Feykir


Feykir - 28.06.1995, Blaðsíða 5

Feykir - 28.06.1995, Blaðsíða 5
25/1995 FEYKIR5 Drottning íslenskra laxveiðiáa: Laxá á Ásum lofar góðu Veiði í Laxá á Ásum hefur gengið vel og á mánudag voru komnir 80 laxar á land. Veiðin byrjaði 1. júní en lítið veiddist fyrstu 10 dagana vegna snjó- skafla við ána og mikilla vatnavaxta, þannig að ekki var hægt að komast að sumum veiðistöðunum. Síðan hefur veiðin verið að glæðast og t.d. komu á land 27 laxar þann 19. júní. Stærsti laxinn vó 17 pund og veiddist hann í síðustu viku. Laxá er mjög eftirsótt veiðiá og eru veiðileyfin fyrir þetta sumar löngu seld, seldust upp þónokkru fyrir síðustu ára- mók Laxá á Ásum er eftirsóttasta veiðiá landsins, enda sú lang- dýrasta, en veióiréttarhafamir; bændumir sem ciga ána, segja að hún sé þó ekki sú dýrasta ef tekið sé mið af veióinni í ánni, sem yf- irleitt er mjög góð. Fyrstu dagamir í Laxá eru reyndar ekki svo dýrir. Fram til 15. júní kostaði stöngin 15 þús- und krónur, en síðan fer verðið stighækkandi og á tímabilinu 15. júlí og fram yfir mánaðamótin þar á eftir, kostar stöngin 130 þúsund yfir daginn, og hefur hækkað um 5 þúsund frá síðasta sumri. Engin íslensk laxveiðiá kemst nálægt Laxá á Ásum í Mælifellskirkja 70 ára Mælifellskirkja í Skagafirði var 70 ára á þessu vori, en hún var vígð hinn 6. júní 1925. Afmælisins var minnst með hátíðarmessu að Mæli- felli að kvöldi annars hvíta- sunnudags 5. júní sl.. Sóknarprestur prédikaói og þjónaði fyrir altari, en kirkjukór Mælifellsprestakalls söng, org- anisti var Sveinn Árnason. Helga Rós Indriðadóttir söng einsöng. Að lokinni guðsþjón- ustu buöu sóknarprestur og sóknarnefnd til kaffidrykkju heima á prcstssetrinu, og komu um 40 manns í kaffi. Meðal kirkjugesta þetta kvöld voru nokkur burtflutt sóknarbörn sem komu til að samfagna á minningardegi. Vió guðsþjónustuna var tek- inn í notkun nýr messuhökull á- samt stólu. Gefandi hökulsins er Guðrún Kristjánsdóttir fyrrv. húsfreyja á Starrastöðum, og vom henni færðar góðar þakkir fyrir höfðinglega gjöf. Hökull- inn er innfluttur frá Englandi, rauður aö lit og úr vönduóu silkielhi. Þess má geta að Guð- rún saumaði, ásamt fleiri kon- um í sveitinni, hökul þann sem í notkun hefur verió í kirkjunni síðustu árin, einnig altarisklæóið. Mælifellskirkja er í dag hið prýðilegasta guðshús. Núver- andi kirkja var reist eftir staðar- bruna á Mælifelli 21. scptember 1921, er bær og kirkja, er stóó á hólnum framan við bæinn, brunnu til kaldra kola. Þá var prestur á Mælifelli sr. Tryggvi H. Kvaran og kom það í hlut hans og sóknarmanna að reisa staðinn úr rústum. Þaö var gert og enn standa þær byggingar aó stofhi til, er þá voru reistar. Kirkjan er fremur lágreist steinhús og tekur um 60 manns í sæti. Hún er gerð eftir teikn- ingu Guðjóns Sanúelssonar, en minnkuð frá upphaflegri mynd. Kirkjan er vel búin myndverk- um, svo vekur athygli þeirra, er þangað koma. Þar ber hæst hina stóru altaristöflu með mynd af Fjallræóunni, er Magnús Jóns- son, próf., málaði og færói kirkjunni að gjöf, en hann mál- aói einnig mynd í dyraboga, er sýnir ummyndun Krists. Jóðsótt en ekki joðsótt Trúlega hefur mörgum fundist það einkennileg afbökun í grein Hilmis Jóhannessonar í síðasta blaði, allt þetta tal um joð- sótt, sem bæði fjöll og bæjarfulltrúar áttu að ganga með. Þama var að sjálsögðu ekki rétt farið með hlutina og er það alfarið sök Feykis en ekki Hilmis. Við setningu handritsins hafði yfirsést með kommuna yfir o-inu sem breytir mcrk- ingunni allverulega. En eins og flestir vita er joð sótt- hreinsivökvi, en jóð merkir víst barn eða afkvæmi. Er Hilntir bcðinn sérstakrar velvirðingar á þessum mistökum. verði yfir þennan tíma sumars- ins. Aóeins er veitt á tvær stangir í ánni og það gerir hana líka eft- irsótta. Þó veiðileyfin séu mörg dýr láta margir sig hafa það að renna í ána á hverju ári. Til eru veiðimenn sem aðeins renna í Laxá á Ásum ár hvert og hvergi annars staóar. Laxá lætur ekki mikið yfir sér þar sem hún rennur út í Húnaflóa. Fyrst eftir að Laxá kemur úr Láxárvatni fellur hún til vesturs stuttan spöl en beygir síðan til norðurs og norðvesturs og rennur þannig samhliða Lax- árvatni næstum í stefnu á Blönduós um 10 km leið. Þegar áin er komin norður týrir Holts- bungu brýtur hún sér braut beint til vesturs og em þá Hjaltabakka- móar á hægri hönd en Holts- bunga á vinstri, uns hún tekur snögga beygju og fellur til suð- urs langan spöl í áttina aó bæn- um Holti þar sem hann stendur nú. Þar beygir áin til vesturs og heldur áfram þeirri stefnu fram hjá Húnsstöðum niður í Húna- vatn þar sem hún sameinast af- falli Vatnsdalsár. Láxá á Ásum er um 14 km á lengd frá ármynni við Láxárvatn til sjávar. Margir skemmtilegir veiði- Ánægður veiðimaður með góðan feng úr Laxá. Mynd/Sportveiðiblaðið. staðir em í Laxá. Eins og Dulsur, hylur, Svartibakki, Neskvöm, Klapparstrengur, Ullarfoss og Runki, Rafveitustrengur, Mána- Ullarstrengir, Fluguhylur, Mó- foss og Langhylur. jjíö^. Ferðafólk! Verið velkomin heim að Hólum! Leiðsögn um Hóladómkirkju - sagan og helgi staðarins - stangveiði - hestaleiga - sundlaug - minigolf - fjölbreyttar gönguleióir - stórkostlegt tjaldstæói í Hólaskógi - orlofshús - veitingar. Opnunartími sundlaugar mánud. - fimmtudaga: kl. 10-21, föstudaga kl. 10-22, laugardaga kl. 9-18 og sunnudaga kl. 9-21. Gufan er opin á föstudögum frá kl. 18-22. Ágætu bæjarbúar! Garðaþjónusta Vinnuskólans vill minna á að pöntunarsíminn er 453 6456 og að við sjáum ekki eingöngu um slátt heldur tökum að okkur alla almenna umhirðu. Tekið er á móti pöntunum mánud.-fimmtud. kl. 8-12 og 13-17 og á föstudögum kl. 8-12.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.