Feykir


Feykir - 29.03.1995, Side 6

Feykir - 29.03.1995, Side 6
6FEYKIR 13/1995 'Vatet&ctœta' *7ec&*t: ‘PáttKc (lóK&á#H' ~7extc: ‘Pðn/i. stáxuutcctdA.. „Nú vil eg vita hvers af er kostur um mægðimar við yður herra." Jarl svarar: „Eigi vil ég því afneita því að vera má að það sé til hamingju vorrar ættar en það vil eg þú sért með oss.“ Þorsteinn mælti: „Því vil eg játa og kunna þökk að vera hér meðan þér lifið en eigi munu menn unna mér hér metorða eftir þinn dag og verður hver eftir sínum forlögum að leita.“ Jarl kvað líklega slíkt mælt. Litlu síðar reið Þorsteinn heim og segir föður sín- um alla ráðagerð og baö hann til ferðar og svo gerði Ketill. 22. Jarl bjó veislu en Þorsteinn sótti til með Raumdæla og mörgu stórmenni en veislan var prýdd góðum tilföngum. Gekk hún út með hinni mestu sæmd og stórum fégjöfum og skildust þeir jarl og Ketill með hinni mestu vináttu. Þorsteinn var eftir meó konu sína. Jafnan frétti Þorsteinn vinsamleg orð til sín frá jarli. Brátt vom ástir góðar með þeim Þor- steini og Þórdísi. Þess er getið eitt kveld að menn komu til jarls með þeim tíðindum að þeir sögðu lát Ketils raums og það með að menn vildu að Þorsteinn færi aftur til átt- jarða sinna og ríkis. 23. Þorsteinn bar þetta mál fyrir konu sína og jarl. Hún bað hann fyrir sjá og kvaðst því vilja að fylgja sem hann vill. Honum kvaðst mest í hug að fara heim, taldi þaó síst öfundareyri og allir mundu hon- um þar best sæmdar unna. Þessu ráði samþykkti og jarl og kvað líklegt að heima mundi honum auðið verða framgangs heldur en hjá ókunnu fólki. Brátt eftir þetta tók jarl sótt. Hann heimti til sín Þorstein mág (tengdason) sinn og svo dóttur sína og mælti: „Búið nú ferð yðra svo héóan í braut að það sé með mikilli sæmd í fjárhlutum og mega frændur vor- ir því þó vel una að þeim sé hér ríki allt upp gefið í landi með því öllu sem hér fylgir. En ef ykkur verður sonar auðið látið hann hafa nafn mitt“. Þorsteinn kvað svo vera skyldu en því kvaðst hann eigi eftir jarls tign leita að frændur hans væru ótignir. 24. Ingimundur jarl andaðist litlu síðar en Þor- steinn fór heim til eigna sinna og tók við föðurleifð sinni. Hann var í hemaði á summm og aflaði fjár og virðingar en sat heima að búm sínum að vetrum og þótti hinn mesti sómamaður. Ingjaldur hér maður og bjó í Hefni, ey norður á Hálogalandi. Hann var bóndi hraustur og hagaði lífi sínu líkt og Þorsteinn. Með þeim var vingott. Ingjald- ur var góður búþegn og mikilhæfur maður. Bjarkarkonur færa sambýl- inu gjafir Lionsklúbburinn Björk á Sauóárkróki færöi í síðustu viku sambýlinu viö Fellstún á Sauöária-óki góðar gjafir, mynd- bandstæki og sófa í setustofú. Lionsklúbburinn styður viö ýmis góðgerðarmál í bænum. Fjáraflanir klúbbsins felast í sölu á plastpokum og vorhrein- gerningu í útibúi Búnaðar- bankans á Sauðárkróki. Á myndinni eru Bjarkarkonur, starfsfólk sambýlisins og íbúar, þegar gjaftmar vom afhentar í síðustu viku. Búnaðarþing ályktar um sauðfjárræktina: Heimild verði fengin til kjötútflutnings Nýastaðið Búnaðarþing telur brýnt að fyrsta aðgerð til lausnar á vanda sauðfjár- bænda sé að heimild verði fengin tii að flytja út kindakjöt, innan heUdargreiðslumarks, á erlenda markaði þannig að birgðastaða 1. september nk. verði ekki umfram 500 tonn. Jafhframt þurfi sérstakar ráð- stafanir tíl að allt sláturfé komi í siáturhús í haust með því að greiða tiltekna upphæð á ailt innvigtað kindakjöt umfram efri mörk greiðslumarks. Til að tryggja framgang þessara aðgerða þurfa að koma til sér- stakir Qármunir frá hinu opin- bera. Þá telur Búnaðarþing nauð- synlegt að tryggja rétt