Feykir


Feykir - 01.11.1995, Side 1

Feykir - 01.11.1995, Side 1
RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Afleiðingar óveðursins í síðustu viku: Fjöldi búpenings drapst Snjóflóðið tætti austurhliðina úr hlöðunni í Smiðsgerði. Reyndar sáust lítil ummerki eftir flóðin í fjallinu og svo virtist sem þau hefðu runnið eins og vatn niður hlíðina og breitt úr sér niðri á jafnsléttunni. Flokkur björgunar- sveitarmanna vestur Mikið tjón varð á búpeningi í norðanáhlaupinu í síðustu viku. Eftir því sem Feykir hef- ur fregnað virðist sem fé hafi drepist í nær hverjum hreppi á Norðvesturlandi og í sum- um hreppum á mörgum bæj- um. Tilfinnanlegast er tjónið á Ytri-Húsabakka í Skagafirði þar sem um 100 íjár drapst og á Sölvabakka við Blönduós þar sem 80 fjár drapst. Þá er vitað til þess að um 30 hross drápust í Austur-Húnavatns- sýslu þar af 19 í sama flóðinu í Langadal. Grafa þurfti fé og hross úr fönn víða. Mikið tjón varð á Enn finnst riða á Skaganum Riða var nýlega staðfest á bænuni Gauksstöðum í Skef- ilsstaðahreppi. A Gauksstöð- uni eru um 400 fjár og svo gæti farið aó fénu á Hóli, næsta bæ við Gauksstaði, verði einnig fargað, en það fé hefur verið fóðrað í gömlu útihúsi á Gauksstöðum. Það gæti því orðið um 500 fjár sem skorið verður vegna riðu á Skaganum í haust sam- kvæmt upplýsingum Einars Otta Guómundssonar dýra- læknis. Riðan hefur verið að stinga sér niður í Skefilsstaða- hreppnum á undanförnum árum. Þannig var riða staðfest á Mallandi fyrir tveimur ámm og fyrir fjórum árum í Ketu. Þá hefur riðan varió landlæg í nágrannahreppum um árabil, þar sem fé gengur talsvert saman. nokkrum bæjum í Vestur-Húna- vatnssýslu. Mest á Syðra-Kolu- gili, þar sem drápust 50 kindur, hálfur bústofn Ingvars Ragnars- sonar bónda sem nýlega er byrj- aður búskap. I Litlu-Hlíð drápust 25 kindur og á Stóru- borg og Vatnshóli varð einnig mikið tjón. Tæplega fimmtíu fjár drapst í Asbrekku í Vatnsdal og 30 lentu í Fossá fremst í Svartárdal. Bændur á Móbergi og Fagranesi misstu flest öll sín reiðhross í snjóflóði. Keðja snjóflóða féll í Os- landshlíðarfjöllum og drápust í þeim fjögur hross, öll frá Sleitu- Vegna þrengsla á Sjúkrahús- inu á Blönduósi reyndist ekki unnt að taka nema hluta þeirra sem slösuðust í slysinu mikla í Hrútafirði á dögunum á sjúkrahúsið, en hinum slösuðu var komið fyrir á sjúkrahús- um allt frá Akureyri til Reykja- víkur. Aðeins var pláss fyrir 3 sjúklinga á stofúm sjúkrahúss- ins á Blönduósi. Hinir urðu að gera sér að góð að vera á göng- um stofnunarinnar. Forráóamenn sjúkrahússins eru orðnir langeygðir að taka í notkun hæð í nýju viðbygging- unni sem er tilbúin undir tréverk, en fjárveitingar hafa ekki fengist til að halda framkvæmdum áfram. Þá telja ráðamenn í Húnaþingi það mjög alvarlega stefnu ef stjórnvöld hyggjast stöðum. Stærsta flóðið féll fyrir ofan bæinn Smiðsgeröi í Kol- beinsdal. Rann það lengst niður á láglendi og eyðilagði hlöðu í Smiðsgerði. Þá vitað til Jjess að hross drápust