Feykir


Feykir - 28.06.1995, Page 1

Feykir - 28.06.1995, Page 1
RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Uppgræðsla á húnvetnsku heiðunum: „Tímabært að skoða ný viðhorf" segir Sveinn landgræðslustjóri Landgræðsla ríkisins er að hefja árlega áburðardreifingu á húnvetnsku heiðarnar. Eins og á síðasta ári verða bæki- stöðvar Landgræðslumanna við nýja flugvöllinn hjá Sandá skammt sunnan aðaluppi- stöðulóns Blönduvirkjunar. A- burðardreifingin mun heljast 4. júlí og er áætlað að hún muni standa í 5-6 daga, viðri þokkalega til fiugs. Aó sögn Sveins Runólfssonar landgræöslustjóra verður nú dreií't 380 tonnum af áburöi sem er svipað magn og í fyrra. Þaö er hinn síungi Páll Sveinsson, Douglasvól Landgræðslunnar, scm veröur notaöur við dreifmg- una, en hann er nú 52ja ára og hefur aldrei veriö betri aö sögn Sveins. Flugmenn Flugleiða eyöa sumarfriinu á Páli eins og jafnan áður, og virðist aldrei neinn skortur á sjálfboðaliðum úr röðum Flugleiðamanna til þessa starfa. Aðspuróur sagði Sveinn Run- ólfsson að mióað við aðstæður hefði árangur uppgræóslunnar á heiðunum verið góóur. „Annars held ég að nú sé timabært að skoóa ný viðhorf í þessum upp- græðslumálum. I stað stöðugra áburóardreifinga væri frekar að fara í uppgræðslu á nýjum svæð- um. Við höfum viórað þær hug- myndir að farið verði út í mark- vissa uppgræðslu á suðurhluta heiðanna. En við ráðum þessu ekki, það cru fulltrúar upprekstr- arfélaganna og Landsvirkjunar sem semja um uppgræðslumálin á heiðunum“, segir Sveinn Run- ólfsson landgræðslustjóri. Lágheiði var opnuð í gær Lágheiði var opnuð almennri umferð, allt að fjórum tonn- um, í gær. Lokið var við að moka heiðina um miðja síð- ustu viku og í góðum blæstri undanfarna daga hefúr veg- urinn þornað vel. Að sögn Jónasar Snæbjöms- sonar hjá vegageróinni á Sauð- árkróki tók það þrjá daga að moka heiðina að þessu sinni og cr það svipaður tími og venju- lcga. Mokað var báðum megin frá; úr Fljótum og ffá Ólafsfirði. Mikill snjór hefúr verið á Lág- hciði tvo síðustu vetur og hefur það, í bili að minnsta kosti, dregið út þeim áformum að byggja upp heilsársveg yfir heiðina. Starfsmenn vegagerðarinnar niunu síðan fara á Þverárfjallið fyrir hclgina og kanna ástand vegarins, en búist er við að snjór sé enn þar uppi og sá veg- ur verði ekki fær á allra næstu dögum. Stefán bóndi í Grænumýri að rifja túnið fyrir neðan bæinn í síðustu viku, Sláttur hafinn í Skagafirði Eins og oft áður var Stefán Jónsson bóndi í Grænumýri fyrstur skagfirskra bænda til að hefja slátt. Hann byrjaði sl. miðvikudag og sló þá sléttu niður undan bænum sem orð- in var þokkalega sprottin. Stefán leggur ávallt áherslu á að slá túnin snemma, þegar fóðurgildið er sem mesL „Eg ætlaði að byrja um síð- ustu hclgi en frestaði því þar sem að ekki var útlit fyrir þurrk“, sagói Stefán í Grænu- mýri. Astæðan fyrir því að Stef- án byrjar slátt jafnan svo snemma er að hann ver hluta túnanna fyrir ágangi búfjár. Snemmsprottin túnin gera hon- um síðan kleift að ná tveim slátt- um af megni túnanna. Það hefur meira að segja komið fyrir að Stefán í Grænumýri hafi slegið þrisvar, en hann segist ekki vera hrifinn af því og geri það ekki aftur. Þá sé gengið of nálægt jörðinni. Sláttur mun einnig vera haf- inn í Keldudal í Hegranesi og ljóst að margir bændur eru í þann mund að byrja heyskap, þegar þetta er skrifað á mánu- degi. Egill Bjamason hjá Búnað- arsambandi Skagafjarðar segist reikna með að sláttur hefjist al- mennt í Skagafirði um mánaða- mótin. Væntanlega verður þess heldur ekki langt að bíða að hey- skapur byrji víða í Húnaþingi. Dýrbítur á Vatnsskarði: Lágfóta kemur fram hefndum Bændur við Vatnsskarð hafa í vor séð greinileg ummerki dýrbíts og leikur grunur á að hlaupadýr hafi haldið sig á þessu svæði. Birgir Hauksson, bóndi í Valagerði, hefúr fúnd- ið tvö af lömbum sínum dauð og Friðrik Björnsson á Gili eitt úr sinni hjörð. Báðir sakna þessir bændur lamba og leik- ur grunur á að fleiri séu dauð. Birgir í Valagerði er reyndar mjög kunnugur lágfótu, en hann er grenjaskytta á allmiklu svæói í lfamhéraði Skagafjarðar og yfir sýslumörkin í Húnaþing. Birgir hcfur skotió margar tófur undan- fama vetur og unnið dýr á greni að vorinu. Undanfama daga hefúr hann legið á grenjum og vann eitt í Sólheimafjalli í Blönduhlíð nú á dögunum. Þaó er því ekkert skrýtið þó að menn sjái grátbros- legu hliðina viö dýrbítinn á Vatnsskarðinu. Vera kann að lág- fóta sé þama að hefúa sín á and- skota sínum, sem Birgir í Vala- gerði hlýtur að vera, eins fengsæll og hann er þegar um tófuveiðar ræðir. „Hún hefur mig þá fyrir rangri sök, því ekki hef ég drepið neina tófú", segir Friðrik á Gili. —ICTctt^lll Itpl— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, bílas. 853 1419, fax 453 6019 Almenn verktakaþjónusta, Frysti- og kœliþjónusta, Bíla- og skiparafmagn, Véla- og verkfœraþjónusta bílaverkstæði Sími 453 5141 Sœmundargötu 16 Sauöárkróki íax: 453 6140 Bílaviðgerðir Hjólbarðaverkstœði Réttingar Sprautun

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.