Feykir


Feykir - 01.11.1995, Blaðsíða 4

Feykir - 01.11.1995, Blaðsíða 4
4FEYKIR 38/1995 II Ég lokaði á allar þessar tilf inningar. ii Spjallað við Björn Jónsson og Sigríði Guðmundsdóttur um reynsluna af Patreksfjarðarflóðinu „Þetta var ólýsanleg reynsla. Björg- unarstörfin voru mjög erfíó. Við óðum krapaelginn allan daginn og fljótlega varð maður dofinn fyrir kuldanum. Það var ekki fyn- en ég kom heim um kvöldió aó ég áttaði mig á því að ég var ekki í beint hent- um klæónaði til aö standa í mokstri úr krapaelg. Þegar þetta gerðist var ég klæddur í samfesting og á tré- klossum og vitaskuld gaf maður sér ekki tíma til aó skipta um föt. Ég og mágur minn vorum sendir til að ná í gamlan mann sem bjó í húsi við jað- ar seinna flóðsins sem féll. Þaö má heita að þaó hafi fallið á hæla okkar, svo naumt var það. Þetta var geysi- leg andleg raun fyrir fólkið þama í plássinu eins og næiri má geta. Þama var maður að leita að fólki sem maó- ur gjörþekkti og var búinn aó vinna meó lengi. Ég lokaói á allar þessar tilfinningar eftir aö þetta var um garó gengió og það var ekki fyrr en fyrir 2-3 árum að ég var tilbúinn aó tala um þetta að nýju“, segir Bjöm Jóns- son á Sauðárkróki, en hann var bú- settur á Patreksfiröi þegar krapaflóð- ió féll þar 22. janúar 1983. í samtali við Bjöm og konu hans Sigríði Guö- mundsdóttur, sem er borinn og bam- fæddur Patreksfirðingur, varð blaóa- maður Feykis þess áskynja hve mik- il andleg áreynsla fýlgir því fýrir fólk aó veróa vitni að þeim voðaatburð- um sem snjóflóð em, aó ekki sé tal- að um ef fólk tekur sjálft þátt í björg- unaraðgerðunum eins og Bjöm gerói á Pati'eksfirói. Hjónin Björn Jónsson og Sigríður Guðmundsdóttir ásamt börnum sínum Guðmundu, Guðrúnu og Sigurbirni Vopna. „Þaó er ekkert efamál aó ég þurfti stór- lega á áfallahjálp aö halda á sínum tíma. Það er heldur ekki spuming að fólkiö þama hefói ekki farið jafhilla út úr þessu og það gerói ef áfallahjálp hefði verið komió á. Þaö skiptir óskaplega miklu máli að geta losnaö við eitthvaó af þessu út strax, frekar en vera aö byrgja þetta inni svo ámm skipti. En það var ekki til neitt sem hét áfallahjálp á þessum tíma. Þegar björgunarstarfið var búiö þá vom menn bara sendir heim. Það var ekki einu sinni að mönnum væri boðin svefntafla til aö róa sig niður. Síðan fór maður heim og náði sér vitaskuld engan veginn nióur eft- ir þetta og gat ekki sofið", segir Bjöm Jónsson. Þau Bjöm og Sigríður byrjuðu búskap á Patreksfirði árið 1971 og vom því búin aó búa á Patreksfirði í 12 ár þegar krapa- flóðin féllu. Slæmt atvinnuástand vestra varð til þess að þau fluttu ffá Patreksfirði Afgreiöslutími okkar Mánudaga - Föstudaga kl. 9-19 Laugardaga kl. 10-16 Verið velkomin Skagfirðingabúð simi 455 4530 til Sauðárkróks fyrir fimm ámm, vorió 1990. Ef þau hefðu ennþá búið á Pctreks- firði sl. vetur, hefðu þau oft þurft að rýma húsið sem þau bjuggu í, en það er taíió á snjóflóðahættusvæði. Fram að þeim tíma hafði slíkt verið fátítt, þó svo að flóð hafði fallið þar 12 ámm áður. Umræðan breyttist við Súðavíkurslysið Þau Bjöm og Sigríður segja alla um- ræóu um snjóflóðamálin hafa breyst við Súðavíkurslysið í fyrravetur, og menn hafi nú meiri andvara á en áóur. Þau mundu ekki eftir að menn hefðu haft ein- hvem ótta af flóðum áður en það féll á Patreksfirði, enda hafði verió lítið um flóð á þessum slóóum. Það var helst að menn minntust þess að flóð hafði fallið við eina af efstu götunum í þorpinu og valdið þar smávegis eignartjóni. „Eftir krapaflóðin vom menn eins og gengur að reyna aó finna skýringu á þeim, og helsta niður- staðan var sú að þarna hefðu skapast mjög sérstakar aðstæður, en ég minnist þess ekki að gefið hafi verið út eitthvcrt sérstakt hættumat eftir þetta flóð, eða ver- ið talin ástæða til að breyta fyrra mati. Það hefur svo margt breyst í þessum málum við þessa nýjustu atburði“, segir Sigríður. Þorrablótið átti að vera um kvöldið Sigríóur var reyndar stödd við nám í Reykjavík þennan örlagaríka vetur 1983. Laugardaginn 22. janúar var blíðskapar- veður um morguninn á Patreksfirói, en hellirigning hafði verið kvöldið áður. Fljótlega fór þó að rigna aftur og rigndi sleitulaust og bleytti í miklum snjóalög- um sem sest höfðu fýrir ofan kauptúnið í hlíðar fjallsins, sem heitir því sérstæða nafhi Brellur. Mikið stóó til á Patró þenn- an dag. Þorrablótió átti að vera um kvöld- ið og margar kvennanna í þorpinu vom mættar snemma dags í félagsheimilið til að hafa til matinn fýrir blótið. Það var síó- an um tvö leitið sem dmnur miklar heyró- ust og fyrra flóðið féll. Ekki var langt lið- ið þegar annað flóð féll og vakti mikla undrun hve mikil kraftur fylgdi því flóði miðað vió að það féll úr lítill hæð, nánast af jafnsléttu. En ógnarkraftur fýlgdi þess- um flóðum. Hús sprungu og tættust und- an þrýstingnum. Fjórir létu lífið. „I dag mundi ég ekki fyrir nokkra muni vilja búa viö þessar aðstæður fyrir vestan og ég er ákaflega fegin að við skyldum flytja. Hugurinn hjá manni er samt mjög ntikið vestra, enda búa þrjú systkini mín á hættusvæðum á Patrcks- firði, beint undir fjallinu. Mér finnst þetta vera orðið þannig að alltaf þegar veóur er slæmt, þá vakna ég upp á nóttunni og er þá jafnvel að hugsa unt að kveikja á út- varpinu. Það getur alltaf eitthvað hafa verió að gerast. Eins veró ég fljótt vör við það hjá Bjössa ef veóurútlitió er þannig og kannski er farió að rýma hús, að þá rnerki ég það strax að honum líður ekki vel“, segir Sigríður Guðmundsdóttir. Körfubolti, DHL-deildin Tindastóll - KR í Síkinu fimmtudagskvöld kl. 20. Áfram Tindastóll!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.