Feykir


Feykir - 28.06.1995, Side 4

Feykir - 28.06.1995, Side 4
4FEYKIR 25/1995 „Tel mér það til gildis að vera sveitamaður" segir Kristján Stefánsson frá Gilhaga sem er að gefa út alskagfirskan geisladisk með lögum sínum og Ijóðum „Þaó er reyndar mjög misjafnt hvemig kveóskapurinn veróur til. Þetta er svona tvennslags eiginlega. Ef ég verð áhorfandi aó einhverju spaugilegu þá dettur oft inn í hug- ann ein tvær rímaóar hendingar um þaö. Þannig veróa nú þessar gamanvísur til, sem oft veröa fleygar og fara fljótt af staó. Veróa til á stundinni og staðnum. Aftur á móti er þaó meó kvæóin eóa ljóóin aö þar eru mestu áhrifin frá náttúrunni. Ég er ákaflega bundinn sveitinni og náttúmnni. Flest öll mín ljóó, sem mér finnst eitthvaó varió í, eiga ræt- ur aó rekja út í náttúruna og sveitalífió, enda hef ég oít sagt þegar fólk er aó spyrja mig hvaö ég sé menntaður eóa kunni fyrir mér, aó ég sé sveitamaóur og talið mér það til gildis, enda er þaó fjölbreytt og lærdómsríkt mjög“, segir Kristján Stefánsson frá Gilhaga, sem undanfariö hefur staöió í stórræóum. A næstu dögum er von á geisladiski sem Kristján gefur út á eigin spýtur. Hér er um alskagfirskt framtak aó ræöa. Öll lögin og textamir em eftir Kristján. Söngvarar og hljóófæraleikarar em allir skagfirskir, eóa búa í Skagafirói, og upptökur fóm fram í HS hljóóveri á Sauöárkróki. Aó sjálfsögóu er skagfirska stemmningu að fínna í velflestum laganna. Þama er t.d. lag sem heitir Laufskálarétt og annað sem heitir Varmahlíó. Kristján Stefánsson þenur nikkuna. Það hlýtur aö vera frekar ó- venjulegt að laga- og textahöf- undur gefi út lög sín og ljóð eins og Kristján gerir. Til liðs við sig fær hann bæði reynda söngvara og efnilegt söngfólk úr héraðinu. Þama eru Álftagerðisbræður allir fjórir: Pétur, Sigfús, Gísli og Oskar Péturssynir, frændi þeirra Kristján Jósefsson, Ásgeir Ei- ríksson, Helga Rós Indriðadóttir og Margrét Stefánsdóttir. Hljóð- færaleikarar eru auk Kristjáns sjálfs: Stefán R. Gíslason, Hilm- ar Sverrisson, Friðrik Halldórs- son, Höróur G. Olafsson, Eiríkur Hilmisson, Védís Torfadóttir og Sveinn Sigurbjömsson. Gamanvísumar lítils virði „Það er nokkuö síðan að ég fór að hugleiða þetta“, segir Kristján þegar hann er spurður um tilurð þessarar útgáfu. „Eg var búinn að gera mikið af því að yrkja gamanvísur, fara með svo- leiðis efni, sem er eigninlega bara einnota, það stendur ekkert eftir þó þetta geri mikla lukku það augnablik sem gamanvís- umar em fluttar. Eg var búinn að fá leiða á þessu, fannst gaman- vísnagerðin svo lítils virði ein- hvernveginn og fór að hugsa meira um alvöru skáldskap, eftir- mæli og þess lags sem stendur eitthvað lengur. Eg á töluvert mikið af þessum kveðskap, bæði vísum og ljóðum alls konar og kom til hugar að gefa það út í bók, en svo þróaðist þetta bara svona og leiddi hvað af öðm, allt þangað til í vetur að Óskar Pét- ursson fór að tala um þetta við mig, hvort ég ætti ekki efni sem væri hægt að vinna úr. Eg játaði því, átti þá tilbúin nokkur lög, og svo fórum við að skoða þetta nánar. Ég átti líka mörg ófull- gerð lög og ófullgerða texta og fór að prjóna þetta saman. Það má eiginlega segja að Óskar sé upphafsmaðurinn að þessu, en þeir höfðu verið að hugleiða það bræðurnir að syngja inn á hljómplötu, svona til að eiga til minningar. Þegar ég var búinn að safna saman lögun- ALMANNATENGSL ST OFAN _ nýjar hugmyndir, Deborah J. Robinson Stjórnsýsluhúsið Sauðárkróki S: 453 6281 F: 453 6280 - nýr sjónarhóll. - nýjar leiðir. Hafðu samband! □ Erlend Samskipti □ Fjölmiðlun □ Námskeið □ Kynningar □ Markaðsráðgjöf □ Fundir □ Gagnasöfnun □ Bœklingagerð □ Ráðstefnur □ Pýðingar □ Ferðamál □ Gestamóttökur Helga Rós Indriðadóttir (nær) og Margrét Stefánsdóttir, syngja inn á geisladiskinn. um og textunum, þá var bara á- keðið að byrja á þessu. Hann benti þá á að það væri mjög æskilegt til að auka fjölbreytnina að fá stúlkumar til að syngja þama með, Helgu Rós.og Mar- gréti. Þá kom Ásgeir inn í þetta líka, því þeir Álftageróismenn syngja ekki bassa og Ásgeir er mikið í kompaníi með stelpun- um fyrir sunnan. Þetta leiddi svona hvað af öóra. Mjög fljótt var ákveðið að þetta yrði að öllu leyti skagfirskt. Ég annaðist hjóðfæraleikinn að talsverðu leyti, bæði á harmonikku og hljómborð, og þar að auki feng- um við til liðsinnis hljóðfæra- leikara hér heima fyrir. En þaó getur sjálfsagt enginn látið sér detta í hug hvað þetta er mikið umfang. Hvaó mikið er í kring- um þetta og sér í lagi með þessu fyrirkomulagi að safna að sér fólki sem búsett er hingað og þangað um landið og stundar allt vinnu, bæði virka daga og um helgar. Þess vegna er það eigin- lega alveg ótrúlegt að hægt skyldi vera að koma þessu sam- an og það hefði náttúralega ekki tekist nema vegna þess að þetta er einstaklega alúðlegt og sam- vinnuþýtt fólk. Það er það fyrsta sem mér dettur í hug; þakklæti til þessa fólks, sér í lagi söngvara og reyndar allra sem að þessu komu“. Ekki dómbær á þetta Kristján hcfur unnið aó útgáf- unni meira og minna frá áramót- um, og hefur tekið sér frí frá vinnu tvo síðustu mánuði til að geta helgað sig henni. Til að hafa upp í kostnað þurfa að seljast þónokkuð yfir þúsund geisla- diskar. Er gott útlit með að þaó takist? „Já, ég er nijög bjartsýnn á það. Það era veralega góðar und- irtektir. Margir sem spyrja um þetta og eru spenntir, enda er vinsælt fólk sem að þessu stend- ur. Það er óhætt að segja að beð- ið sé eftir disknum og hefúr ver- ið strax frá því að það kvisaðist aó þetta væri á döfinni". Má búast við aó eitthvaó af lögunum á disknum verði allt að því klassísk? ,Já, ég hef mikla trú á því. Fólk sem hefur heyrt lögin er yfir sig hrifið. Mér finnst ég ekki vera á nokkum hátt dómbær á þetta sjálfur. Það era margir að spyrja mig hvað mér þyki mest varið í og hvað ég haldi að sé at- hyglisverðast af lögunum. Ég get ekki með nokkra móti gert mér neina grein fyrir því. Mér þykir bara vænst um það ljóð og lag sem ég er að vinna að hverju sinni. Mér er ómögulegt að raða þeim í forgangsröð“. Faldi sig bak við nikkuna Aðspurður segist Kristján vera nánast ómenntaður i tónlist- inni. „Ég er fæddur með þessu. Frá því ég hef nokkuð getað hreyft mig eða gert, þá hef ég bæði sungið og spilað á hljóð- færi. Ég hef verið svona 7-8 ára þegar ég byrjaði að spila á orgel heima í Gilhaga. Ég hcld ég hafi verió 10-11 ára þegar ég fór að spila á böllum hjá kvenfélaginu. Var þá lítill og feiminn og faldi mig eins og ég gat bak við harm- onikkuna. Það er mjög langt síðan ég byrjaði á vísnagerð og hefur nú farið svona mismunandi mikið fyrir henni. Ég fór mjög íjótt að semja gamanvísur fyrir skemmt- anir og þorrablót og tækifæris- vísur við ýmis tækifæri. Svo var eins og þetta félli niður um tíma, bæði harmonikkuspil og þessi vísnakveðskapur. Þetta þótti ekkert sérstaklega merkilegt á tímabili, en er svo aó vaxa fiskur um hrygg aftur, bæði er eftir- spurnin eftir harmonikku að aukast og vinsældir hennar orðn- ar miklar og eins er þessi alvöra vísnagerð að færast í aukana. Ég var nú aldrei mjög hrifinn af þessum atómkveðskap eöa þessu órímaða sem flæddi yfir á tíma- bili í söng og dægurlagatónlist", segir Kristján frá Gilhaga að endingu.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.