Feykir


Feykir - 29.03.1995, Side 5

Feykir - 29.03.1995, Side 5
13/1995 FEYKIR5 HVAÐ KALLAR ÞÚ "BETRA ÍSLAND" SÉRA HJÁLMAR JÓNSSON? í blaói sjálfstæöismanna, Noróanfara, sem út kom í síó- ustu viku, skrifar séra Hjálmar Jónsson grein, þar sem hann m.a. segir að hvom tveggja skattálög- ur og erlendar lántökur hafi verið stöövaóar í tíö þessarar ríkis- stjórnar. Ekki veit ég hvaöa reiknimeistara séra Hjálmar hef- ur á sínum snæmm, en víst er aö sá hinn sami hlýtur aö vera tölu- vert annars heims, því sam- kvæmt heimildum Seólabanka íslands hafa beinir skattar ein- staklinga til ríkis og sveitarfélaga hækkaö vemlega. Sömu sögu er að segja um óbeina skatta af ýmsu tagi, ekki síst öll þau ógrynni af þjónustugjöldum sem notendur heilbrigöiskerfisins hafa þurft að taka á sig. I sömu heimild, þ.e. frá Seðlabanka ís- lands, segir einnig aö hreinar skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiöslu hafi tvö- faldast á kjörtímabilinu, eins og fram kemur á meðfýlgjandi súlu- riti. Þaö er hreint ótrúlegt hve auðvelt þaö reynist mörgum að loka augunum íyrir óþægilegum staöreyndum, þegar sannfæra þarf háttvirta kjósendur um eigið ágæti og flokksins. ATVINNULEYSIÐ OG „BETRA ÍSLAND" í sama blaði heldur séra Hjálmar fram að atvinnuleysið sé að minnka. Hann skýrir það að vísu ekki hvar hann sér þess merki, en víst er að opinberar tölur segja aðra sögu. Sam- kvæmt heimild Seðlabanka ís- lands hefur atvinnuleysið aukist úr 1.4% árið 1991 í 4.8% árið 1994 og hefur aldnei mælst meira síðan farið var að skrá atvinnu- leysið. A bak við þessar tölur um atvinnuleysi er mikill harmleikur einstaklinga og fjölskyldna. Harmleikur, sem kemur fram í mikilli fjölgun nauðungarupp- boða, gífurlegri aukningu á fjár- hagsaðstoð sveitarfélaga, upp- lausn heimila og vonleysi þeirra sem ekkert sjá framundan. Það er athyglisvert og segir sína sögu, að á síðustu vikum hafa prestar landsins verið að koma fram í fjölmiðlum og lýsa og vara við bágum aóstæðum heim- ilanna. Það er auðvitað gott ef séra Hjálmar Jónsson sér sól vonar og bjartrar framtíðar. En því miður er ég hrædd um að sú sól muni ekki ylja þeim heimil- um sem kollegar hans hafa áhyggjur af, aö minnsta kosti ekki ef hans flokkur heldur á- fram á þeirri braut sem hann markaði sér í upphafi þessa kjör- tímabils; að styikja hina ríkari á kostnað hinna eftiaminni. ÁFRAMHALD MISRÉTT- IS OG ÓJÖFNUÐAR? Það ræðst þann 8. apríl n.k. hvort flokkur séra Hjálmars Jónssonar fær umboð til áfram- haldandi forystu og þar með áframhaldandi stefnu misréttis Herdís Sæmundardóttir skipar 5. sæti framboðslista Fram- sóknarflokksins í kjördæm- inu. og ójöihuðar meðal þegna lands- ins. Ég vil þó ekki trúa því að þorri fólks finni ekki á eigin pyngju, hve greiðslugeta og af- komumöguleikar hafa dregist saman á undangengnum fjórum árum. Ég trúi því hins vegar að ef fólk skoðar versnandi afkomu sína í samhengi við þá stjórn- arstefnu sem ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks hafa starfað eftir og ver at- kvæði sínu í samræmi við nið- urstöðu þeirrar skoðunar, þá muni sól bjartari tíma skína á alla landsmenn. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að Framsóknarflokkurinn komi sterkur út úr komandi kosn- ingum. Hreinar skuldir ríkissjóðs % % af vergri landsframleiðslu 1990 1991 1992 1993 1994 Komið að snjómokstri á Skagaströnd „I>að hefúr tekist að halda göt- unum þokkalega færum, en vitaskuld hafa komið dagar sem hafa reynst okkur erfiðir, en það fer að líða að því að við mokum. Nú fer vonandi að koma betri tið og kosningar á næsta leyti. Við verðum að tryggja góða færð á kjörstað“, segir Magnús Jónsson sveitar- stjóri á Skagaströnd. Sem kunnugt er bmgðu Skag- strendingar á það ráó í vetur að jafna snjóinn og þjappa með snjótroðara á götum í íbúðaherf- um í stað þess að moka þær. Þessi tilraun hefur heppnast vel og sparað mikinn snjómokstur. Nokkur ótti mun þó hafa gripið um sig meðal íbúanna á dögun- um þegar hlánaði, þar sem djúpt var á niðurföllin í götunum, en sveitarstjórinn segir aó vel hafi verið fylgst með og aldrei nein hætta yfirvofandi. Gikt og giktarsjúkdómar Almennur fræðslufundur í Safnahúsinu á Sauðárkróki miðvikudaginn 29. mars kl. 20,30. Fyrirlesari Ami Geirsson giktarsérfræðingur. Allir velkomnir! ✓ Lionshreyfingin á Islandi ætlar að reisa rannsóknarstöð giktarsjúkdóma. Rauða fjöðrin verður seld um næstu helgi til styrkar þessu málefni. Lionsklúbburinn Björk. Lionsklúbbur Sauðárkróks. Anna Dóra Antonsdóttir, kennari Frostastöðum. Anna Hlín Bjarnadóttir, Ágústa Eiríksdóttir, hjúkr- þroskaþjálfi Varmahlíð. unarfræðingurSauóáikróki. Við berjumst fyrir því að fá fyrstu konuna á þing fyrir Norðurland vestra! - Kvennalistinn vill stórefla atvinnuráðgjöf og byggja upp atvinnulíf sem er náttúrunni vinsamlegt. — Kvennalistinn vill auka hlut kvenna í valdamiklum ráðum og nefndum, þar er hægt að hafa áhrif. - Kvennalistinn vill skipta fiskimiðum upp í grunn- og djúpsjávarmið og koma á byggðakvóta. — Kvennalistinn vill leggja áherslu á vöruþróun og fullvinnslu sjávarafurða. - Kvennalistinn vill draga úr yfirbyggingu og fækka milliliðum í landbúnaði. - Kvennalistinn vill stórauka verkmenntun í landinu. Kveðja — Kvennalistinn á Norðurlandi vestra STÖÐUGLEIKI OG FRAMFARIR á traustum grunni

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.