Feykir


Feykir - 29.03.1995, Qupperneq 8

Feykir - 29.03.1995, Qupperneq 8
29. febrúar 1995,13. tölublað 15. árgangur. Auj»Iýsing í Feyki fer víða! mm Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans * Sláðu til og komdu í Gengið Pottþéttur klúbbur! Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Ljósmyndari Feykis var staddur á Hólmavík um síðustu helgi og smellti þá þessari mynd, en sem kunnugt er hefur gífurlegt fannfergi verið á Ströndum í vetur. Eins og sjá má eru snjógöngin djúp inn að dyrum jarðhýsis eins í þorpinu og til hægri grillir í kirkjutuminn. En það er víðar snjór en á Ströndum. Þegar maður var jarðaður við Barðskirkju í Fljótum í síðustu viku reyndust Qórir metrar niður á kirkjugarðinn, Það tók snjóblásarann sex tíma að moka vegspottann fiá þjóðveginum og upp í Barð. Þessi kafli er um kflómetra langur. Sameiginleg fundaferð framboðanna hafin Grásleppuvertíðin byrjar afar illa „Þetta er steindautt, ekkert líf að sjá. Það mætti halda að net- in væri í einhverju ísvatnskeri en ekki í sjónum“, sagði Þor- leifur Ingólfsson grásleppu- bóndi á Þorbjargarstöðum á Skaga, eftir að hafa vitjað um í fyrradag. Hann hafði aðeins þrjú og hálft kfló af hrognum úr fjórum trossum og snéri þá heim á leið. „Ja það er sko ekki nóg að þeir bjóði 70 þúsund fyrir tunn- una af hrognunum, það á eftir að veiða hana“, segir Þorleifur. Grásleppuvertíðin hefur farið ákaflega dauflega af stað og segja t.d. Siglfirðingar, sem venjulega verða fyrstir varir við veiði, að þetta sé versta byrjun til fjölda ára, sjórinn gjörsamlega steindauður, það sjáist varla rauðmagi heldur. Grásleppusjó- maður á Siglufirði sem blaða- maður ræddi við hafði fengið mest 20 grásleppur í trossu. „Þetta mundum við nú kalla mok og falla aftur fyrir okkur af ánægju því enn verra er þetta hér. Það var ein í fyrstu tross- unni, síðan engin í þeirri næstu, þá tvær í þeini þriðju og síóan þrjár í fjórðu og þá hætti ég“, sagói Þorleifur. Hann sagðist vonast til að þetta lagaðist með hlýrri straumum. Hlutimir væm svo sem ekki lengi að breytast, ef hann léti af þessum stanslausu norðaustan og suðvestan brim- um. Grásleppubændur á Skaga komu bátum sínum á sjó í kjöl- far hlákunnar í síðustu viku. Þá sköpuðust aðstæður til að ýta burtu snjónum sem lokuðu leið- inni aó höfninni í Selvík. Snjó- hengumar sem sköguðu fram á bryggjuna og ýtt var út í sjó vom allt að sjö metrar að hæó. Króksverk kaupir dýpkunarskip Sameiginleg fundahrina full- trúa framboðslistanna á Norð- urlandi vestra er hafin. Fyrsti fundurinn var á Siglufirði í fyrrakvöid, sá næsti í beinni útsendingu útvarps frá Bók- námshúsi Fjölbrautaskólans í gærkveldi. Fundað verður á Blönduósi í kvöld (miðviku- dagskvöld), Hvammstanga annað kvöld, sjónvarpsfund- urinn verður á sunnudaginn kemur. Skagstendingar fá frambjóðendur í heimsókn á mánudagskvöld og fundar- hrinunni lýkur síðan á Sauð- árkróki nk. þriðjudag. Fundarformið verður hefð- bundið, nema útvarps- og sjón- varpsfundirnir þar sem fyrir- spumir úr sal verða leyfðar. Þeg- ar fundahrinan var undirbúin mun það hafa verið neíht að fara út í opið fundarform þar sem fyr- irspumir em leyfðar. Slíkt var t.d. gert á fundi á Skagaströnd fyrir síðustu þingkosningar og tókst vel. Þessari hugmynd var þó ekki fylgt eftir á fundinum og niðurstaðan var eins og áður segir að fúndarformið verður óbreytt. Aðspurður sagði Páll Péturs- son alþingismaður að sú hætta væri yfirvofandi með fundi þar sem fyrirspumir væm leyfðar, að umræðumar fæm út um víðan völl og tóm vitleysa yrði úr þessu öllu saman. „Þaó þarf ekki nema að einhverjum mgludöll- um detti í hug að dengja fram fáránlegum spumingum að slíkt getur eyðilagt fundinn, og þarf t.d. ekki nema einn drukkinn mann til. Jú, að vísu heppnaðist Skagastrandarfundurinn mjög vel“. Páll sagði aö menn væru hrifnari af hefðbundna fundar- formi og teldu að þar stæðu allir jafnt að vígi. „Þeir geta nú mislukkast þessir fyrirspumar- þættir í útvarpi og sjónvarpi. Þar er mikið undir stjómandanum komið hve mikinn tíma hver flokkur fær og síðan er hægt að kaffæra einstök mál þannig að engin önnur komist að. Til að mynda vom stjómendur sjón- varpsumræðnanna fyrir síðustu kosningar fréttamenn sem greinilega þekktu ekki mikið til hér í kjördæminu. Þá komust menn ekki út fyrir umræðuna um brimvarnargarðinn á Blönduósi, þótt frambjóðendur vildu gjaman tala um ýmislegt annað. Það var gjörsamlega mislukkaður fundur að mínu mati“, sagði Páll á Höllustöðum. Nýlega var gengið fiá kaupum Króksverks og tveggja aðila utan bæjarins á dýpkunarskip- inu Reyni, sem Dýpkunarfelag- ið á Siglufirði átti áður en félagið varð gjaldþrota fyrir nokkrum misserum. Króksverk kaupir Reyni af Framkvæmdasjóði ríkisins. „Með þessum kaupum erum við að breikka starfssvið okkar og fömm yfir á annað verksvið en við höfum verið aó fást við. Kunnátta gröfumanna okkar kemur úl með að nýtast þama vel“, segir Ingi Friðbjömsson framkvæmdastjóri Króksverks. Aðspurður sagði Ingi aó talsverð verkefni væm varðandi dýpkun í landinu nú strax næsta sumar, en það hvort nóg yrði að gera fyrir dýpkunarskipið í sumar, réóist af hvernig gengi í út- boðunum. Oddvitinn Þeir vita hvað er að gera út á grásleppu á Skaganum. Gæóaframköllun BÓKABtlÐ BKYUJARS

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.