Feykir


Feykir - 28.06.1995, Síða 8

Feykir - 28.06.1995, Síða 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 28. júní 1995, 25. tölublað 15. árgangur. Auglýsing í Feyki fer víða! Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið Pottþéttur klúbbur! KK Landsbanki Sími 453 5353 Mk íslands ^lllll 4JJ JJ JU Banki allra landsmanna Allir helstu fjölmiðiar landsins hafa að undanfömu verið upp- fullir af fréttum af framúrskarandi námsmönnum, sem á kiassískri íslensku eru kallaðir dúxar. Feykir lætur ekki sitt eftír liggia °g greinir ftá því að Berglind Bjömsdóttir frá Blönduósi varð dúx Iþróttakennaraskólans á Laugarvatni þetta árið. Myndin var tekin við útskrift frá skólanum nýverið. Ferðaþjónusta Bændaskólans á Hólum: Hvammstangi skrýðist hátíðarbúningi Hvammstangabúar halda upp á 100 ára verslunarafmæli staðarins með mikilli hátíð sem haldin verður laugardag- inn 8. júní nk. Margt verður til skemmtunar þennan dag og von á fjölda brottfluttra Hvammstangabúa á staðinn. Að sögn sveitarstjórans, Guð- mundar Guðmundssonar, hafa íbúarnir verið að snyrta garða sína og hús að undanförnu og vinnuskólinn unnið að snyrt- ingu opinna svæða. Þetta er þó ekki gagngert vegna afmælis- ins, heldur er það árvisst að Hvammstangabúar snyrti og fegri umhverfi sitt Afmælishátíðin hefst með úti- markaði við félagshcimilið. Stendur hann frá 11-15 og á þeim tíma verður boðið upp á ýmiss konar alþreyingu. Gert er ráð fyrir kamivalstemmingu á staðnum. Klukkan þrjú verður gönguferð um söguslóðir versl- unar og þjónustu á Hvamms- tanga. I gönguferðina verður fléttað óvæntum uppákomum. Síðan verður haldið í félags- heimilið og fylgst með dagskrá sem heitir „Vió búðarborðið“, sem er annáll verslunar, litið um öxl í verslunarsögu Hvamms- tanga. Að dagskránni lokinni verða kaffiveitingar í félags- heimilinu. Afmælishátíðinni lýkur síðan með „eóalballi“ í félagsheimilinu um kvöldið. Þar varður fjöl- skyldudansleikur, harmonikku- ball eins og þau gerðust fyrr á öldinni. Sumarið lítur vel út Meistarmót íslands í frjálsum íþróttum: Frábær árangur Sunnu Gestdóttur „lætta hefnr farið vel af stað og lítur ljómandi vel út með sumarið. Mikið af bókunum er fyrir júlí og ef við verðúm heppin með veður hér Norð- anlands þá liggur leið ferða- fólks hingað. Ferðamanna- straumur hingað í Hóla hefúr verið að aukast frá ári til árs“, segir Guðrún I>óra Gunnars- dóttir hjá ferðþjónustu Bændaskólans á Hólum. Guðrún Þóra segir að i viku hverri komi nokkrir hópar er- lendra ferðamanna á vegum ferðaskrifstofa til að skoða Hóla- dómkirkju og Hólastað. Einnig sé þónokkuó um að erlendir ferðamenn komi á eigin vegum og notfæri sér tjaldstæðið. „Við erum með mjög gott tjaldstæði. Fólk er alveg undr- andi á þcirri aðstöóu sem þama er og hvað það er lygnt og gott í skóginum. Þama er öllu jafnan mun skjólbetra og lygnara en héma heima á staðnum. Síðan em við líka með sumarhús, stór og lítil og sundlaugin er alltaf vinsæl hjá fólki sem er á ferð- inni", segir Guðnín Þóra. Sunna Gestsdóttir, frjálsí- þróttakonan stcrka úr USAH, stal svo sannarlega senunni á Meistaramóti