Feykir


Feykir - 14.06.1995, Blaðsíða 1

Feykir - 14.06.1995, Blaðsíða 1
RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Bæjarfulltrúar framsóknar: Vilja viðræður um sölu á Rafveitu - Til að grynnka á skuldum bæjarins i, Hitabylgjan sem gengið hefur yfir norðanvert landið síðustu vikuna hefur valdið vatnavöxtum víða, enda mikið magn af snjó bráðnað á skömmum tíma. Þessa mynd tók Sigurður Kr. Jónsson í Vatnsdal sl. sunnudag og var dalurinn þá eins og stórfljót á að líta. Tjón hefur lítíð orðið á Norð- vesturlandi vegna vatnavaxta, en þó er talið að einhverjar skemmdir hafi orðið á túnum í Fljótum. Þá braut Skeiðsá sér leið út úr áveituskurðinum í Skeiðsfossvirkjun. í gær var reynt með aðstoð stórvirkra vinnuvéla að koma skikk á farvegi Fljótaár og Skeiðsár í Austur-Fyótum. Aðeins vikuhlé í Loðskinni Talsverðar umræður urðu á fundi bæjarstjórnar Sauðár- króks í gær um tillögu fram- sóknarmannanna í bæjar- stjórn, Stefáns Loga Haraids- son og Bjarnar R. Brynjólfs- sonar, þess efnis að bæjar- stjórn óski eftir viðræðum við forráðamenn Rafmagnsveitna ríkisins um sölu á Rafveitu Sauðárkróks til Rariks. Flutn- ingsmenn tillögunnar segja að þarna sé um að ræða helsta möguleikann til að grynnka á skuldum bæjarsjóðs Sauðár- króks. Bæjarstjórn samþykkti á fúndinum í gær að vísa mál- inu til veitustjórnar til skoðun- ar. Stefán Logi Haraldsson efsti maður b-listans segir nauðsyn- legt að leita leiða til að minnka skuldir bæjarins þannig að fram- kvæmdagetan verði einhver. „Nú er svo komið að tekjur bæj- arins fara aó langmestu leyti í rekstur málaflokka og í greiðslu afborgana og vaxta af lánum. Ef bærinn ætlar aó framkvæma eitt- hvað verður að taka þá peninga að láni, og menn náttúrlega hljóta að sjá að slíkt gengur ekki til lengdar. Við höfum um það að velja að leita lausna strax eða sitja með hendur í skauti og láta þetta damla svona áfram. Við framsóknarmenn viljum bregð- ast við vandanum og trúum ekki öðru en meirihlutinn vilji alla- vegana skoða þessi mál“. Stefán segist ekki óttast það að ef til viðræðna komi muni Rarik vilja kaupa hitaveituna með. „Hitaveitan og rafveitan eru ólíkir hlutir og það kemur aldrei til greina að selja hitaveit- una, þar fáum við hreinar tekjur af hverjum seldum líter. Varð- andi rafveituna hinsvegar erum við eins og venjulegur verslunar- eigandi, seljum raforkuna í smá- sölu. Og það er ekki einu sinni svo að við eigum Gönguskarðs- árvirkjun eins og margir virðast halda. Það hefur verið haldið uppi hræðsluáróðri í þessu máli þegar það hefur borið á góma“, segir Stefán Logi. Steinunn Hjartardóttir, sem eftir fundinn í gær tók við emb- ætti forseta bæjarstjórnar af Jónasi Snæbjömssyni, segir að afstaða meirihluta bæjarstjómar muni væntanlega ráðast af því hvað kemur út úr athugun á hag- kvæmni sölu rafveitunnar. Þegar það liggi fyrir hverjar beinar og óbeinar tekjur bærinn hafi af Rafveitu Sauðárkróks. „Það er óvenjumikil keyrsla á verksmiðjunni núna í sumar og líklega lokum við ekki nema í viku. Það bjargaði okkur alveg að leyfi skyldi fást á innflutning á gærum, annars værum við búnir að vera hráefnislausir í tvo mánuði“, segir Birgir Bjarnason framkvæmdastjóri sútunarverksmiðjunnar Loð- skinns. Það stefnir í að á þessu ári verði unnin 80 þúsund skinn úr innfluttum gærum og 110 þúsund afinnanlands- markaðnum. Svipaður fjöldi sumarafleysingarfólks starfar nú í Loðskinni og undanfarin sumur. Vinnsla á innfluttum gæmm, sem allar eru ástralskar, hefur komið vel út og markaðurinn hef- ur tekió óuúlega fljótt við þessari nýju framleiðslu, að sögn Birgis í Loöskinni. Hráefnisskortur háir því ekki starfsemi fyrirtækisins. „Það var alltaf ætlunin hjá okkur aó þróa vinnslu á þessum áströlsku gæmm. Hugmyndin var að súta 5-15 þúsund gærur á ári úl að byrja með. Síðan gerðist þetta á innanlandsmarkaðnum síðasta haust og þess vegna neyddumst við úl aó demba okkur út í þessa vinnslu og nú er svo komið að innflutta hráefnið er að verða um helmingur af hráefninu hjá okk- ur“, segir Birgir, en áströlsku gær- umar em heldur stærri en þær ís- lensku, og verð á þeim er lægra, þannig að þær skila ekki minni framlegð en innlenda hráefnið, svo fremi sem markaður sé fyrir framleiðsluna. „Okkur hefur gengið ágæúega að selja skinnin úr þessu hráefni. Vió vissum aö tækniþekkingin væri fyrir hendi hjá okkur, og það hefur gengið furðanlega vel að uppfylla óskir markaðarins, þannig að þetta lítur bara vel út. Skinnin seljast nokkuö jafnt og þétt“. Til stóð aö halda aðalfund Loðskinns í gær, en honum hefur verið frestað um mánuð. Að sögn framkvæmdastjórans em margar ástæður fyrir frestun fundarins. Blöndudalur: Tún mikið kalin á nokkrum bæjum Tún eru illa kalin á nokkrum bæjum í Blöndudal í Austur- Húnavatnssýslu. Sérstaklega er ástandið slæmt á bænum Brandsstöðum, en þar er talið að ríflega helmingur túnanna sé ónýtur vegna kals. Þá eru tún einnig mikið kalin á tveim bæjum í nágrenni Brands- staða, Höllustöðum og Aust- urhlíð. Jón Sigurðsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi A.-Hún. sagði að kalið væri aöallega á smábelti í dalnum. Ástand tún- anna væri skelfilegt á Brands- stöðum og hann vissi ekki hvemig unga fólkið sem hyggst hefja búskap á jörðinni nú í vor, brygðist við þessum vanda. Jón sagði að menn hefðu einnig áhyggjur af ástandi túna úti á Skaganum, en þar væri allt seint á ferðinni og því ekki íyrirséð hvemig ástandið væri. Að öðm leyti virðist sem Norðvesturland hafi sloppið nokkuð við kal á þessu langa vori. —KXengil! — Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, bílas. 853 1419, fax 453 6019 Almenn verktakaþjónusta, Frysti- og kœliþjónusta, Bíla- og skiparafmagn, Véla- og verkfœraþjónusta bílaverkstæði Sími 453 5141 Sœmundargötu 16 Sauöárkróki íax: 453 6140 Bílaviðgerðir Hjólbarðaverkstœði Réttingar Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.