Feykir


Feykir - 14.06.1995, Qupperneq 2

Feykir - 14.06.1995, Qupperneq 2
2 FEYKIR 23/1995 Þjóðhátíðardagurinn á Sauðárkróki: Menningarviðburðir auk hefðbundinna liða bundnu sniði, að öðru leyti en því að viðamikil sýning verður opnuð í Safnahúsinu og í félags- heimilinu Bifröst gcngst leikfé- lagið fyrir viðburði. Þar verður flutt dagskrá um Skagfirðinga í Höfn á öldinni scm leið. Tónlist verður af ýmsum toga í Bifröst og þeir sem vilja geta fengið sér snúning. Fánar veróa dregnir að húni aö morgni þjóðhátíðardags kl. 8,00. Kl. 10,00 fara hestamenn í hópreið um bæinn og teyma síðan hesta sína undir börnum við íþróttavöllinn. Kl. 13,30 verður skrúðganga frá Hlíðarkaup nióur hjá dælustöð í Túnahverfi að Sjúkrahúsi og síðan haldið niður í bæ og endað á íþróttavellinum. Þar hefst hátíðardagskrá kl. 14,00. Að lokinni fánahyllingu verður séra Hjálmar Jónsson með helgi- stund, Ragnheiður Matthíasdóttir flytur ávarp fjallkonu, Helga Sig- urþjömsdóttir formaður Kvenfé- lags Sauðárkróks flytur hátiðar- ræóu, en í ár fagna kvenfélags- konur 100 ára afmæli félagsins. Að lokinni hátíðardagskránni verður skátatívolí við íþrótta- svæðið og hljómsveitin Herra- menn leikur nokkur lög. Dagskrá leikfélagsins hefst kl. 15,30 í Bif- röst. Um kvöldið er síðan fyrir- hugaður útidansleikur við Faxa- torg ef veður leyfir. Herramenn leika fyrir dansi frá kl. 20-22. Það glaðnaði yfir mörgum þegar brá til betri tíðar um miðja síðustu viku. Bylting!, var orð sem margir tóku sér í munn, svo voru umskiptin mikil, enda hafði fólk hér fyrir norðan næstum gleymt því að í veðrakerfinu væri til sumarblíða með yfir 20 stiga hita. Og hún Katrín Ingimarsdóttir Lerkihlíð 2 á Sauðár- króki, sem átti sjö ára afmæli sl. fimmtudag, gat bara haldið afmælisveisluna utan dyra. Söngför Heimis til Suðurlands: Troðfullt hús á Dagskrá þjóðhátíðardagsins á Sauðárkróki verður með venju- Range-Rover árgerð 1972, ekinn 118 þúsund mflur. Verð 500.000. Allur nýyfirfarinn. MMC Pajero, stuttur, bensín, árg. '86, eídnn 137 þúsund km. Verð 700.000. Góðurbíll. Daihatsu Feroza EL-II. EFI, árg. '91, ekinn 42 þúsund km. Verð 1100.000. Fallegurbfll. VW Golf CL 1600 árg. '87, ekinn 118 þús. km. Verð 370.000. MMC Lancer GLX 1500 árg. ^90, ekinn 90 þús. Veró 770.000. BÍLALEIGA SKAGAFJARÐAR SF. BÍLASALA Borgartúni 8, Sauðárkróki, sími 453 6050 og 453 6399. QC hliitir mm umboðssala með notað og nýlilegl Aðaigötu 21 (GRÁNU) - Sími: 36646 Tökum í umboóssölu flest sem nöfnum tjáir aö nefna t.d. húsgögn, heimilistæki, sjónvörp, tölvur, antikmuni og nánast allt sem þú hefur ekki not fyrir lengur, en aðrir geta nýtt sér. Hafðu samband! Opið mánudaga - föstudaga kl. 13-18 og laugardaga kl. 10-16. Mikil eftirspum. öllum stöðum Karlakórinn Heimir fór í söngferð um Vestur- og Suð- urland um síðustu helgi. Heimismenn sungu á fjórum stöðum og fengu alls staðar meira en húsfylli, þannig að fólk þurfti frá að hverfa. Síð- asta söngskemmtunin í ferð- inni var í Aratungu á laugar- dagskvöldið og þar urðu hundruðir manna frá að hverfa, m.a. fólk sem komið hafði langan veg austur úr Vík í Mýrdal til að hlýða á kórinn. „Þetta er náttúrlega ákaflega ánægjulegt hvað er tekið vel á móti okkur þar sem við komum, en hinsvegar finnst okkur leiðin- legt að fólk þurll frá að hverfa, sérstaklega ef það kemur nú langt að, eins og þetta fólk úr Mýrdalnum“, segir Þorvaldur G. STOFAN Deborah J. Robinson Stjórnsýsluhúsið Sauðárkróki S: 453 6281 F: 453 6280 ALMANNATENGSL - alhliða markaðssetning. Hafðu samband! O Erlend Samskipti O Fjölmiðlun Q Nómskeið Q Kynningar Q Gagnasöfnun Q Pýðingar Q Markaðsróðgjöf Q Bœklingagerð Q Ferðamól Q Fundir Q Ráðstefnur Q Gestamóttökur Óskarsson formaður Karlakórs- ins Heimis. Heimismenn byrjuðu að syngja í Logalandi á fimmtu- dagskvöldið. Þar var troðfúllt og einnig í safnaðarheimili Vest- mannaeyjakirkju þar sem sungió var daginn eftir. Unnt var þó að bjarga flestum um sæti meó því að nýta alla tiltæka lausa stóla. Á sama veg fór í Selfosskirkju á laugardagsmorgni og í Aratungu um kvöldið var síðan gjörsam- lega stappað. „Við komumst ekki út af sviðinu vegna fjöldans og urðum því að syngja allt „prógrammió" án þess að taka hlé“, segir Þorvaldur á Sleitu- stöðum. Það var skagfirskt kvöld í Aratungu á laugardagskvöldið. Hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar lék fyrir dansi að loknum söng Heimismanna og þar var sama stappan, þegar dans var stiginn í skagfirskri sveiflu. Faxnúmer Feykis er 45 36703 Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa Aðalgötu 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Sími 45 35757. Myndsími 45 36703. Ritstjóri Þór- hallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson A.-Hún. og Eggert Antonsson V.-Hún. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannson, Sigurður Agústsson og Stefán Arnason. Áskriftarverð 137 krónur hvert tölublað m/vsk. Lausasöluverð 150 kr. m/vsk. Setning og umbrot Feykir. Prentun Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfrétta- blaða.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.