í fönn inni í Deild- ardal. Bændur hafa verið gagnrýnd- ir talsvert fyrir andvaraleysi gagn- vart veðrinu, að hafa ekki verið búnir að koma búpeningi í hús. Veðurstofan var farin að spá mjög slæmu veðri um norðan- og vestanvert landið, fjórum dögum áður en lægðin kom upp að landinu og hafói þegar uppi miklar aðvaranir þrem dögum fyrir áhlaupið. loka almennum sjúkrahúsum á landsbyggóinni og hafa þar ein- göngu heilsugæslustöðvar og langlegudeildir, því alltaf megi búast við stórum umferðarslys- um jafti mikil og hröð umferðin sé orðin um þjóðvegi landins, og þá sé undir hælinn lagt hvort veður leyfi að sjúklingum sé dreift á milli sjúkrahúsa. Böðvar Orn Sigurjónsson læknir á Blönduósi segir í sam- tali við DV sl. mánudag, að ef stórslysið í Hrútafirði hefði orðið viku fyrr hefðu orðió mikil vandræði meó að koma sjúk- lingum fyrir á sjúkrahúsinu á Blönduósi, en þá lágu nokkrir sjúklingar á göngum. Sem dæmin um þrengslin má nefna að í sept- embermánuði voru 42 legudagar á göngum Sjúkrahússins á Björgunarsveitin Skagfirð- ingasveit var meðal fyrstu sveita sem ræst var til bjögun- araðgerða á Flateyri að morgni fimmtudags. Björgun- arflokkur frá sveitinni fór strax þá um morguninn norð- ur á Akureyri en ekki var flugfært þann dag og vestur- för því frestað. Það var síðan á sunnudag sem 19 manna flokkur björgunarmanna úr Skagafirði og frá Sigluflrði fór til Flateyrar til aðstoðar við verðmætabjörgun úr flóðinu. Björgunarflokkurinn kom til baka í gær. Tveir leitarhundar ffá Sauðár- króki vom sendir ásamt eigend- um til Flateyrar, en er þeir komu vestur var nokkuð liðið á leitina. Að sögn Péturs Helgasonar for- manns Skagfiróingasveitar var einn leitarhundur af fjómm sem sveitin hefur yfir að ráða kyrr- settur vegna snjóflóðahættu í austanverðum Skagafirði. Pétur segir að björgunarsveitarmenn hafi haft ærinn starfa alveg frá því að óveðrið byrjaði á miö- vikudag, en þá fóm jámplötur að losna af húsum. Vegna útkalls- ins að vestan gat sveitin ekki sinnt öllum útköllum bæjarbúa á Sauöárkróki og var þá bent á tré- smíðaverkstæóin. Þá þurfti björgunarsveitin að rétta bænd- um á mörgum bæjum hjálpar- hönd og aóstoða starfsmenn Pósts og síma og Rafmagns- veitnanna. Það má segja að þetta hafi verið stanslaus töm alveg þangað til þeir komu að vestan í dag“, sagði Pétur þegar rætt var við hann í gær. Þá var einnig mjög annasamt hjá björgunar- mönnum í Húnaþingi. A Skaga- strönd þyrfti til aö mynda að bjaiga þrem fjölskyldum úr húsum þar sem jám hafði fokið af. Þrengsli á Sjúkrahúsinu á Blönduósi: Beðið eftir fjárveit- ingum í sjúkradeild —KTcn^Hf H|DI— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, bflas. 853 1419, fax 453 6019 Almenn verktakaþjónusta, Frysti- og kœliþjónusta, Bíla- og skiparafmagn, Véla- og verkfœraþjónusta bílaverkstæði Sími 453 5141 Sœmundargötu 16 Sauðárkróki íax: 453 6140 Bílaviðgerðir Hjólbarðaverkstœði Réttingar Sprautun

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.