Islands í frjálsum íþróttum sem fram fór um helgina á Laugardalasvcllinum. Sunna sigraði glæsilega í 200 metra hlaupi og varð önnur í 100 metrunum og langstökki. Sunna hélt bæði Geirlaugu Geirlaugsdóttur og Islandsmeist- hafanum Guðrúnu Amardóttur úr Armanni fyrir aftan sig. Geirlaug var mjög snögg upp úr starúnu en Sunna hélt jöfnum og góðum hraða og tók fram úr á lokasprett- inum og sigraði á tímanum 24,78 sek. Guðrún varó önnur á 24,93 og Geirlaug þriðja á 25,19. Mót- vindur var og stúlkumar því allar nokkuð frá sínu besta. Daginn áður hafði Geirlaug sigrað í 100 metra hlaupi á 12,7 sek. Sunna varð önnur 1/100 úr sek. á eftir, og þar var hún einnig á undan Guðrúnu Amardóttur. Var þetta í fyrsta sinn sem Sunna hef- ur betur í viðureigninni við Guð- rúnu á hlaupabrautinni. Sunna keppti einnig í langstökki þrátt fyrir að æfa ekki þá grein. Hún náði samt öðm sæti, stökk ein- ungis þrem sentimetmm styttra en Sigríður Gestsdótúr HSK, 5,73 m. Jón Amar Magnússon UMSS tók aðeins þátt í tveimur greinum og sigraði í þeim báðum. Hann keppir í tugþrautarmóti um næstu helgi og tók því ekki jafn virkan þátt og jafnan áður. I 100 metra hlaupi hafði hann mikla yfirburði og sigraói á 10,92 sek. og hefði eflaust náð mun betri tíma en mikill mótvindur setti strik í reikninginn. I langstökki stökk Jón Amar 7,64 metra og sigraði einnig ömgglega. Bræðumir efnilegu, Sveinn og Bjöm Margeirssynir úr UMSS, kepptu í 1500 metra hlaupi og hafnaði Sveinn í 2. sæú á úman- um 4.05,73 en Bjöm varó fjórði. Gunnlaugur Skúlason UMSS sigraói í 3000 metra hlaupi á 9.31,17 og Theodór Karlsson UMSS varð þriðji í hástökki, stökk 1,85 m. Oddvitinn Oddviti eða ofviti ætti að koma í stað dúxins. Úrtaka fyrir Evrópumót: Fáni fékk hæstu einkunnina Fáni frá Hafsteinsstöðum verður Iíklega einn fjögurra kynbótahrossa sem keppa fyrir Islands hönd á Evrópu- meistaramótinu í sumar. Fáni fékk hæstu einkunn kynbóta- hrossa sem dæmd voru til úr- töku fyrir mótið. Dómarnir hljóðuðu upp á 8,93 fyrir hæfileika og 7,90 fyrir bygg- ingu, aðaleinkunn 8,41. Hjónin Rúna Einarsdóttir frá Mosfdli og Kalle Singsen, sem búsett eru í Þýskalandi, hafá fest kaup á Fána og fá hann aflientan að Evrópumótinu loknu. Fáni er sex vetra, undan Feyki frá Hafsteinsstöðum og Kilju frá Kjartansstöðum. A landsmótinu í fyrra fengu þau Skafti og Hildur á Hafsteins- stöóum mjög gott tilboð í hest- inn frá erlendum aðila. „Ég var búinn aó lofa þeim hjá Hrossa- ræktarsambandinu að selja ekki hestinn öðm vísi en hafa sam- band við þá fyrst. Til stóð í vet- ur að Hrossaræktarsambandið keypti hestinn, ásamt fleiri aðiÞ um, en ekkert varð úr því. I millitíðinni hafði ég afþakkað tilboóið erlendis frá. Þegar þetta lá fyrir fómm við að velta því fyrir okkur aó stefna á Evrópu- mótið með hestinn“. Skafti vill ekki gefa upp söluverðið á Fána, en segir að ágætis verö hafi fengist fyrir hann, enda klárinn góður. „Það hafa náttúrulega farið af stað ýmsar sögusagnir um verðið á hestinum, sem sumar hverjar em langt frá raunveruleikan- um“, segir Skafti.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.