Feykir


Feykir - 28.06.1995, Síða 3

Feykir - 28.06.1995, Síða 3
25/1994 FEYKIR 3 Jónsmessuhátíðin á Hofsósi: Á annað þúsund þegar f lest var Það var líflegt um að litast á Hofsósi um helgina, en þar fór fram Jónsmessuhátíð í annað sinn. Mikill mannfjöldi var samankominn á laugardag þegar varðskipið Oðinn var til sýnis og farið var í smásigl- ingu með skipinu út úr höfn- inni og hlýtt á karlakórinn Heimi sem söng ásamt Sig- rúnu Hjálmtýsdóttur í Staðar- bjargarvík. Talið er að á ann- að þúsund manns verið sama- kominn til að hlýða á sönginn. Um 200 manns var um borð í varðskipinu og fólkið var allt í kring í brekkunni og á bökk- unum við Staðarbjargavík. Kvöldvökur bæði á föstudags- og laugardagskvöld voru vel sóttar, en þar komu fram margir frábærir skemmti- kraftar. Einnig var dansleik- ur með Artúnsbandinu að- faranótt sunnudags vel sóttur. Þar var mikið fjör og fólk hafði á orði að það hefði ekki verið á öðrum eins stuðdans- ieik lengi. Þaö leit svo sem ekkert ó- skaplega vel út með veður á laugardagsmorgni. Hann hafði þykknað upp um nóttina og kominn var þoku- og rigningar- suddi. En þó var lygnt og það átti eftir að rætast úr veðrinu er á daginn leið. Þegar komið var að Heimismönnum að syngja í Staðarbjargavíkinni var úrkomu- laust og farið að þoma upp. Fólk virtist njóta þessarar stundar í víkinni vel, enda ekki á hverjum degi sem hin fallega rödd Diddúar fær að njóta sín í sam- svarandi umhverfi, þar sem hljómburður gerist ekki betri. Eftir sönginn í víkinni bmgðu Heimismenn sér á hestbak smá stund og sungur stemmurþar sem þeir riðu eftir aðal þoipsgöt- unni á Hofsósi. A eftir þeim fór Jón Garðarsson frá Efra-Asi á- samt fríðu fömneyti í hestakerm. A planinu við bjálkahúsið og kaffihúsið Sólvík, í kvosinni, fór síðan ffam dagskrá vegna vænt- anlegrar stofnunar safns tengt vesturferðum, sem staðsett verð- ur í gamla kaupfélagshúsinu sem nú er unnið að endurbótum á. Það er Valgeir Þorvaldsson ferðaþjónustubóndi á Vatni, sem Feðgarnir í Artúnsbandinu, Snorri Jónsson og Kristján Bjöm Snorrason, þenja nikkurnar. Systurnar Kristín, Þórunn og Anna Jóna taka lagið. Karlakórinn Heimir syngur í hvamminum í Staðarbjargavík. Varðskipið Óðinn þéttskipað fólki í baksýn. stendur á bak viö Jónsmessuhá- tíðina á Hofsósi. Hann er mjög ánægður með hvemig til tókst. „Eg held að það megi allir vera ánægðir með þaö ef að á einni helgi tekst að breyta ímynd þorps eins og Hófsóss. Þetta heppnaðist alveg eins og til var ætiasL Veórið var alveg þokka- Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, var heiðursgestur á Jónsmessu- hátíðinni. legt og það var kannski heppni að ekki skyldi vera glampandi sólskin; þá hefði fjöldinn sjálf- sagt orðið of mikili“, segir Val- geir. Aðspurður hvort aö hátíðin stæði undir sér, sagðist hann vera ánægður ef tækist að dekka kostnaðinn. Það væri ekki af gróðahvötum sem þessi hátíð væri haldin og sjálfur bæri hann ekki mikið út býtum. „En það er vonandi aó þetta skili Hofsósi og svæðinu einhverju. Þá er tak- markinu náð“, segir Valgeir. Diddú þenur raust sína ásamt Heimismönnum undir styrkri stjórn Stefáns Gíslasonar. Utanhússmálning! Fúavöm - Þakmálning Vatnsvari - Pallaolía Múrviögeröarefni - Kítti Oll málningarverkfæri. Kópal steintex - Þol þakmálning Kjörvari - Þekjukjörvari Frá Málningu h/f 5T Verslunin ) HEGRI 4 Sími 453 5132 ' Kaupvangstorgi 1 Sauðárkróki

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.