,3 milljónir. Aætlað er að til fjárfestinga fari 17,9 milljónir, þar af fari til götu- og holræsagerðar 4,3 milljónir, og stærstur hluti þess liðar fer í gangstéttagerð. Til heilbrigðismála verður varið 2,3 milljónum, tæpum tveim milljónum til félagsþjónustu og síðan koma nokkuð margir liðir með svipaðar upphæðir. Stefnt er að því að halda áfram fram- kvæmdum við nýja leikskólann á árinu, þannig að leikskólinn geti tekið við fleiri bömum. Samkvæmt upplýsingum sveitarstjórans nema langtíma- skuldir Hvammstangahrepps um 70 milljónum króna. Fjár- hagsáætlunin gerir ráð fyrir 7,7 milljónum til afborgunar lána. Vantar þar rúma milljón upp á greiðslur til afborgana, og er fjárhagsáætluninni lokað með 6 milljón króna lántökuheimild til hreppsins. —KTenfli!! hjDI— Aðalgötu 24 Skr. sími 35519, bílas. 985-31419, fax 36019 Almenn verktakaþj ónusta, Frysti- og kœliþjónusta, Bíla- og skiparaímagn, Véla- og verkfœraþjónusta bílaverkstæði sími: 95-35141 Sœmundargötu 16 Sauöárkróki íax: 36140 Bílaviðgerðir Hjólbarðaverkstœði Réttingar Sprautun

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.