bænda- fólks til atvinnuleysisbóta til samræmis við yfirlýsingu land- búnaðarráðherra og félagsmála- ráðherra frá liðnu hausti. Þá er einnig brýn nauðsyn á að staðið verði vió bókun búvörusamnings um eflingu jarðasjóðs, svo hann geti keypt jarðir þeirra bænda sem hætta vilja búskap eða að- stoóað sveitarfélög við slík kaup, en ljóst er að skerðing á fram- leiðsluheimildum á undanföm- um árum hefur kippt rekstrar- grundvelli undan fjölmörgum sauðfjárbúum. Næstu aðgerðir Á verðlagsárinu 1996/1997 og 1997/1998 verði heildarbein- greiðslur vegna sauðfjárfram- leiðslu sem nemur a.m.k. 50% grundvallarverðs 8150 tonna af kindakjöti. Þingið felur stjórn samtakanna að skoða sérstaklega fyrirkomulag á stuðningi ríkisins vió sauðfjárframleiðsluna m.a. með eftirfrandi að leiðarljósi: a) ná sem flestu fé í sláturhús, b) skapa aukinn sveigjanleika í framleiðslu, c) skapa möguleika á störfúm greiðslumarkshafa að landgræðslu og skógrækt og fl. sbr. bókun 6, d) að kanna með hvaða hætti er hægt að beina stuðningi til þeirra sveita og jað- arbyggða sem standa sérstaklega höllum fæti og hvemig að því er staðið í nágrannalöndum okkar. Aðgerðir gegn heima- slátrun og framhjásölu Þingið felur stjóm bændasam- takanna að beita sér fyrir því að heimaslátrun verði takmörkuð svo sem kostur er og verði meðal annars skoðaðar eftirfarandi að- gerðin a) gera samanburð á ásetningi og afurðum, b) koma á leyfis- veitingum og skráningu á heimaslátrun, c) meta möguleika á að taka upp merkingarkerfi á gripum samkvæmt stöðlum ESB. Heildaiheimtökuiéttur greiðslu- markshafa án skerðingar á inn- leggsheimildum verði aukinn í 80 kg. á hvem heimilismann. Þróunarsjóður Stofnaður verði þróunarsjóður sem hafi það hlutverk að stuðla að vöruþróun fyrir innlendan og erlendan markað og endurbótum á aðstöðu til slátrunar og vinnslu kindakjöts samkvæmt ESB stöðlum. Stefnt verði að 100 ntillj. kr. framlagi til sjóðsins á ári. Leitað verði samkomulags við ríkisvald, Byggðastofnun, framleiðnisjóð o. fl. um fjár- mögnun sjóðsins. Komið veiði á fót maikaðsráði kindakjöts sem hafi forgöngu um eftirfarandi verkefni: vöruþróun kindakjötsafurða, úrbætur í að- stöðu til slátrunar og vinnslu, menntun og þjálfun starfsfólks, koma á samstarfi við yfirkjötmat, yfirdýralækni og fæðudeild RALÁ um aukið aðhald og eftir- lit til að tryggja vöruvöndun, sölustarf og skipulagningu á sölu kindakjöts á innlendum markaði eftir því sem í þess valdi getur veriö, sölustarf kindaköts erlend- is, markaðs- og sölustarf varð- andi gærur og innmat sauðíjár. Stefnt verði að því að mark- aðsráðið hafi ráðstöfunarrétt og söluábyrgð á allri kindakjöts- framleiðslu, en starfi í samvinnu vió sláturleyfishafa og aðra hags- munaaðila. Lækkun kostnaðar við sauðfjárframleiðslu Hagþjónustu landbúnaðarins verði falið að skoða alla þætti kostnaðar við sauðfjárfram- leiðslu. Hagfræðiráðunautum bændasamtakanna verði síðan falið að leggja fram tillögur um hvernig hægt sé að draga úr kostnaóinum. Unnið verði skipulega að hag- ræðingu og lækkun kostnaðar við slátrun og úrvinnslu sauðfjár- afúrða m.a. með fækkun eða sér- hæfingu sláturhúsa og samvinnu um slátmn á stærri svæðum. Slátur- og heildsölukostnaður verði skýrt aðgreindur. Fjár- mögnun afurðalána verði tryggð. Lögö verði áhersla á þýðingu kjötgæða fyrir markaðinn og bændum kynnt eftir föngum hvemig má ná auknum gæöum með kynbótum, betri meðferð fjár að hausti, lengingu slátur- tíma og slátrun utan hefðbundins sláturtíma. Kjötmati og greiðsl- um fyrir kjöt verði bcitt til að ná auknum kjötgæðum.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.