Feykir


Feykir - 14.06.1995, Qupperneq 3

Feykir - 14.06.1995, Qupperneq 3
23/1994 FEYKER 3 Bjartar nætur í V.-Húnavatnssýslu Vestur-Húnvetningar ætla að efna til sumarhátíðar eins og þeir gerðu sl. sumar. Hátíðina kenna þeir við „Bjartar næt- ur“ og er það vel til fundið á þessum árstíma. Eins og á síð- asta sumri verður hátíðin um allt kjördæmið og Bjartar nætur byrja núna á föstudags- kvöldið 16. júní með sum- arfagnaði í Vesturhópsskóla í Þverárhreppi. Þessi helgi og þær næstu verða síðan vel nýttar undir dagskráratriði Bjartra nátta, og hátíðinni lýk- ur sunnudaginn 9. júlí. Þverhreppingar munu halda sumarfagnað í stað árlegs þorra- blóts, sem féll niður í vetur vegna ótíðar. Gestum gefst því sérstakt tækifæri til að taka þátt í innansveitarskemmun í Vestur- hópsskóla. Þar verður boóið upp á hlaðborð með fjölbreytilegum réttum, margvísleg skemmtiat- riði og dans og söngur fram í bjarta sumamóttina. Næsti dagur Bjartra nátta er 17. júni og þá verða hátíðahöld á Hvammstanga þar sem ýmislegt verður á dagskrá. Þá er komið að Jónsmessunni sjálfri laugardeginum 24. júní. Þá verður haldið í gönguferð að Hveraborg. Farið verður með bílum frá Staöarskála að Foss- seli, sem er sérstakt hverasvæði við Síká. Leiðsögumaður segir heiðarsögur og annan fróðleik tengdu þessu svæði. Þessi ferð tekur um 4-5 tíma. Þá sem ekki íysir í Hveraborg geta brugðið sér í heimsókn á „búgarðinn“, eins og segir í til- kynningu frá undirbúningsnefnd. Býlið Tannstaðabakki stendur gestum opið frá hádegi til aftans. Tilvalið tækifæri fyrir bömin að komast í snertingu við húsdýr. A bænum em kindur, kýr, hestar, endur og hundur. Þá verður Byggðasafnið við Reykjaskóla opið, en það er eitt merkasta safn sinnar gerðar. Þar er meðal ann- ars að finna hákarlaskipið Ófeig ffá Ófeigsfirði á Ströndum, sem heillar gesti með dulúð sinni. Það er mikið um að vera á Jónsmessudaginn. Þá fer einnig fram hestamót Þyts á Króks- staóamelum í Miðfirði. Grillaö verður við Staðarskála um kvöldið og á sama stað verður einnig kveiktur varðeldur seinna um kvöldið. Veiðidagur í V.-Hún. verður síðan sunnudaginn 25. júní. Þá bjóða veiðiréttarhafar veiði- mönnum, stómm sem smáum, veiði í vötnum sínum á hálfu gjaldi. Veiðimenn geta einnig skráð sig í veiðikeppni, sem frarn fer eftir ákveðnum reglum. Þátttakendur vefja vatnasvæði og fá afhent veiðikort. Verðlaun fyrir þann stóra og flesta fiskana eru veiðileyfi á silungasvæði Víðidalsár og Miðfjarðarár.. Vatnsnes verður síðan vett- vangur Bjartra nátta föstudaginn 30. júní, en á Vatnsnesi er ótal margt að skoða, sögustaðir, fög- ur náttúra, dalimir, fjaran, dýra- lífið og margt fleira. Þaó er þjóðlegur siður að nýta sér þau matföng sem land og sjór bjóða upp á. Hlaóborðið við Hamarsbúð var fyrst framreitt á Björtum nóttum í fyrra og vom viðtökur stórgóðar. Alls kyns sjávarfang og heimagerður mat- ur verður þar í boði, bögglaupp- boð, skemmtiatriði, líf og fjör. Sungið og dansað í tjaldi og ef þannig viðrar er sólarlagið á Vatnsnesi afar rómantískt. Laugardaginn 1. júlí er síðan á dagskrá hópreið yfir Hópið. En frá fomu fari er þekkt reiðleið yfir Hópið, sem er eitt stærsta stöðuvatn á Islandi. Farið verður frá Stóm Borg út á Nesið, riðió yfir gmnnan hluta Hópsins yfir á Þingeyrarsand og að Þingeymm. Ferðin er í umsjá hestaleigunnar í Galtanesi og em fararstjórar reyndir á þessari leið og hestamir traustir. Skráning í síðasta lagi Óvíst með ráðningar í sumarafleysingar í FISK Sjómannaverkfallið, sem nú hefur staðið yfir í um þrjár vikur, virðst ætla að draga dilk á eftir sér. Ef verkfallið stendur mikið lengur gæti það orðið til þess að Fiskiðjan ráði ekkert sumarafleysingafólk til starfa, að sögn Einars Svans- sonar framkvæmdastjóra. „Þaö virðist líta út fyrir að við‘ verðum að breyta okkar plani. Ef verkfallið stendur mikið leng- ur get ég ekki séð að vió munum ráða fólk í sumarafleysingar. Þegar fólk er búið að vera í frí þetta langan tíma, þá vilja flestir ábyggilega vinna og taka ekkert sumarfrí“, segir Einar. Reiknað var með að 20-30 manns yrði ráðió til afleysinga í Fiskiðjunni í sumar, mest allt skólafólk. Deilur sjómanna og útgerðar- manna gætu því sett strik í reikn- inginn hjá mörgum. Ný pökkunarstöð, í húsnæði því sem Skjöldur var áöur til húsa, var vígð formlega að vió- stöddu fjölmenni sl. föstudag. Sem stendur er þó engin vinnsla í fiystihúsinu og því hefur pökk- unarstööin ekki verið tekin í notkun. fimmtud. 29. júní í símum 451 1150eða451 2585. Að lokinni reiðinni verður farið í gönguferð um Borgimar. Gengið frá Víðihlíð norður Borgimar og Síðutagl að Vestur- hópsvatni. Um kvöldið veróur síðan grillað við Víðidalstungu- rétt, sem er hjá bænum Litlu-As- geirsá. Þar verður kvöldvaka og ýmislegt tif skemmtunar. Ef veó- ur leyfir verður stiginn dans á gmndinni við réttarvegginn. Eins og sjá má verður ýmis- legt að gerast á Björtum nóttum. Síðasta helgi hátíðarinnar tengist 100 ára verslunarafmæli Hvammstanga og verður þeirrar hátíðar getið sérstaklega síðar í blaðinu.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.